17.3.2008 | 22:12
flutt að heiman
og uppí skóla... jájá börnin komin í fóstur og ég því komin í útlegð við ritgerðarskrif, verst bara að ritstíflan er að gera mig klikkaða, eða kannski bara skipulagsleysi og agaleysi?
æiii er svolítið svartsýn á að ég nái að klára lokaverkefnið á tilsettum tíma, en það verður bara að koma í ljós. Vantar því fullt af orku, ritgerðarstraumum og hlýjum hugsunum svo ef þið eigið eitthvað að deila þá er hún vel þegin
Annars bara gott að frétta af börnunum, stóru skvísurnar léku sér á skíðum í Tindastól í allan dag. Afi gamli keyrði þeim uppí fjall í hádeginu og sótti þær svo aftur eftir vinnu, nóg að gera hjá gamla settinu :-)
Ætla að halda áfram hérna, mikil vinna á morgun. Fer austur í heimsókn í Götusmiðjuna og hlakkar mig mikið til að skoða það og spjalla við starfsfólkið en það kraumar nú samt líka smá kvíðahnútur hehe ekkert alvarlegur bara lítið sjálfsstraust og því erfitt að mæta einn á svona staði
knús og kram
Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ vinkona og takk kærlega fyrir skeytið ...
Auðvitað nærðu að klára lokaverkefnið í tíma..þú ferð nú ekki að klikka á einni smá 5 eininga ritgerð eftir allt sem þú ert búin að ná að klára í þessu námi okkar...gangi þér vel gæskan og góða ferð austur í Götusmiðju..
luv, Systa
Systa (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:08
Hér koma ritgerðarstraumar
Kristín Snorradóttir, 19.3.2008 kl. 23:59
Vonanadi ganga skrifin vel!
Gaman að sjá þig fyrir austan, verst að hafa ekki fengið tækifæri til að spjalla. Láttu mig endilega vita ef ég get aðstoðað!
Hér kemur skammtur af ofurskutlukrafti!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 10:36
Takk fyrir ofurskutlukraftinn mín kæra. Ég mun koma aftur austur og þá ætla ég að tryggja þig :-) Læt þig vita áður til að ath hvort þú sért ekki örugglega í vinnunni þá.
Ætla að halda áfram að skrifa :-)
kveðja Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.3.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.