Leita í fréttum mbl.is

Jólakveðja - fréttaannáll

 

Harpa Katrín 028

Kæru vinir

Nú er árið 2007 senn á enda og erum við búin að eiga viðburðaríkt ár.   Fyrri partur ársins einkenndist á ferðum á milli Húsavíkur og Reykjavík hvort sem það var með flugi, bíl eða huganum  einum J

Húsmóðirin náði loksins árunum 30 í sumar og viku síðar var hún flúin land og skellti sér í nám til Englands nánar tiltekið í Torquay og tók þar 4 vikna enskunám í virtum skóla þar.  Þetta var að mestu góður tími, dvaldi hjá alveg yndislegum hjónum og kynntist fullt af fólki. Elvar og Sólveig komu svo í heimsókn til hennar og hittumst við í London og áttum alveg yndislegan tíma.  Sólveig Birna alveg blómstraði við alla þessa athygli og mun eflaust aldrei gleyma þessari ferð.

 Harpa Katrín ásamt 3 öðrum íslenskum krökkum fóru sem fulltrúar Íslands í alþjóðalegar sumarbúðir 11 ára barna (CISV) til Mississippi í USA ásamt frábærum farastjóra honum Arnór Fannari.  Mikil vinna hófst strax í mars við undirbúning að ferðinni, við útbúðum ótrúlega flottan bækling um Ísland og krakkanna sjálfa og það kemur náttúrulega fæstum á óvart að móðirin á heimilinu sá um föndurleiðbeiningar.  Ferðin hófst svo 22. Júní og stóðu krakkarnir og þar með Harpa Katrín sig alveg frábærlega bæði í ferðalaginu til og frá Íslandi og allan tímann úti. Við erum því ótrúlega stolt af því að eiga svona frábæra fulltrúa frá Íslandi til að kynna land og þjóð. Það voru svo stoltir foreldrar sem biðu spenntir eftir krökkunum okkar í Keflavík 21. Júlí og krakkarnir sem komu til baka voru mun þroskaðri og reynslumeiri eftir þessa dvöl úti.  Það verður nú að koma fram hér að það fyrsta sem Harpa Katrín sagði við Sólveigu Birnu systur sína við komuna í Keflavík var „þú verður að fara út næst, þetta er sko enga stund að líða og geggjað gaman, ég fékk enga heimþrá" Núna á Harpa Katrín yfir 40 vini frá 10 löndum víða úr heiminum sem hún heldur reglulega samband við.   Að sjálfsögðu mun Sólveig Birna fá tækifæri til að fara í CISV sumarbúðir 2008. 

Í haust hafa þær systur æft skíði og stundað söngnám við söngskóla Maríu Bjarkar, en enginn önnur en Regína Ósk kennir þeim þar með miklum árangri.

Sólveig Birna (10 ára) fór í eina viku í sumarbúðir í Ölver í sumar og átti þar mjög skemmtilega tíma, kynntist þar krökkum og fékk að prófa ýmislegt merkilegt eins og að sofa í hengirúmi.  Þar fékk hún líka verðlaun fyrir snyrtilegasta herbergið, en hefur nú ekki alveg flutt þá lægni heim til sín Winken hún er nú alveg hörkudugleg þegar hún tekur sig til.  Þaðan fór hún beint á Húsavík til Elvars og Dagnýjar að eigin ósk.  Þau áttu alveg frábæran tíma og var ýmislegt brallað eins og sund, veiða, hjólatúrar og fékk skvísan að keyra bíl alveg sjálf að hennar sögn J Sólveig er mjög barngóð og hefur mjög gaman að því að passa börn.

Elvar leggur mikla vinnu í að vinna að forvarnarstarfi og einn liður af því var að halda úti tónlistarsmiðju á Húsavík fyrir krakka á aldrinum 12-17 ára með mjög góðum árangri. Elvar endaði tónlistasmiðjuna svo með að gefa út geisladiskinn „Lífið er leikur" en þar er að finna 10 lög eftir Elvar sjálfan í flutningi ungmenna í tónlistarsmiðjunni og gesta þeirra.  Þess má geta að Guðni bróðir hans sá alfarið um upptökur og aðstoðaði einnig með margt annað og er honum þakkað kærlega fyrir alla þá hjálp. Áfram heldur Elvar úti heimasíðunni líf án áfengis en þar er að finna ýmsan fróðleik sem allir geta nýtt sér.

Dagný skvís kvaddi Bestabæ á Húsavík í ágúst þegar fjölskyldurnar tvær ákváðu að tími væri kominn til að sameinast í Reykjavík.  Skvísan flutti viku á undan pabba sínum þar sem hann hafði nóg að gera við söng, söngæfingar og tónleika.  Dagný var yngsti nemandinn á tómstundabraut við KHI þegar hún sat þar tíma í heila viku, en bið var á því að hún kæmist í leikskólann vegna manneklu.  15. september byrjaði hún á leikskólanum Jöklaborg og á deildinni Heimaseli, þar er hún alveg að brillera, á marga vini og þar af einn kærasta.Wink Dagný varð 5 ára í september og finnst henni rosalega gaman að leika sér með petshop, í dúkkuleik og fara í tölvuna. Það má ekki gleyma „Dóru" æðinu sem er hér á bæ, en þær yngri systur elska Dóru og vilja helst eiga allt sem tengist henni. Hún hefur einnig ásamt stóru systrunum verið í söngskólanum og stendur sig vel þar,  feimnin er öll að fara og þar bakvið leynist eflaust söngstjarna framtíðarinnar.

Rebekka verður 3 ára í janúar, hún stendur sig ótrúlega vel.    Hún á Þórdísi sína í Leikskólanum sem er atferlisþjálfari hennar, Þórdís er alveg einstök kona sem vinnur með Rebekku af einstökum áhuga og fagmennsku.  Teymisfundir eru haldnir sirka einu sinni í mánuði en þá hittast allir þeir sérfræðingar og ráðgjafara sem koma að henni  í leikskólanum  ásamt móður. Þarna er farið yfir stöðuna og rætt hin ýmis mál sem tengjast Rebekku.  Við gerum plan fyrir komandi mánuð sem þarf að fara eftir bæði í leikskóla og heima.  Rebekka byrjaði í talþjálfun í haust og gengur það mjög vel og fengum við alveg að heyra það hvað Rebekka á góða mömmu, sem hefur lagt mikla vinnu í að gera lífið hennar sem auðveldast.  Þjálfunarnámskeið fyrir Rebekku var haldið í október og var báðum foreldrum Rebekku boðið ásamt starfsfólki Heimahlíð.  Mamman og  Elvar sóttu þetta námskeið sem haldið var á Greiningarstöðinni, en Elvar hefur reynst Rebekku mjög vel og verið tilbúin að setja sig inní allar hennar þarfir.  Við erum þakklát fyrir að Reykjavíkurborg samþykkti námskeiðið, enda var það sér miðað af þörfum Rebekku og okkar sem komum að henni.  En allt þetta hefur hjálpað Rebekku til aðlagast lífinu á sem auðveldastan hátt. Rebekka er mjög nákvæm og þarf allt að vera í föstum skorðum í kringum hana.  Hún veit alveg hvernig hún vill hafa hlutina, stundum skipta millimetrar henni máli Smile Rebekka er púsl sérfræðingur og er hún farin að púsla allt að 70 kubba án aðstoðar og hefur púslað 100 púsl með smá aðstoð.  Hún er því langt á undan í þroska á þessu sviði miðað við jafnaldra hennar.  Uppáhald hennar þessa daganna er að sitja á gólfinu og brjóta saman flíkur, það gerir hún með einstakri nákvæmni og lægni, horn í horn og allt slétt og fínt Smile Hún elskar líka „Dóru" teiknimyndastelpuna sem kennir krökkum ensku, en það er mikið kappsmál hjá henni að vera í einhverju „Dóru" hvort sem það eru nærföt, sokkar eða annað.

Nú foreldrarnir hér á bæ hafa nóg að gera, húsbóndinn byrjaði að vinna á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti í ágúst og líkar það mjög vel, hann er einnig að syngja með kirkjukór Seljakirkju og spilar og syngur með lofgjörðabandi.

Húsfreyjan var að klára næst síðustu önn sína í námi sínu í KHÍ og vann vettvangsnám á meðferðarheimilinu Stuðlum sem rekið er af barnaverndarstofu fyrir börn á aldrinum 12-18 ára, í framhaldi af því var hún ráðin í vinnu og vinnur þar sem ráðgjafi í afleysingastöðu.  Næsta önn mun einkennast að B.A ritgerðar skrifum og er stefnt að útskrift 21. Júní 2008 og getur hún þá loksins titlað sig sem tómstunda- og félagsmálafræðing. Stefnan er svo tekin á áframhaldandi nám og þá líklega Master í Náms- og starfsráðgjöf, svo ekki er nú skólagangan búin hér á bæ. 

Brátt hækkar á lofti himnesk jól,
þá hlýnar í byggðum við Norðurpól,
Megi hátíðin kæra ást og frið ykkur færa ,
fögnuð í hjarta og gleðileg jól

 
Elvar, Elísabet, Harpa Katrín, Sólveig Birna, Dagný og Rebekka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Frábært ár hjá ykkur, enda eru þið frábær hjónakorn.

Megi næsta ár gefa ykkur en meiri hamingju og gleði.

Knús

Kristín Snorradóttir, 26.12.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Halla Rut

Gaman að heyra hvað gengur vel með Rebekku.

Gleðilegt ár bloggfélagi

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband