22.12.2007 | 00:41
jólabros
Jæja núna brosi ég hringinn. Góðar fréttir á hverjum degi svo það er ekkert hægt annað en að brosa yfir því
Rebekka er búin að fá úthlutað 7 tíma í stuðning á dag, sem ég er að sjálfsögðu súper ánægð með. Loksins verður hægt að fara að vinna með hana tvisvar sinnum á dag og Þórdís okkar fær tíma í undirbúning o.s.frv.
Annars bara góðar fréttir hér, Rebekka snappaði aðeins á leiðinni í leikskólann í morgun. Hún var nefnilega ekki alveg sátt við að fá ekki að leiða mína hægri hönd, en Dagný var á undan að ná hægri hendinni og því átti Rebekka bara að leiða mína vinstri. Hún höndlaði það ekki og tók kast yfir því. Ég ákvað að ganga áfram og halda áfram að leiða Dagný hægri megin. Rebekka fékk því ekki að ráða, en það tók mig svo ansi langan tíma að koma henni inní leikskólann og mætti mín því þangað öfugsnúin. Ég áttaði mig svo reyndar á því eftirá að hún leiðir mig alltaf hægri megin, velur alltaf þá hendi og svo ræddi ég við þjálfara hennar og þá gerir hún það sama þar. Svo þetta er nú eitthvað sem við þurfum að brjóta upp og breita, verður verkefni jólanna :-)
Læknirinn okkar á GRR vill að Rebekka fari sem fyrst til Ólafs okkar Thor og láta hann meta störurnar hennar. Við eigum einnig að skrá niður þessar störur og þá aðdragandan hvað hún varir lengi og hvernig hún er eftirá. Það væri líka frábært ef við myndum ná þessu á video. Þetta er bara samt svo erfitt því þetta er svo fljótt að líða, manni finnst þetta reyndar vera í óratíma, en þetta er ekki nema kannski hálf mínúta kannski mesta lagi uppí mínútu. Svo við verðum að hlaða video vélina og vera með hana miðsvæðis og reyna að taka upp þessar störur. En líklega verður hún send í CTið aftur og þá verður vonandi hægt að segja að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af.
Það er bara svo óhugnanlegt að horfa á barnið sitt svona, dettur út og er eins og hún sé í VÍMU, sést nánast bara hvítan og augun rosalega skrítin, svipurinn á henni líka.
Annars talaði hún ekki um annað í dag en litla barnið í maganum á Rósu, svo ætli þetta verði ekki umræðuefnið næstu mánuðina :-) Emma kom líka í heimsókn til okkar með sína bumbu svo það var kannski til þess að ýta undir umræðuna um litla barnið í bumbunni hehe
Annars bara súpergott að frétta hér, hlökkum til jólanna. En ástin mín verður víst lítið heima, syngjandi hér og syngjandi þar haha
kv Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt hvað þú ert jákvæð og glöð elskan... sendi þér knús og fullt fullt af kærleik.
Kristín Snorradóttir, 22.12.2007 kl. 09:40
Takk Kristín mín, verður maður ekki að reyna að vera jákvæð inná á milli hehehe nei nei ég er nú svona yfirleitt jákvæð :-)
knús
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 23.12.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.