Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
19.11.2007 | 22:17
Vinna-heimilislíf-skóli!!
Jæja alltaf sama stuðið hérna. Er að vinna á fullu og svo við tekur heimilislíf og situr svo námið á hakanum :-( úfff ég er nú farin að vera ansi stressuð sko!!! En vonandi ´fer ég að fá tíma til að liggja yfir skólabókunum.
Núna er næsti hausverkur í skólanum að semja HLJ'OÐSK'ULPT'UR!!!! jájá ég sko af öllum!!! Hef sko ekki hugmynd hvernig ég á að fara að þessu og er eiginlega með hausverk yfir þessu öllu saman.
með Ba verkefnið þá er ég búin að ákveða að skrifa um meðferðarúrræði barna á Íslandi. Eyjólfur Örn ætlar að vera leiðsögukennari minn og á ég eftir að hitta hann til að fara betur yfir þetta
Elvar var ræstur út í vinnu í gær svo ég verð ein heima í 4 sólarhringa. ohhh hvað mér finnst þetta eitthvað tómlegt og erfitt. Er bara orðin svo góðu vön að hafa hann mikið heima, ég sem var alltaf ein...
Kveðja súpermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 23:56
Pabbi og ekki pabbi
Hvenær eru krakkar búnir að ná þroska i að greina foreldra sína frá ókunnugum? Ég man svo vel eftir stóru stelpunum þegar allir karlar voru pabbar, ég fór með þær í 11. 11 og dóttir mín yngri stóð föst á því að maðurinn í búðinni væri pabbi sinn. Alveg sama hvað ég þrætti við hana þá var þetta pabbi! Ætli hún hafi ekki verið rétt um 1árs mig minnir það!!!
Litla skvísan mín yndislega sem er að verða 3 ára í janúar er enn á þessu tímabili. Stundum er þetta eiginlega frekar neyðarlegt því hún er svo stór að fólk heldur að hún sé líka eldri en hún er...
Eitt sinn var ég með hana í bakaríi, við sátum saman mæðgurnar ég að borða hnetuvínabrauð og hún kleinuhring, þegar maður gekk inn í bakaríið sem var fullt af fólki og hún kallaði yfir sig með sinni sterku rödd "PABBI og benti á manninn sem var að koma einn" maðurinn leit í áttina á skvísunni með skelfinarsvip... þarna á þessu mómenti langaði mig að hverfa ofaní gólfið, hvað heldur fólkið eiginlega hérna inn? úúfff þetta er pínu neyðarlegt sko!! haha eins og barnið eigi pabba út um allan bæ...
En nú jæja síðasta tilfellið er núna í kvöld, við fórum í Smáralindina í dag, þar var hestasýning og alveg FULLT af fólki. Við settumst niður í stúkunni og voru stelpurnar þvílíkt spenntar yfir hestunum. Rebekka er svo hávær að það heyra allir þegar hún talar. En hún hafði sko mikla þörf fyrir að segja öllum að ÞARNA væri sko hestur og "sjáu hettinn" "hettur" "deihettar"(TVEIR HESTAR) "sjáu hettinn" o.s.frv. Athyglin þurfti sko að vera hjá henni og ef ég vogaði mér að horfa á hestanna og þá tók hún í andlitið mitt og sagði "mamma sjáu??"
Ég var nú farin að reyna að sussa niður í skvísunni því hún talar svo hátt að fólkið heyrði ekki orð sem karlarnir tölu í hátalarkerfið í Smáralindinni, skvísan yfirgnæfði þá sko leikandi
En þegar ég var nú búin að ná athyglinni frá hestunum og hún farin að róast aðeins yfir þessari upplifun uppgötvaði hún mann sem sat rétt fyrir neðan okkur, "pabbi" pabbi" "PABBI MINN!" fengu Smáralindagestir að heyra mjög reglulega, hún var sem sagt alveg sanfærð um að maðurinn sem sat þarna væri pabbi hennar, hann átti sko EKKERT sameiginlegt með Halldóri pabba hennar og ekki heldur Elvar, svo mér fannst þetta frekar mikið óþægilegt sko. Ég reyndi að leiðrétta hana en það þýddi ekkert hún vissi það að þetta væri pabbi hennar og TAKK FYRIR TAKK. Ég reyndi að dreifa athyglinni aftur og núna að hestunum aftur hehe Hún var mjög upptekin af þessum pabba og vildi bara fara til hand, "égvipabba" "ette pabbi minn"(ÞETTA ER PABBI MINN). Svo ég tók þá ákörðun að forða mér af vettvangi og endaði á fridays að borða
Það var sem sagt þreytt húsmóðir sem kom heim í kvöld og var fljót að koma skvísunum niður og leggjast í HEITT bað
kveðja súpermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 19:09
Góður dagur
Átti frábæran dag í vinnunni og er alveg að finna mig þarna held ég barasta, yfirmaður minn bauð mér meira að segja áframhaldandi vinnu haha en ég er nú ekki alveg að fara að vinna, en sagði honum samt að hann mætti kalla á mig ef þeim vantaði starfskraft. Ætlum að ræða þetta samt betur.
Ég er bara því miður ekki full heilsu og væri svo glöð ef ég gæti bara unnið fulla vinnu eins og fullfrísk manneskja. en það er bara því miður ekki í boði
Fór til læknis í morgun og fékk grun minn endanlega staðfestann og er komin á lyf, guð hvað ég vona að þetta virki á mig og hjálpi mér að takast á við ofvirknina.
Annars er ég að fara að vinna aftur í kvöld, er að fara að föndra með krökkunum svaka stuð hjá okkur hehe
læt þetta duga í bili, er á fljótferð
kveðja súpermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 19:45
Furðulegt
hvernig sumir eru!!!
Jájá ég átti góðann dag, byrjaði reyndar með því að elsta gelgjan vaknaði lasin, hún var nú ekki alveg til í að vera EIN heima og ÉG bara varð að mæta í vinnu og karlinn líka úúffff. Hvernig fara útivinnandi mæður að!! Ég var búin að vera lasin heima tvo daga og bara gat ekki hugsað mér að forfalla mig enn einn daginn! Eftir smá samningsviðræður ákvað ég að vera aðeins lengur heima og mæta seinna í vinnuna, var því mætt fyrir klukkan 10 í stað 8. Svo samdi ég við frænku um að taka hana með sér heim úr vinnunni klukkan 12 svo skvísan var nú bara ein heima í 2 tíma.
Átti góðann dag í vettvangsverkefninu og held barasta að ég sé alveg að finna mig í þessu starfi. Eftir vinnudaginn tók smá smsþras við minn barnsföður, ótrúlegt hvað það getur verið slítandi.. Fór í smá útréttingar og leið leiðin svo heim.
Mér var nú orðið ansi mikið mál að komast á salernið og rauk því upp stigann með fullar hendur af innkaupapokum, göllum, töskum og tilheyrandi. Yngsta skvísan sem er nú ekki alltaf sú glaðasta svona seinni part dags, lagst í stigann í sínum mótþróa og neitaði að ganga lengra. Ég kallaði á skvísuna og sagði henni að koma, en hún vældi eitthvað og ég meira að segja reyndi að kaupa hana með ís þar sem ég var nú hvort eð er búin að lofa honum. En mín lét sig ekki eins og henni einni er lagið og þegar ég kallaði til hennar í annað skipti kom ónefndur maður út úr einni íbúðinni og spurði mig hvað gengi nú eiginlega á hérna??? þvílíkur mengunarháfaði sem þetta væri og ég ætti að koma barninu inní mína íbúð. Ég reyndi að halda ró minni og sagði honum að ég væri nú bara að kalla á barnið að koma upp og hún væri nú ekki að hlíða mér. taktu barnið inní þína íbúð og taktu á vandamálinu þar ekki hér á ALMENNINGSGANGI!!! ég spurði hann hvort þetta væri svona mikið vandamál og hvort það væri nú ekki mengungarháfaði frá íbúðinni hans þar sem endalausar framkvæmdir eru þar og búið að vera síðustu vikur fram á kvöld. ÞAÐ ER EÐLILEGT EN ÞETTA ER EKKI EÐLILEGT!!!
Díses hvað ég reiddist, ég tók barnið mitt yndislega og fór uppí MÍNA íbúð!!! ég hugsaði reyndar eftir á að þessi einstaklingur hlýtur að vita lítið um börn, ég sagði honum meira að segja að barnið mitt væri ekki eins og öll börn og því væri þetta eitt af hennar "köstum" sem var NB ótrúlega lítið og þægilegt í þetta skipti!!!
jæja þá er ég búin að pústa, skil ekki svona fólk, það er ekki eins og börnin mín séu á ganginum hérna alla daga. Þau nota ganginn EKKI neinn nema að fara út og inn heima hjá ´sér!
kveðja súpermamma pirraða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 20:26
áhættuhegðun
já það er það efni sem ég er að lesa og já við skulum segja REMBAST við að lesa í gegnum úúfffff puúffff ég þýði sömu orðin aftur og aftur og aftur og aftur og aftur haha en aldrei síast þetta inn í minn litla heila hehe kannski smá ýkt en svona líður mér.
Sem betur fer á ég svo YNDISLEGAN karl, hann er búinn að sitja hérna sveittur með mér og lesa skólaefnið, hann er svo yndislegur þessi elska Held að hann eigi alveg skilið að útskrifast með diploma þegar ég útskrifast með B.a. haha enda hefur hann þá farið í gegnum 2 ár með mér... kannski spurning um að leggja þetta fyrir nefnd haha???
Annars var ég að blogga á Rebekku síðu þið sem fylgjist með þar.
Ég er búin að vera með magapest og því ekki geta mætt í vinnu en mun mæta í fyrramálið VONANDI!!! hlakka til
kveðja supermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 23:23
Frumburður minn 11 ára
Frumburður minn 11 ára í dag þann 11.11
ÓTRÚLEGT að litla stelpan mín er orðin 11 ára hehe ég man svo vel eftir því þegar ég komst að því að ég væri orðin ólétt haha svo skipulagt og var búið að bíða eftir henni ansi lengi en samt var ég nú BARA 18 ára að verða 19... jájá ég var svo fullorðin, flutt að heiman farin að búa með manni sem var 8 árum eldri en ég, við áttum okkar eigin íbúð og vorum svo tilbúin til að eignast saman barn :-)
Harpa Katrín kom í heiminn með látum, fyrstu verkirnir voru um 16 leytið, ég fór uppá spítala rétt fyrir klukkan 18 og skvísan var komin í heiminn klukkan 20.09 Mamma hringdi fljótlega eftir það uppá spítala til að fá fréttir af mér og var henni bara tilkynnt að barnið væri komið í heiminn haha hún sem var pottþétt á því að ég myndi færa henni barnið í afmælisgjöf, hún á nefnilega afmæli á morgun 12 :-)
Skvísan var veik frá fæðingu, hún grét á spítlanum úr magakvölum. Grét á nóttunni, grét á daginn og grét á kvöldin og ég "unga" mamman gekk með hana á milli lækna og fékk alltaf ungamömmumóment "þetta lagast, þú bara kannt ekkert á barnið" váá hvað ég verð pirruð þegar ég hugsa um þennan tíma, barnið mitt þurfti að kveljast og kveljast í 3 mánuði og við tók eyrnabólgur sem hófust þegar hún var rétt 9 vikna og eru ENNNN að skjóta sér upp. Þetta var tæp 4 erfið ár fyrir okkur báðar mæðgurnar, inn og út frá læknum, inn og út af spítölum og þess á milli veikar heima. Við áttum sem betur fer 3 yndislega lækna sem við gáum farið til hvenær sem er, þurftum iðulega ekki að pannta tíma heldur var nóg að mæta á staðinn. Ég fékk meira að segja gsm síma og heima síma hjá tveim þeirra. Þessir læknar reyndust mér vel og reynast vel ennþá í dag.
Seinni ár hafa nú verið betri sem betur fer, verið frekar heilsuhraust og frísk, vaxið og dafnað eins og heilbrigt barn. Guð hvað það er yndislegt að eiga svona yndislegar dætur, ég er svo rík ég á 3 yndislega gullmola og fékk svo einn gullmola með karlinum mínum. Ég er svo rík :-)
Dagurinn er búinn að vera góður, fórum í afmælisveislu til Emelíu Guðrúnu "ómammagefmérrósíháriðámér" hehe þetta var svo krúttlegt þegar ég spurði Rebekku í morgun hvort við ættum að fara í afmæli, þá var hún snögg að svara "já emígurúnómammagemerosiáridámér" afmælisbarnið söng sem sagt lagið Ó mamma gef mér rós í hárið á mér á Söngvaborg og núna á hún þetta skemmtilega nafn sem mér finnst náttla frábært að skvísan mín hafi tengt þetta saman :ö) hún er svo klár.
Eftir afmælið fóru stóru stelpurnar á tónleika með Magna og Jóhönnu Guðrúnu og þaðan fórum við að ná í Dagný á flugvellinn og í Smáralindina til að fara út að borða í tilefni dagsins
Eigið góða viku elskurnar
Kveðja súpermamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2007 | 20:24
Komin heim frá USA og byrjuð að VINNA!!!
Jæja kaupæðisferðin mikla búin og ég kom með ansi stórar og ÞUNGAR töskur heim. Að sjálfssögðu vildu tollararnir vita fyrir hvað mikið ég verslaði og eftir smá spjall sendi hann mig með miða í rauða hliðið og sagði mér að borga tollinn
Þið trúið ekki hvað ég var fegin þegar ég gekk svo loks í gegnum hliðið og þeir vildi ekkert skoða HVAÐ ég verslaði, því ég held að þeir hefðu hlegið ansi mikið haha því uppistaðan á því sem ég verslaði var HELLO KITTY, DÓRU dót og alls konar STYRKJA fyrir atferlisþjálfunina hennar Rebekku í leikskólanum. Jájá og ekki má gleyma FÖNDRINU, sem var ansi mikið og var ég fljót að koma því hér í kassa og hillur svo ENGINN sæi hvað ég verslaði mikið haha Karlinn heldur því fram að ég sé skrappfíkill haha ég held að hann hafi nú alveg rétt fyrir sér.
Annars er ég byrjuð í vettvangsnáminu og er ég að vinna á Stuðlum, gengur bara ótrúlega vel og held að þetta henti mér bara súper vel...... Maður er nú ekki alltaf skemmtilegur en ég held nú samt að krökkunum líði ekkert illa með að hafa mig þarna til að skipta mér af þeim, þau eru öll yndisleg.
Þetta eru því strembnar vikur framundan vinna, ritgerðarskrif, lestur, hugsa um börnin, læknisheimsókn, teymisfundur, ferð í Skálholt og þannig get ég endalaust talið upp áfram
Ætla að halda áfram að undirbúa morgundaginn
knús og kram súpermamman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 11:40
USA á MORGUN!!!
jájá bara morgundagurinn hehe.... ég er orðin ótrúlega spennt og ætla nú reyndar að reyna að vera skynsöm í kaupunum, en hahaha kann ég það??
Annars er skólinn minn alveg að gera út af fyrir mér núna, þessar ensku bækur sem við eigum að lesa eru ekki alveg vinir mínir, SAMT var ég í 4 vikur úti í námi í sumar Liggur við að ég þurfi bara að flytja í hálft ár til að reyna að ná þessari blessuðu ENSKU!!!! en ég get það nú ekki :-)
Ætla að halda áfram að læra
kveðja súpermamman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar