8.12.2007 | 03:08
RÆND!!!
jájá ég var rænd í kvöld Var í KHI að læra í hljóða lessalnum. En hafði svo farið á WC og gleymt veskinu mínu þar í glugganum. Þegar ég svo uppgötvaði þetta þá rauk ég inná WC og auðvitað var veskið mitt FARIÐ, með öllum mínum kortum, bíllyklum, húslyklum, málningadóti og fullt af öðru drasli
Ég stóð því ein í KHI peningalaus, bíllyklalaus og HÚSLYKLALAUS. Karlinn að vinna og enginn heima!!!! Þarna voru öll ráð dýr!! Ég ákvað svo að hringja í elsku bestu Guðbjörgu frænku og auðvitað var Haukur tilbúin að redda mér klukkan að ganga 1 að nóttu!!! Hann sótti mig í KHI og keyrði mér inní Mosfellsdal til að ná í húslykla, svo fórum við heim til að ná í bíllykla og þaðan aftur í KHI til að ná í bílinn!!!
Ég hringdi nefnilega í lögguna og báðu þeir mig vinsamlegast að ná í bílinn og láta hann ekki standa þarna fyrir utan, löggan sem ég talaði við sagði jafnframt að það borgaði sig fyrir mig að skipta um sílender en það var erfiðara með bílinn. Í veskinu mínu er nefnilega skylríki og því auðvelt að flétta mér upp og sjá mitt heimilisfang.
Við vorum nú bara þrjár á lesstofunni, ég veit ekki hvort það hafi verið fleiri í húsinu að læra en ég var ekki vör við það. Svo var reyndar allt starfsfólk KHI í jólateiti í matsalnum, en ég ræddi þar við veislustjóra og einnig við húsvörð og það hafði enginn fengið veskið :-(
Æiii ég vona að veskið finnist alla veganna lyklarnir, svolítið óþægilegt að vita að einhver er með lykla af ÖLLU hjá mér. Annars voru nú reyndar peningar þarna og öll kort. En ég er búin að loka þeim....
Æiii þetta er frekar pirrandi svona daginn fyrir próf pirrrpirrr
bara smá púst og krossið nú putta fyrir mig svo að veskið finnist, þó svo að mér finnist það harla ólíklegt
kveðja Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Af mbl.is
Innlent
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
- Svarar Sigurði: Nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi
- Þung staða í kjaradeilu kennara
- Skýr vilji til að ganga í ESB
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahah, ég er að fatta núna hver þú ert!!! *hristihaus*
Huldabeib, 8.12.2007 kl. 12:39
Rosalegt að lenda í þessu ! Manni líður eins og allt sé opið, húsið og allt. Vonandi finnst þetta, ég myndi kíkja í nálægar ruslatunnur og gáma
Ragnheiður , 8.12.2007 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.