Leita í fréttum mbl.is

Flutt aftur heim og EIN í kotinu...

Jæja núna er ég bara alein í kotinu, reyndar gulli gullfiskur hérna líka sem ég notabene er að fatta að hann á eftir að fá matinn sinn, fer í það núna svo ég gleymi því ekki aftur ................................ 

Jæja búin að gefa "gulla" að borða, ég kalla hann bara Gulla því ég veit barasta ekkert hvað hann heitir hehe, hún Sólveig tók hann í fóstur meðan vinkona hennar fór í 10 daga skíðaferð, en sú skíðaferð er orðin humm líklega 2 mánuðir :-) 

Annars ritgerðarvinna hér, skrítið að vera svona einn í kotinu, ég barasta læri þegar ég get, set í þvottavélina þegar ég nenni, geng frá þvotti þegar ég nenni, les skólabækurnar þegar ég nenni, fer að sofa þegar ég þarf, vakna þegar ég er úthvíld og reyni svo að koma mér í lærdómsástand þegar ég þarf á því að halda....   er þetta ekki bara lúxus?   eða jú ég gleymdi, ég náttúrulega borða þegar ég NENNI... ææii lítil svengd hérna þessa daganna.

Svo fór ég og keypti svaka töfrablómadropa, eitthvað sem ég hef aldrei prófað en þessir dropar eiga að koma huganum í gang, sem hefur nú reynst mér frekar erfitt þar sem hann blessaður sko huginn þarf alltaf að vera út og suður, upp og niður og þvers og kruss Angry

Nú jæja ferðin austu gekk vel og það var bara rosa gaman að spjalla við Mumma og Pál, ég og Mummi vorum bara sammála um margt og fékk mig einmitt til að sjá marga hluti frá öðru sjónarhorni, bara fróðlegt og skemmtilegt.

Ég á nú líklega eftir að gera aðra ferð austur þegar ég fer að vinna kaflann um Götusmiðjunna nákvæmlega, en nú er bara að skrifa heimildavinnuna og OMG hvað mér finnst ekki auðvelt að lesa þessar fræðibækur á ensku, norsku og þýsku Crying  hefði viljað fá eitthvað af þessari tungumálagreind sem sumir fá :-), en ég hef bara aðrar greindir Grin

Ætla að fara að koma mér í HUGARÁSTAND með hjálp blómadropanna sem bíða mín hérna í flöskum sem standa hérna í kringum mig, vers bara hvað þeir eru ekki góðir á bragðið Sick  en hvað gerir maður ekki til að ná fullkomnu jafnvægi og einbeitingu?

knús og kram og endilega sendið mér lærdómsstrauma, ef þið eruð galdrótt þá megið þið alveg senda mér tungumálagreindina þó svo að það væri ekki nema bara EINN DAG!!!

Þegar ég var í Englandi síðasta sumar þá voru allir kennararnir mínir svo hissa að við gætum ekki farið í háskólanám á Íslandi öðru vísi en að vera fær á öðru tungumáli, þeim fannst þetta svo fáránlegt að þau töluðu bara um mannréttindabrot hehe ég sagði þeim nú að Ísland væri svo lítið að það væri nú bara ekki fjármagn né geta til að þýðar allar fræðibækur á Íslandi, en guð hvað skólalíf væri þá auðvelt!!!

knús og kram  Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Blómadropar eru málið, ég hef reynslu af því

Gangi þér vel.

Kristín Snorradóttir, 20.3.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

já ég er hér í "meðferð" á 30 mín fresti eftir ráðleggingum Kristbjargar :-)  vona að þeir fari að koma mér í gang hehe....

Verst hvað þetta "koniaks/vínsbragð" pirrar mig   ekki það að ég sé veik fyrir víni, heldur hefur mér alltaf fundist það VONT

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:31

3 identicon

Blómadropar, hmm... á 30 mín fresti, tekur þetta ekki tíma frá ritgerðasmíð? Gangi þér vel!

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband