Leita í fréttum mbl.is

Skrítnir dagar

ææii já þetta eru frekar skrítnir dagar og líður mér frekar asnalega :-( 

Dagurinn í gær var erfiður, það var teymisfundur hjá Rebekku og ýmislegt sem kom þar fram sem hræðir mig Crying ekki það að ég hef verið svakalega rosalega heppin með mína dömu og þeim ótrúlegu kraftaverku framförum hennar, þá verð ég því miður að opna augun fyrir því að í fyrsta skipti er hún farin að missa niður fyrri færni, færni sem hún var súperklár og ofurdugleg við Crying

Hér fyrir ári síðan þá var Rebekka púsl sjúk, hún púslaði allan daginn og var það hennar skemmtilegasti leikur, rétt fyrir jólin náði hún að púsla 99 kubba púsl, fékk reyndar aðstoð þá hjá okkur við að taka ramman frá og púsla hann fyrst en að öðru leiti púslaði hún sjálf, 60-80 kubba púsl voru þau púsl sem hún púslaði vanalega og var mjög snögg að því.  Í febrúar/mars var leikur Rebekku eingöngu farinn að snúast um púsl, ég ákvað því að taka öll púsl á heimilinu og setja uppí skáp.  Hún hefur jú haft púsl í leikskólanum en smá saman hætti hun að sækja í þau og er núna dúkkuleikjasjúk.  Núna hálfu ári seinna kann hún ekki að púsla, hún náði að púsla 12 kubba púsl með aðstoð :-(  hún horfir á púslin eins og hún bara hafi aldrei séð þetta áður. Crying  Þetta var sjokk fyrir mig, en eitthvað sem ég kannski vissi innst inni en vildi ekki sjá.

Ég veit að ég á ekki að mála skrattann á vegginn og halda að þetta sé komið til að vera, núna fer bara mín prinsessa í púslþjálfun hérna heima, en þetta segir mér bara það að öll þau kennsla og aðhalda sem hún fær hér heima virkar en þetta segir mér líka það að til þess að hún missir ekki niður fyrri færnir þarf að halda öllu við, það má ekki taka neitt úr í langan tíma nema að halda því við markvisst, sem við höfum reyndar gert en púslið gleymdist og það kvarflaði bara ekki að mér að forma/reglu/rökhugsunar prinsessan mín myndi tapa þessu :-(

Ég talaði einnig við gigtarsérfræðinginn minn og sagðist hún ekki geta gert neitt fyrir mig til að lina mér sársaukann, næsta skref er morfínverkjalyf og það harðneita ég :-(  Hún ráðlagði mér reyndar að fara til bæklunarlæknis til að skoða hnén mín, sem eru sérstaklega að pirra mig ofaná alla bak og stoðkerfisverki. 

Já eins og þið sjáið er ég í vonleysisgírnum núna og það er vont, óþægilegt og erfitt.  Ætla að reyna að koma mér í jákvæða partinn í lífinu í dag og setja þessar neikvæðu hugsanir á HOLD.... spurning hvernig það gengur?

kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég var alltaf undirlögð af verkjum í liðum, fór til gigtarlæknis sem spurði engra spurninga heldur sprautaði mig með sterum (held reyndar að það það hafi verið chilipipar en það er önnur saga) nokkrum mánuðum síðar komst ég í fráhald frá hveiti,sykri og sterkju, hef ekki fundið liðverk síðan.

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 4.9.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gott að heyra Ella, ég veit það að hveiti og sykur er sko minn versti ´óvinur og auðvitað ligg ég í því núna og því heilsan eftir því :-(  djööööööö hvað það er erfitt að byrja

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þarft bara að byrja einu sinni og svo er þetta bara eins erfitt og þú ákveður að það sé ... mínir gömlu vinir segja oft og iðulega "ef ella sigga getur verið í fráhaldi, þá geta það ALLIR" ... komdu á fund, við erum til staðar fyrir þig

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Helga Dóra

síminn minn er 844-0406 alltaf til staðar......

Helga Dóra, 4.9.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

allt satt og rétt hjá ykkur skvísur og elsku Helga Dóra ég vona að símtalið sé nær en okkur grunar hehe :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 4.9.2008 kl. 23:03

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elísabet, ertu til í að senda mér póst á jonag@icelandair.is ?

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband