Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Andvökunætur

Ohhh ég er orðin svo þreytt á þessu, stundum er ég sofnuð eða svona rétt við það að sofna þegar ég bara glað vakna og jájá engin þreyta og því engin svefn :-( 

Hvað er málið eiginlega?  Er kannski búin að sofa frá 30mín-2 tíma og jájá bara vakna og velti mér svo til og frá í rúminu með mikin fögnuð karlsins eða hitt þó og heldur, enda svo á því að fara fram og jámm enginn svefn :-( 

Annars allt gott að frétta hérna, er á kafi í smáhlutaboxum að flokka og skipuleggja, ef þetta er ekki klikkun þá veit ég ekki hvað!  Jájá ég er t.d. að flokka svona sirka 500 tölur í öllum stærðum og gerðum eftir litum, svona 3000 kósur/eylet eftir litum og gerðum og svona 5000 splitti einnig eftir litum´haha svona get ég talið áfram og allt er þetta flokkað í pínulítil hólf svo hver og einn litur fær sín hólf :-)

Annars er voða skemmtileg skrappleikur í gangi á skrapplistanum og eru Harpa Katrín og Sólveig Birna alveg að slá í gegn í þeim leik, eru náttúrulega lang yngstar og rúlla þessum verkefnum upp með glæsibrag, hvað annað :-)

Annars ætla ég að reyna að gera enn eina tilraunina að skríða uppí rúm svo ég segi bara góða nótt...

 


afmæli, skírn, myndir og fleira

Hér er allt gott að frétta, við fengum að leika okkur með Jasmín Rós skvís til klukkan fjögur í dag, alveg yndislegt, hún er svo góð og yndislegust :-)

Rebekka kom skríðandi uppí til mín í morgun og sagði "elsku mamma ég vil svona lítið systkyni" ég sagði henni að hún ætti lítinn bróðir hjá pabba sínum og þá kom "en mamma ég vil eiga litla systir hér hjá þér!"  jájá bara krútt - en þeim systrum verður nú ekki að ósk sinni, alla veganna ekki í bráð :-) Er alveg blessunar laus við allt klink :-)

Skarphéðinn litli bróðir minn á afmæli í dag - til hamingju með 29 árin elsku brósi - ég heimta partý eftir ár :-)

Á morgun er það svo skírnarveisla, mikil spenna og tilhlökkun að fá að vita hvað prinsinn á að heita :-) Stelpurnar eiga að lesa í kirkjunni svo þetta verður bara gaman :-)

Þuríður gamla barnapían mín og eiginlega pössunarbarnið mitt þegar ég var yngri er bara á FSA núna að eiga sinn frumburð - ohhh hlakka til að fá að knúsa litla frændsystkyni mitt þar, vona að ég fari bara að fá símtal fljótlega :-)

Annars tóku stelpurnar mynd af gellunni í dag hahaha svo ég skellti hér í fitubollualbúmið myndum en fyrri myndin er tekin núna í dag 15kílóum léttari Wink  og hin í janúar 2008

 Blessaður skuggi að trufla mig þarna en jæja ég er þá komin með myndir

kveðja Elísabet

Jan 200815 kíló

 


15 kílóum léttari :-)

og af því tilefni fór ég uppí skáp og náði í fullann kassa af FÖTUM :-)  jámm fötum sem ég átti fyrir 2 árum síðan þegar ég var jafn þung og ég er í dag híhí nánast ónotuð eða lítið notuð föt svo ég ´týmdi ekki að setja þau í rauða krossinn ef ég skyldi nú ná að létta mig aftur.  Það var því voða gaman að fara í gegnum þetta, sumt vil ég bíða aðeins með að nota, kannski nota ég það aldrei :-)  en annað er ég t.d. í núna híhí

Annars allt gott að frétta hérna, er eitthvað að reyna að floKKa og svortera skrappdótið mitt, er búin að skrá mig í "Ertu klár skrappari"  s.s. leikur þar sem við skröppum 7 síður á 7 dögum, fáum fyrirmæli hvernig síðan á að vera fyrir hvern dag fyrir sig, svo það er bara hægt að skrappa eitt verkefni á dag - bara gaman og kannski kem ég mér í gang aftur.  Stefnan er að föndra eitthvað af jólagjöfunum sko!

Annars er ég að fara að passa Jasmín Rós "ömmuskvísuna" mína, okkur hlakkar voða mikið til og eru allir voða spenntir.  Mér þykir voðalega vænt um mömmu hennar og auðvitað Jasmín skvís líka.  Bara gott og gaman að geta aðstoðað þau og haft gott og gaman að því :-)

Annars er ég búin að smita Emmu Lovísu af skrappbakteríunni híhí hún er búin að koma hérna í nokkur skipti og skrappa voða gaman og er hún bara þvílíkt að brillera í þessu  - rosa flottar síður hjá henni og er ég bara voða lítið að aðstoða hana :-)

Rebekka greyið litla fór bara að hágráta hér í gærkveldi þegar hún átti að fara að sofa, hún vildi fá Halldór pabba sinn og sagðist sakna hans svo rosalega mikið :-(  Greyið litla hefur náttúrulega ekki séð hann núna í mánuð og skiljanlega er hún farin að sakna hans.  "ég sakna svo Halldórs pabba, Rósu og litla bróðir"  ég átti bara bákt með mig, fann svo til með henni en reyndi eins og ég gat að útskýra fyrir henni að núna væri pabbi hennar á sjónum og hún gæti ekki farið til hans.  Ég leifði henni svo að hringja í pabba sinn og róaðist hún aðeins eftir það, en fór svo aftur að hágráta þegar hún var komin uppí rúm "mamma ég elska þig svo mikið, viltu lúlla hjá mér" þessi dúlla mín er bara draumur.  Það tók mig smá tíma að útskýra fyrir henni að ég gæti ekki sagt hvenær hún færi til pabba, hann vissi það ekki sjálfur, en hann þyrfti fyrst að veiða fiskinn og svo gæti hún hitt hann.  En þetta tókst að lokum og hefur hún nú ekkert minnst á hann í dag.

Stóru skvísurnar eru allar í vetrafríi svo að það er bara dekur og dúllerí hér, þær eru svo allar í bíó núna með Elvari

Jæja bara knús og kram til ykkar allra :-)

kveðja Elísabet


Ljós í myrkri

Rosalega vel skrifað hjá Ingibjörgu Helgu Baldursdóttir, birti þetta hér með von um að sem flestir lesi og hugleiði líðan sína - það er alltaf til ljós 

Ljós í myrkri.

 

Um þessar mundir eiga margir um sárt að binda og sjá jafnvel ekkert nema tilgangsleysið og svartnættið fram undan.

Við ykkur vil ég segja; Það birtir alltaf upp um síðir. Við eigum alltaf eitthvað að þakka fyrir. Það er kannski ekki auðvelt að trúa því í dag en þú verður að trúa því, þín vegna. Mín leið til að umvefja ykkur sem þurfið á því að halda með ást og kærleik, skilningi og umburðarlyndi. Nær kemst ég ekki en ég verð að snerta við ykkur.

 

Það er ekkert sem skiptir meira máli í lífinu en þú - þitt líf.

Þú átt bara eitt líf og þess skaltu gæta. Þegar okkur líður hvað verst og við sjáum engan tilgang með lífinu er gott að minna sig á það að þú átt fjölskyldu og vini sem elska þig og vilja ekki að neitt slæmt hendi þig. Alveg sama hversu illa þér líður núna og þér finnist allt lítils virði eða jafnvel ekki skipta neinu máli, það skiptir máli. Þín fjölskylda, þínir vinir, hafa áhyggjur af þér, hafa áhyggjur af því hvernig þér líður - þú skiptir fólk máli.

 

Jafnvel þó að allar leiðir virðist lokaðar, að maður geti talið  sér trú um að búið sé að brjóta allar brýr að baki, engum þyki vænt um mann, að þú sért bara til ama og það létti bara á fólki að losna við þig, þá er alltaf ljós einhver staðar fram undan, það þarf bara að koma auga það.

 

Það er alveg sama hvað á gengur í lífinu við lærum af því öllu og styrkjumst, verðum skilningsríkari og reyndari auk þess að hafa meira að gefa öðrum, það er tilgangurinn.

 

Það er einhver tilgangur með öllu sem gerist í lífinu. Við sjáum það kannski ekki í dag en ef til vill á morgun eða hinn. Við lærum til að hjálpa öðrum. Til þess að þú getir hjálpað öðrum verður þú að lifa af núna. Ég bið þig um að þiggja alla þá hjálp sem þér býðst, ekki gefast upp. Ef þú ert í eða við svartnættisholið, komdu þér þá í burtu frá strax, fáðu hjálp, lifðu.

 

Það er alveg sama hversu erfið okkar reynsla er, þín bíður eitthvað stórkostlegt.

Það kemur alltaf góður tími á móti slæmum tíma. Þessu verður þú að trúa.

 

Ég þekki það á eigin skinni að missa allt. Ég kynntist því fyrir 15 árum síðan. Fór í gegnum efnislegt og tilfinningalegt gjaldþrot. Skilnað, missti nánast allt sem ég átti nema syni mína tvo, fjölskylduna mína og skuldirnar.

Ég stóð uppi peningalaus, atvinnulaus, húsnæðislaus og bíllaus. Andlegt flak. Þá komst ég að því að það er erfiðara að fyrirgefa sjálfum sér fyrir sín mistök en fyrir aðra, sem mistök mín bitnuðu á að fyrirgefa mér.

Með mannorðið í hættu, þunglyndi, kvíða og óvissu í farteskinu tók við nýr kafli í lífi mínu og það birti upp.  Það birtir alltaf upp.

 

Eftir á að hyggja þá sé ég hvað lífsviljinn skiptir miklu máli. Við megum ekki glata honum eða sjálfvirðingunni. Við þurfum að halda áfram. Það eru aðrir sem mega ekki við því að við gefumst upp.

Ef við gefumst upp skiljum við eftir okkur ólýsanlegan sársauka, sársauka sem er svo sár, sársauka sem verður sárari og sárari. Ótal ósvaraðra spurninga, sjálfsásökun, sektarkennd og óendanlega mikilli sorg og söknuður.

 

Þau okkar sem hafa orðið fyrir efnislegu og/eða tilfinningalegu gjaldþroti og skakkaföllum á lífsleiðinni skiptast í tvo flokka; það eru þeir sem reyna að gera það besta úr því sem komið er, sættast og aðlagast breytingunni, byrja upp á nýtt.

Eða þeir sem festast í sárum biturleika og reiði út í allt og alla. Komast ekki út úr því liðna sem ekkert getur breytt nema við sjálf með því að halda áfram, taka okkur taki. Til þess þiggjum við öll þá hjálp sem býðst. Við verðum, af því að lífið heldur áfram með öllum sínum kostum og göllum.

Við þurfum að horfa á kostina, það sem hefur gefið lífinu gildi.

 

Í dag þakka ég fyrir að eiga son, maka og fjölskyldu sem ég elska út af lífinu og vini sem er mér ómetanlegt. Ég er á lífi og ég þakka fyrir það. Það hefði verið svo auðvelt fyrir mig þegar eldri sonur minn tók líf sitt að leggjast í kör og sjálfsvorkunn. Svo mikill er sársaukinn við að missa þann sem maður elskar. En ég ætla að berjast, ég berst fyrir auknum skilningi á þeim skelfilega sjúkdómi sem þunglyndi er og afleiðingum þess.

Ég bið til guðs af öllu mínu hjarta og allri minni sál að ljós lífsins nái að skína sem skærast inn í hjörtu allra og að umhyggja og kærleikur umvefji hverja þá sál sem kvelst einmana í einangrun sinni.

Það er til hjálp, taktu við henni, þiggðu hana og láttu ljós þitt skína. Berstu með mér fyrir betra lífi og hjálpaðu öðrum sem eiga bágt.

Ég veit að þú getur það. Það eru bjartari tímar framundan hjá okkur öllum, við verðum bara að vera þolinmóð og finna út með sjálfum okkar hvert okkar starf er með reynslunni sem við höfum öðlast og öllu því sem við höfum upplifað.

 

Við ykkur sem eruð í sömu sorglegu sporum og ég og mín fjölskylda. Ég finn svo til með ykkur og veit hversu erfitt þið eigið. Ekki tapa trúnni á lífið. Það koma aftur góðir tímar hjá okkur. Allar góðar minningar og hugsanir er ekki hægt að taka frá okkur, njótum þeirra.

 

Kveikjum á kertum á hverjum degi og minnumst látinna ástvina í bæn um að nú líði þeim betur, að þeir séu lausir við það sem þá þjakaði og hrjáði og um leið skulum við  þakka fyrir þá og það sem við eigum. Það hjálpar okkur að lifa af.

Þið eruð öll í mínum bænum, þið skiptið mig máli.

 

Liðsmaður Jerico

Ingibjörg Helga Baldursdóttir

Prinsessan mín orðin 11 ára

Já skvísan mín hún Sólveig Birna varð 11 ára í gær :-)  Hér voru haldin 2 afmæli fyrra frá kl 14.30-17.00 með 12 gelgjum og það seinna frá kl 17.30-20.00 með 16 gelgjum og omg þetta var sko stuð!!

Annars allt gott að frétta hér, karlinn situr með gítarinn og semur og semur hér út í eitt.  Spurning hvað hann gerir svo við allt þetta lagasafn???  hehe 

Ég er búin að vera eitthvað drusluleg hér í dag, einhver flensuskítur í mér sem ég er ekki að fýla né að hafa tíma til :-(  Afrekaði samt að taka búrskápinn í gegn og 2 aðra skápa einnig :-)  gat ekki gert meira, alveg búin á því svo núna ligg ég bara uppí sófa og er að vorkenna sjálfri mér.

Spurning hvað ég afreka á morgun úfff púfff


þessir dagar

rjúka áfram og maður nær ekki að fylgjast með!

Allt gott að frétta hérna megin, frumburður minn búin að vera að undirbúa sig undir samræmdu prófin, mamman búin að sitja yfir henni og setja henni verkefni á hverjum degi en frumburðurinn ekkert par ánægð með hana, vinnur samt verkefnin samviskusamlega.

Sólveig Birna blómstrar í skólanum, er mjög ánægð en jafnframt í svolitlri togstreitu, skiljanlega en þetta kemur allt saman bara einn dagur í einu!  - 11 ára afmælisveisla hér á föstudaginn, í ár verða tvær veislur sú fyrri fyrir gamla bekkinn og sú seinni fyrir nýja.  Þær eru svo margar þessar skvísur að ég gat ekki sett þetta í eina veislu eins og ég ætlaði mér svo það verða bara stelpupartý hér allan föstudag og fram á kvöld.

Dagný skvís er bara að brillera í lestrinum, les hér bók á dag og gengur mjög vel, er mjög ánægð í skólanum og líður vel.

Rebekka blómstrar eins og fyrr. Henni tókst að meiða mömmu sína svo á sá á föstudaginn og passar sig mikið núna að vera extra góð við elsku mömmu sína, en auðvitað stjórnar skvísan þessu ekki sjálf og gat ekkert gert af þessu greyið litla, en váá þetta var VONT :-(

Ég er búin að vera í þokkalegu standi, skrokkurinn alltaf svipaður en ég kemst í gegnum daginn og það er fyrir mestu :-)  Er með smá verkefni á borðinu núna og háir mér ritstífla, vona að hún fari að bresta þarf að skila þessu af mér sem fyrst. 

Annars knús og kram

Elísabet


Góðar fréttir leynast inná milli

Já þetta er sko sigur, sigur fyrir alla. 

Því miður er það nú svo að flest okkar hafa reynslu af einelti,

  • við höfum lent í einelti sjálf,
  • við höfum tekið þátt í að leggja í einelti,
  • við höfum orðið vitni af einelti,
  • við þekkjum einhvern sem hefur orðið fyrir einelt,
  • við þekkjum einhvern sem hefur lagt í einelti,
  • við þekkjum einhvern sem hefur bugast á lífinu vegna eineltis!!. 

Ég held að ég geti næstum því fullyrt að lang flest okkar getum JÁað einhverjar þessar upptalningar, en samt vilja svo margir minnst um málið vita!  Forðast að taka á vandanum og alltaf er þessi blessaða skömm, þagga niður málið því það má ekki tala um það, það má ekki fréttast hver varð fyrir einelti, hver lagði í einelti og hvað þá að það megi fréttast í hvaða skóla/stofnun eineltið átti sér stað!  Af hverju er þessi skömm? 

Núna er kominn tími til að uppræta þessa skömm og stíga fram, hvort sem við erum þolendur, gerendur, áhorfendur, foreldrar, kennarar, skólastjórnendur eða vinnuveitendur.  Tökum OKKUR SAMAN OG leggjum málefninu lið með

ÞJÓÐARÁTAKI GEGN EINELTI!!


mbl.is Samtök foreldra og uppkominna eineltisbarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn á lífi

Þrátt fyrir allt og allt!!!

Nú ég hef bara ekki haft orku né löngun til að blogga.  Síðustu vikur hafa verið frekar óvenjulegar og ansi mikið um að vera, ekki það að það sé eitthvað nýtt hér á bæ :-)

Margt jákvætt og líka neikvætt, en er með mikilli vinnu að komast í rétt horf, ég vona það allaveganna.  Sólveig Birna er alsæl í nýja bekknum sínum þó svo að hún sakni bekkjarsystra sinna :-( 

Ég er komin í varastjórn Landsamtaka eineltisbarna og uppkominna þolenda sem var stofnað formlega á þeim merka degi 6. október - frekar óþægilegur dagur í mínu lífi en vona að hann verði ánægjulegur hér eftir :-)

Ætla að reyna að gera mitt allra besta og reyna að nota mína reynslu, þekkingu og orku til að leggja þessu mikilvæga málefni lið, ég vona að minn kraftur verði til þess að aðstoða foreldra/börn og ekki sýðst að vinna gegn einelti í öllum þeim myndum sem það birtist.

Rebekka er upp og ofan, á sína góðu daga en er komin á lyf og mér sýnist á skráningunni okkar að köstin eru mun styttri eða einungis 10-15 mín voru yfirleitt 30-60mín. Eigum svo eftir að fara í gegnum tíðnina og sjá hvernig mynstrið er þar.  Mígrenisköstin hafa einnig fækkað, svo þetta er mun betra :-)

knús og kram Elísabet


Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband