Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
17.10.2007 | 08:36
Prinsessan 10 ára
Jæja skvísan mín orðin 10 ára gömul. Ég man svo vel eftir því þegar ég varð 10 ára!! Við vinkonurnar vorum svo stolltar og okkur fannst við vera orðnar svo gamlar híhí hálf tvítugar haha
Hún var vakin með afmælissöng og pakka í morgun, fékk Hello Kittý snyrtivörur og var rosa sæl og ánægð með það. Takk kærlega danaskvísa að redda mér hehe
Annars er bara LÆRDÓMUR í dag, ætla svo að leifa afmælisbarninu að baka köku þegar hún kemur heim og svo ætlaði ég að leifa henni að velja stað til að fara út að borða, en hún neitaði þvi og vildi fiskibollur í DÓS í matinn og svo ís með jarðaberjum, ananas og marssósu í eftirrétt haha góð matarsamsetning það
Annars kemur elskan mín heim á eftir, guð hvað ég er fegin. Það er sko meira enn að segja það að vera hérna ein með fjögur börn og að rembast við að LÆRA!!!
kveðja súpermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 21:14
börnin ríkari en ég!
jæajæa .það hrúast hérna inn peningagjafir til stelpnanna svo þær eru orðnar ríkari en mamman og hún á eftir að halda uppá tvö afmæli og lifa út mánuðinn!!. Eins gott að karlinn minn eigi smá fjársjáð núna haha
En þeim skvísunum vantar nú ýmislegt sem kostar frekar mikið eins og kuldaskó og skíðaklossa, skíðaflísstuttbuxur og fleira. Svo þennan pening ætlum við að nota upp í þetta
litlu skvísurnar sofnuðu á skikkanlegum tíma, en ég ætla að fara að koma gelgjunum í háttinn. Það tekur stundum ansi langann tíma
kveðja Súpermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 20:50
verkefnavinna
Jæja þá neyddist maður til þess að vinna verkefni í dag, ekki seinna vænna. Þetta er nú að ganga ágætlega, ekki búin alveg fullt eftir sko!!
Skvísan mín litla sem er greind með einhverfurófsröskun ótilgreind fór í talþjálfun, hún brilleraði svona líka í þjálfuninni að Svaný spurði mig hvort hún mætti nota skvísuna sem mótel, hún væri svo flott og mikill sjarmör. Væri svo viljasterk í að læra og skemmtilegt að vinna með hana hehe. Ekki slæmt það. Því var fengin stelpa inn í þjálfunina með videovél sem myndaði þjálfunina sem eftir var. Þetta ætlar svo Svaný að nota á fyrirlestri sem hún mun halda um helgina
Enda er skvísan náttúrulega með þeim flottari og tala allir um það sem fá hana í athugun, þjálfun eða bara aðrir að hún er sko fljót að bræða mann, svo fallegt bros og svo skemmtilegt að vinna með henni þegar hún ER í stuði. ENNNN það er hún sko ekki alltaf. Oft er mikill mótþrói og engann veginn hægt að ná til hennar eða vinna með hana.
Svaný hafði svo orð á því að það væri greinilegt að ég móðirin hafi verið dugleg að vinna með skvísuna, því hún væri nú annað en skýrslurnar sögðu til um. En þetta er náttúrulega eins árs gamlar skýrslur, ég náttúrulega eins og mér einni er lagið dróg úr því og sagði að hún hefði fengið svo frábærann þjálfara og tekið svo miklum framförum í þjálfuninni. Þá var hún nú fljót að grípa fram í fyrir mér og segja. Þjálfarinn einn og sér vinnur ekki alla þessa vinnu, þú mátt ekki gleyma hvað þú ert að gera með skvísunni það er nefnilega kraftaverk Ekki slæmt að fá svona komment.
Annars komu gelgjurnar heim eftir skóla og fóru svo beint heim til vinkvenna sinna, ótrúlegt en satt þær eru nefnilega yfirleitt hérna heima hjá mér með fullt hús af skvísum.
Nú jæja ég rölti í leikskólann til að sækja 5 ára skvísuna, það var ótrúlega hressandi að ganga smá spöl, maður er alveg hættur að hreyfa sig.
Við komum svo hér heim og ég tók fram liti og litabækur handa yngri skvísunum og þær lituðu og teiknuðu listaverk handa mömmu sinni.
Svo kom gelgjurnar heim með 2 vinkonur með sér svo ég samdi við þær að passa skvísurnar og fékk ég mér smá lúr, ég var alveg úrvinda eftir að hafa vakað til 3 í nótt og vaknað klukkan 7 í morgun.
Ég bakaði svo pizzu handa þeim og eru litlu sofnaðar og stóru á leiðinni í háttinn og já ég er að fara að vinna hópverkefni í gegnum netið takk fyrir
kveðja Súpermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 00:34
Súpermamma
Jæja þá ætla ég að reyna að byrja að blogga eitthvað af viti.
Ég er ein af þessum mömmum sem eru oft kallaðar súpermömmur. Ég á tvær gelgjur, sú eldri er 11 ára og sú yngri 10 ára. Svo á ég eina fósturdóttur sem er 5 ára og eina tæplega 3 ára þrjóskupúka.
knús og kram súpermamman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar