Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
9.3.2008 | 13:34
Stolltasta mamman
jájá og það er sko alveg rétt. Ég er alltaf svo stollt af dætrum mínum, eða svona næstum því hehe maður er nú kannski ekki stollt af þeim þegar þær taka sín frægu frekjuköst á mömmu sína fyrir framan fullt af fólki :-) en það er nú allt að koma til og skvísurnar alveg að læra að kunna sig og vera góðar við mömmu sína :-)
Um daginn fékk ég bréf frá miðskvísunni minni, þau áttu að skrifa falleg bréf til foreldra sinna í skólanum og fengu umslag til að loka því og senda okkur :-) Innihaldið er mér svo kært, "þú ert besta mamma í heimi, þú ert alltaf svo góð við mig, ég mun alltaf elska þig" er brot af því sem skvísan mín skrifaði til múttunar sinnar :-) Restin af bréfinu snerti ennþá meira við mér en það læt ég nú ekki frá mér á netið. Ég mun alltaf varðveita þetta og vá hvað svona lítið saklaust bréf getur snert við manni og gefið manni meira bros en daginn áður :-)
Annars eru þær að standa sig alveg svakalega vel á skíðunum, kepptu báðar um helgina og enduðu í 5. sæti og fengu báðar að fara uppá pall. Harpa Katrín fékk því sinn fyrsta skíðaverðlaunapening en Sólveig sinn fjórða :-) Æðislegt alveg, enda eru þær lang duglegastar. Núna verður múttan bara að fara að reyna að skrapa saman money til að kaupa ný skíði, því skíðin þeirra eru bara búin á því :-(
Innanfélagsmót næstu helgi og þær stefna á annað sætið þar :-)
Annars allt gott að frétta af yngri skvísunum, þær eru bara kátar og hressar.
Er 5 barna mamma núna um helgina, Ardís Heba litla skvís í pössun hjá okkur. Rebekka alveg að missa sig yfir Ardísi sinni og eiginlega búin að breytast í eitt stykki 1. árs Ardís Heba. Vill gera allt eins og bað meira að segja um beiju eins og hún haha
Læt þetta duga í bili
Kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2008 | 22:52
Blogg leti
Sæl verið þið
Jæja það er sama bloggletin hér, eða kannski svona mikið ANDLEYSI!!!!
Hér er sko ansi mikið búið að gerast síðan síðast enda aldrei lognmolli í kringum okkur.
Stelurnar stóru kepptu í tveim skíðamótum síðustu helgi og stóðu sig FRÁBÆRLEGA. Í fyrramótinu endaði Harpa í 8.sæti og Sólveig í 6.sæti. Á seinna mótinu lennti Harpa Katrín í 7. sæti og var bara hársbreidd frá verðlaunasæti. Sólveig Birna endaði svo í 6. sæti þrátt fyrir að hafa misst af einu hliði og þurft að hlaupa upp fjallið á skíðunum :-) Hún fékk því að fara uppá pall og hlaut að launum verðlaunapening og hitabrúsa :-)
Þetta er FRÁBÆR árangur hjá skvísunum og er ég náttúrulega súper stollt af þeim....
Ég er LOKSINS komin af stað í lestri og vinnu að B.a. verkefninu og vonandi mun það allt ganga upp.
jæja svolítið andleysi hér en vildi bara láta ykkur vita að við erum á LÍFI
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar