Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
24.7.2008 | 02:52
Framkvæmdirnar
Jæja skvísan kemur heim á morgun eftir mánaða fjarveru og við erum LOKSINS búin með herbergið hennar, við gjörsamlega umturnuðum herberginu, það var sko bleikt og hvítt.
Fattaði ekki að taka mynd af því áður en ég réðst á það, en hún var með kommóðu undir fötin sín ásamt FULLT af ALLSKONAR DRASLI......
Hér sjáið þið útkomuna HIGH SCHOOL MUSICAL herbergi, fyrir skvísuna mína sem dýrkar HSM
Merkið skorið út með CRICUT
Svo fór ég í gegnum skrappið hennar og úfff hennti ótrúlega miklu, á eftir að fara í gegnum einn stórann kassa og poka, en hitt er komið hér á sinn stað
Það verður spennandi að sjá hvernig henni lýst á skvísunni hehe
Hafið það gott
Elísabet
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.7.2008 | 00:57
ótrúlega fyndið
haha þeir sem vita hvað við erum að hugsa fram og til baka skilja hvað er fyndið við þessa spá haha
Kannski ertu ekki alveg tilbúinn fyrir hættuspil. En líklega er of seint að hætta við, svo haltu bara áfram. Heimurinn bíður, hann er þinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 21:18
Filipseyjarprinsessan komin til Hollands
Jæja núna er Íslenski CISV hópurinn kominn til Hollands, Amsterdam og dvelur þar hjá fjölskyldu og hafa það eflaust svakalega gaman :-)
Þau flugu frá Bacalok til Manilla í gærkveldi og frá Manilla til Amsterdam í nótt/dag. Fékk sms frá Halldóru uppúr klukkan 16.00 í dag og þá voru þau komin til Amsterdam og höfðu það gott.
Þau koma svo til Íslands á morgun klukkan 15.10 og hlakkar okkur öllum alveg svakalega mikið til.
Annars er allt ágætt að frétta héðan, ég fór niður um 800gr þessa vikuna svo ég er sátt :-)
kv Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 01:09
Sjáfsagi
Stjörnuspá dagsins :-)
Sjálfsagi felst ekki í því að neyða þig til að gera það sem þú vilt ekki gera, heldur að verðlauna sig svo vel að þig langar ekki annað en að haga þér óaðfinnanlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 23:53
Stjörnuspá dagsins
hahahaha kíkti á stjörnuspá dagsins í dag, geri það mjög sjaldan sko og eiginlega aldrei en nema hvað ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri - þetta á sko vel við :-)
Þú komst þér sjálfur í þessar aðstæður og ræður hvort þú kallar það heppni eða óheppni. Einfaldaðu hlutina með því að ákveða þig og halda þig við þá ákvörðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 17:59
Fatlaðir og samfélagið okkar
ég vil biðja ykkur að kíkja á færsluna hennar Jónu og einnig Höllu Rutar þar sem þær fjalla um mál nöfnu minnar, ég verð svo reið þegar ég heyri svona pirrpirrr.... vona að einhver góður einstaklingur bjóði sig fram til að hjálpa þessari skvísu
kv Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 22:00
Bréf frá Filipseyjarskvísunni
var ad kaupa myndavel fyrir 6000 pesoa. (r'ett taeplega 12000 kall) takk mamma thu ert best i heimi.
Elska thig svo mikid, fekk bara tar i augun thegar eg las : rebekka og dagny telja nidur dagana og segjast elska mig.
Stundum thegar kemur thrumur og eldingar og rigning tha langar mer mest heim.
thad var alveg gaman hja fjolskyldunni, ein dottirin sem var 4 ara var algjort krutt og var lika mikid fyrir doru. eg sagdi henni allt um rebekku og dagnyju. eg for med michelle fra germany og tora fr noregi. hun er medal annars skemmtilegasta stelpan.
um daginn var ofugur dagur her i alvoru. dagskrain:
8:00 wake up
8:15 flag time
8>30 breakfast
9:15 cleaning groups
10:00 Activity 1
11:00 Water break
11:15 Activity 2
12:15 free time
12"30 Lunch
13:30 Siesta
14:00 JCshop
14:30 Activity 3
16:15 Snacks
16:30 Shower time
17:30 Deligation time
18:30 Dinner
19:30 Activity 4
21:00 Snacks
21:15 Flagtime
21:30 Lullabies
22:30 Lights out
Ofugurdagur var alveg eins nema byrjar nedst.
Elska thig mjog mikid og sakna thin geggjad mikid.
Shopping day var i gaer 18. Juli, er buin ad kaupa fyrir alla nema 1. missti mig i doru, thad var svo odyrt thar.
madur svitnar geggjad herna og eg er geggjad mikid bitin. er nanast buin med eftir bitid.. hehe djok.
kv. solveig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 00:49
jájá þetta gengur!!!
þó hægt sé!! Erum loksins að VERÐA búin með Sólveigar herbergi, ótrúlegt hvað þetta getur allt tekið langan tíma híhí nú jæja þegar við settum rúmið hennar á sinn stað þá bara ÚPPPSSS gleymdum að átta okkur á því að hurðin á fataskápnum verður náttúrulega að geta opnast að fullu til þess að skúffurnar komast út hahaha og við sem vorum búin að skipuleggja herbergið bak og fyrir :-) nú það var lítið annað að gera en að snúa herberginu við og setja rúmið við hinn vegginn, en við vorum náttúrulega búin að bora fyrir vegglampanum sem átti að vera fyrir ofan rúmið híhí svo það var bara að spasla uppí það og mála yfir :-)
Annars fór ég í gegnum stytturnar hennar og dótið hennar og flokkaði hvað átti að fara á sinn stað og hvað ekki :-) veit nú ekki hvort skvísan sé sammála mér um það, en sjáum til. Þreyf svo rúmið hennar og húsgögnin bak og fyrir, Elvar setti upp reykskynjarann LOKSINS!!! ég keypti hann sko þegar ég flutti hingað inn fyrir 2 ÁRUM!!! en nei nei aldrei komið mér í að setja hann upp. Ég sem keypti líka á sama tíma borvél og allt haha
En jæja fataskápurinn er kominn á sinn stað og fötin í hann, skrappdótið hennar flokkað og pakkað í hillurnar (henti reyndar hálfum ruslapoka úr því) svo ég á bara rétt eftir að fínpússa aðeins, finna fallegt efni til að sauma gardínur og rúmteppi - ætla að ath hvort Haddý besta frænka fáist til að redda því :-) Þá er herbergið bara orðið klárt.
Næsta stóra verk er herbergið hennar Hörpu Katrínar, tekur örugglega álíka langan tíma, jafnvel lengur - sjáum til hvort við náum að klára það. Ég er að vinna á morgun, við erum að passa litla afabarnið annaðkvöld og fram á sunnudag, Húsdýragarðurinn er á dagsskipulaginu á sunnudag svo það má nú ekki klikka svo er ég að vinna á mán og þri kvöld svo jájá spurning um að nota tímann ansi vel ef þetta á að nást fyrir fimmtudag :-)
Af Filipseyjarskvísunni minni er allt gott að frétta, hún kemur heim á fimmtudaginn og eru allir heimilismeðlimir farnir að telja niður daganna. Læt hér fylgja tvær myndir af skvísunni, önnur sem tekin er á þjóðarkvöldinu, þar sjáið þið hvað þau eru nú flottir fulltrúar okkar Íslendinga og hin er með Björgu vinkonu hennar og einhverri annarri stelpu úr sumarbúðunum
kveðja frá stolltustu SÚPERMÖMMUNNI hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2008 | 00:26
framkvæmdir á fullu!
Jæja hér eru framkvæmdir á fullu og sko nóg að gera. En ég verð nú að segja eins og er DJÖ...... er þetta DÝRT!!! er búin að kaupa málningu og tilheyrandi á tvö herbergi og það er bara 25.000 takk fyrir!!! Svo fór ég nú smá hamförum í Íkea í dag, verslaði fataskáp handa skvísunum og svolítið af skvísudúlleríi sem ég ætla að dúlla herbergin upp með :-)
Hlakka til að sjá svipin á skvísunum þegar þær sjá herbergin híhí eins gott fyrir þær að vera ánægðar :-)
Annars takk kærlega öll sömul fyrir kommentin, þau hittu í mark!!! Er búin að hugsa þetta MJÖG VEL í dag, ég ætla mér að halda áfram því sem ég er að gera núna næstu 3 vikurnar. S.s. næsta vika fer í framkvæmdir hérna heima, erum að nýta allan okkar tíma til að reyna að gera svaka fínt hjá okkur. Svo förum við norður og verðum fyrir norðan í 2 vikur á flakki á milli Húsavíkur og Sauðárkróks og jafnvel í tjaldi eitthvað þar á milli. Ég treysti mér ekki að fara eftir prógramminu þessar 3 vikur :-( kannski sjálfsvorkun ég veit ekki, en ég held að ég þekki sjálfa mig það vel að þetta myndi aldrei ganga þessar 3 vikur.
ENNNNNN ég kem suður vonandi GALVÖSK eftir verslunarmannahelgina og þá ætla ég að taka á honum stóra mínum, mæta á fundi og vera dugleg :-) Fara í gegnum sporin og borða eftir matseðlinum góða :-)
Jæja gólfið hennar Sólveigar bíður, er að skrúbba það. Við erum búin að mála herbergið hennar, kemur ótrúlega flott út þó svo að liturinn sé frekar skær og bjartur, en skvísan mín er nú svo björt svo ég held að hún muni líka þetta vel. Einn veggurinn er sko SKÆRRAUÐUR :-) Kannski að ég taki bara mynd af herlegheitunum þegar við erum búin :-) Svo lakkaði ég glugganna og gluggakistuna, hurðina og hurðakarminn svo þetta er allt bara að verða svaka fín. Næsta verk er að LAGA TIL, henda drasli, setja saman fataskápinn, raða í hann, setja upp hillur, ljós, vegglampa og ekki sýðst punta skvísuherbergið :-)
Læt þetta duga í bili
kv Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2008 | 22:54
Hvað skal gera?
Jæja ég mætti náttúrulega ekki á fundinn minn í kvöld, búin að vera mjög tvístígandi og eiginlega veit ekki af hverju....... Held að ég sé eins og alkarnir sem eru alltaf að bíða eftir rétta tímanum að taka á sínum málum Ég er eiginlega ekki að treysta mér af stað, það er svo margt sem ég má ekki borða aldrei!!! sem ég er bara ekki að sjá gerast!! Jájá hef kannski ekki trú á sjálfri mér og veit innst inni að ég mun endalaust vera að "falla" hvað þýðir það? ekki tilbúin?
Ég notaði s.s. slappleika og bakverki sem afsökun fyrir því að fara ekki á fundinn. Við erum búin að vera að brasa hérna og erum búin að taka allt út úr herbergi Sólveigar og erum að mála.. Bakið mitt sagði svo STOPP NÚ í dag og ég því búin að vera hálf vonlaus hérna.
Vigtin er enn á niðurleið svo ég er í "afneitunarástandinu" og er að reyna að telja sjálfri mér trú um að halda áfram ein og fylgjast vel með vigtinni og heilsunni. Ef hún fer að fara meira ein 1kg upp þá veit ég hvað ég þarf að gera - mæta á fund. S.s. er þetta bara bull í mér? eða á ég að reyna að halda áfram minni braut en vera meðvituð um að ef þetta gengur ekki hjá mér, ég fer að svelta mig eða fer í ofát og þyngist þá fer ég á fundinn og HANA NÚ!!!
Er að spá í að vera frekar opin hérna og já kannski að gefa upp þyngdartapið hérna svo þið getið fylgst með, ef ég uppfæri það svo ekki þá vitið þið hvert ég er farin á fund :-)
Ég hef mjög mikla trú á þessu, ég veit að ég þarf að viðurkenna vanmátt minn og ég veit að 12 sporin er það sem ég þarf að ganga í gegnum, ennnn og já það er alltaf þetta ennnnnn ég er ekki tilbúin að neita mér um þessar matartegundir forever!!! En hvað þarf Alcoholisti að gera? Hann þarf að neita sér um vissar drykkjartegundir forever til að ná bata!! Þetta er rökrétt og það sem meira er ÉG VEIT ÞAÐ!!!!
kv Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 73900
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar