14.3.2008 | 21:46
Einelti - hvatvísi - aspergerheilkenni - höfuðáverkar
Þetta er ALLT mér skylt eða svona að mestu.
Ég er virkilega slegin yfir þessari frétt og gjörsamlega orðlaus yfir dómstólum okkar. Ofan á þetta allt saman er ég líka algjörlega orðlaus ef það er rétt að kennarar í starfi, séu ekki slysatryggðir. Það sé barnið sjálft sem beri skaðabótaskyldur vegna afleiðingar svona SLYS....
Ég varð fyrir mjög alvarlegu og langvarandi einelti í minni barnæsku og er það eitt af því erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, flestir skóladagar mínir voru HELVÍTI Á JÖRÐU!!!
Stundum faldi ég mig inná WC og stóð uppá klósettinu svo enginn sæi að ég væri þar inni þegar kíkt var inn á klósettálmuna. Oft hljóp ég þangað inn og skellti á eftir mér hurðinni til að forðast ofbeldi. Sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á öðrum á þessum flótta, en oft sá á mér. Ekkert var gert. Það að vera í flótta undan einelti er þekkt og oft sú eina lausn sem fórnalamb eineltis sér.
Ég á barn sem er með greininguna einhverfurófsröskun, ótilgreind. Barn með aspargerheilkenni höndlar oft ekki félagslegt áreiti og er því eins og ég sé þetta mjög skiljanlegt að hún hafi stokkið inní rými sem hún gat lokað sig inni í þessum aðstæðum. Hún hefur eflaust verið að kljást við margt og þetta hennar eina "lausn" til að komast út úr aðstæðunum.
11. ára gamalt barn hefur alveg pottþétt ekki ætlað að skaða kennara sinn þannig að hann verði fyrir því að fá 25% skaða. Ég veit nefnilega líka hvað það er að vera alltaf kvalin og það er sko langt í frá eitthvað sem maður velur sér. En af hverju að SAKAST VIÐ BARNIÐ!!! er ekkert spáð í það að þarna var barn sem þarfnaðist sér úrræðist jafnvel og einnig að um slys var að ræða, hvar koma þá tryggingar skólanna. Börnin eru tryggð fyrir slysum, en eru kennarar ekki tryggðir?
Ég þekki líka vel til hvatvísis og er það sem mörg börn á einhverfurófinu og einnig börn með ADHD þurfa að kljást við. Ég get svo með sanni sagt ykkur að þetta er ekki auðvelt og það veit ég sjálf.
Ég get því sett mig í spor beggja aðila eða foreldra barnsins og kennarans. Auðvitað á kennarinn að eiga rétt á skaðabótum vegna þess slys sem hann lenti í. Það að gera foreldra barnsins skaðabótaskylt gagnvart þessu slysi finnst mér algjörlega fyrir neðan allar hellur. Ég get bara ekki orða bundist og velti fyrir mér hvort börnin mín geti lent í svona aðstæðum í skóla sínum og þá er ég sko enginn borgunarmanneskja fyrir því.
Mér finnst sorglegt hvað sumar umræðurnar hérna á netinu hafa þróast uppí uppeldisásakanir. Ekkert annað en FÁFRÆÐI og FORDÓMAR í garð foreldar FATLAÐRA barna!!!! Því hvatvísi, einelti, asparger, einhverfa hefur EKKERT MEÐ UPPELDI AÐ GERA!!!!
Ef svo er að þetta barn verði dæmt til að greiða kennara sínum skaðabætur í Hæstarétti þá tek ég undir skrif einhvers hérna á netinu í dag að hefja söfnun og mótmæla þessum dómi harkalega.
Hvert verður svo framhaldið? Ef barn með ADHD/hvatvísi/mótþróaröskun/ fær "kast" í skóla vegna utanaðkomandi áreitis innan veggja skólans, eru þá foreldrarnir alltaf ábyrgðir?
jáhá ég held að við verðum þá að sjá dóma í hverri viku eins og USA um börn sem "skaða" aðra vegna aðstæðna sem þau ráða EKKI VIÐ....
jæja get látið meira flakka hérna en ætla að stoppa núna...
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo algjörlega sammála þér, þetta er bara stórfurðulegt, barnið er ekki alheilbrigt og svo leggst þetta líka á móðurina, svo er maður bara svo hissa á þessu réttarkerfi okkar nauðgarar stórglæpamenn fá smásektir og svo er þetta svona. Hvað er eininlega að?
Grétar Rögnvarsson, 14.3.2008 kl. 22:04
Bæri landanum gott vitni ef hægt væri að halda umræðunni á svona málefnalegu plani en ekki í upphrópunum og skítkasti í fólk sem slasaðist í þessu slysi sem ég vil kalla.
Það er verið að dæma tryggingarfélagið en ekki barnið til að greiða þessar bætur og eins og Friðrik Þór hefur bennt á eru líkur á að þær séu svona háar fyrir handvöm lögfræðings félagsins.
Það er vissulega agaleysi í skólum og alltaf fækkar þeim möguleikum sem kennurum standa til boða við að halda uppi aga. Mér finnst það ekki koma þessu máli við.
Landfari, 14.3.2008 kl. 22:06
Ég vil nú að það komi SKÝRT fram hér að ég er ALLS EKKI með upphrópanir og skítkast í fólk sem slasaðist í þessu slysi eins og þú nefnir kæri Landfari.
Elsku kennarinn á sko ALLA MÍNA samúð enda er ég 100% öryrki eftir höfuð/háls áverka. Ég skil vel þennan dóm og 10 milljónir eru bara alls ekki mikið fyrir að vera alltaf sár hvalinn. Þó svo að peningar koma ekki í staðin fyrir heilsuna.
Kennarinn á rétt á bótum, en það sem mér finnst rangt er að barnið eða forsjáaðili þess beri ábyrgð á slysinu, hvort sem það sé tryggingarfélag foreldra eða foreldrarnir sjálfir sem þurfa að greiða þetta.
hneiksl mín í þessum skrifum eru eingöngu gagnvart réttarkerfi okkar Íslendinga
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:22
Það var nú einmitt það sem ég var að þakka þér fyrir Elísabet. Leiðinlegt ef það misskildist eitthvað. Allt of mikið af liði hér sem drullar (fyrirgefðu orðbragðið) yfir náungann án þess að hafa neitt til málanna að leggja nema fá útrás fyrir eigin geðvonsku að því er virðist.
Það að maður dettur einstaka sinnum á svona pistla eins og þinn, gera það að verkum að maður nennir að kíkja á þetta mbl.is. Allt of mikið af meldingum hér við fréttir sem segja manni ekki neitt. Lítið nema fyrirsögnin og virðast helst til þess gerðar að smyrja teljarann á síðu viðkomandi.
Landfari, 14.3.2008 kl. 22:36
úppsss Landfari, kannski var þetta hvatvísin mín þarna hahaha en ég náttla tók þetta í þveröfuga átt en áttaði mig betur á kommenti þínu þegar ég las aftur yfir afsakið fljótfærni mína
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:43
Mikið er ég sammála þér. Þetta er alveg skelfilegt. Er ekki allt eins víst að stúlkan hafi haldið að þetta væru kvalarar hennar að koma á eftir henni þegar kennarinn stakk höfðinu inn. Ég tek fram að kennarinn á alla mína samúð en ég er samt afar undrandi á því að hún hafi gert kröfu á foreldra stúlkunnar. Þessi dómur er skelfilegt bakslag í baráttunni við að fá viðurkenningu á fötlunum sem börnin bera ekki utan á sér. Þessi börn eiga nógu erfitt uppdráttar í skólum.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.3.2008 kl. 22:54
ójá Jóna þessi dómur er einmitt lýsandi af fordómum í garð barna sem ráða ekki við sínar aðstæður á stundum sem þessum.
En ég skil kennarann mjög vel að vilja sækja skaðabætur og er óskiljanlegt að það sé eina leið hans til að fá skaðabætur að gera kröfu á foreldra stúlkunnar. Það er það sem er svo rangt í þessu, hvar eru réttindi fatlaða barna og kennara sem þurfa að taka á fleiri og fleiri "frávikum" í skólunum okkar?
ææiii ég er reið yfir þessu, en guð kennarinn á alveg mína samúð en finnst skelfilegt til þess að hugsa að hún hafi ekki átt rétt á bótum frá sveitafélaginu og þurft að sækja barnið sjálft...
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:04
Hún hefur vísast fengið það ráð að lögsækja foreldrana frá lögfræðingi sínum. Dómurinn er skelfing ein fyrir foreldra fatlaðra barna. Ég stóð í þeirri meiningu að kennarar væru tryggðir fyrir slysum inn á sínum vinnustað ?
Meiri dellan..
sem betur fer (samkvæmt fréttum) borgar heimilistrygging foreldranna þetta
Ragnheiður , 14.3.2008 kl. 23:09
Ragga það kæmi mér reyndar ekkert á óvart ef finndist í smáa letrinu í samningnum við tryggingarfélagið að svona trygging næði ekki yfir börn með þroskafrávik eða eitthvað slikt.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.3.2008 kl. 19:41
Ef svo fer að tryggingarfélagið borgi summuna verður athyglilsvert að fylgjast með því hvað tryggingarfélögin geri til að bregðast við þessum dómi. Mun fjölskyldutrygging hækka hjá þeim fjölskyldum sem eru með fötluð börn??
Anna Lea (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:26
Nákvæmlega Anna Lea það er einmitt það sem við foreldrarnir erum hrædd um. Því miður er það bara þannig að réttindi fatlaðra á Íslandi eru fyrir neðan allar hellur. æiii mér finnst þetta sárt
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 17.3.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.