Leita í fréttum mbl.is

RÆND!!!

jájá ég var rænd í kvöld Angry  Var í KHI að læra í hljóða lessalnum.  En hafði svo farið á WC og gleymt veskinu mínu þar í glugganum.   Þegar ég svo uppgötvaði þetta þá rauk ég inná WC og auðvitað var veskið mitt FARIÐ, með öllum mínum kortum, bíllyklum, húslyklum, málningadóti og fullt af öðru drasli Crying

Ég stóð því ein í KHI peningalaus, bíllyklalaus og HÚSLYKLALAUS.   Karlinn að vinna og enginn heima!!!!   Þarna voru öll ráð dýr!!  Ég ákvað svo að hringja í elsku bestu Guðbjörgu frænku og auðvitað var Haukur tilbúin að redda mér klukkan að ganga 1 að nóttu!!!  Hann sótti mig í KHI og keyrði mér inní Mosfellsdal til að ná í húslykla, svo fórum við heim til að ná í bíllykla og þaðan aftur í KHI til að ná í bílinn!!!

Ég hringdi nefnilega í lögguna og báðu þeir mig vinsamlegast að ná í bílinn og láta hann ekki standa þarna fyrir utan, löggan sem ég talaði við sagði jafnframt að það borgaði sig fyrir mig að skipta um sílender en það var erfiðara með bílinn.   Í veskinu mínu er nefnilega skylríki og því auðvelt að flétta mér upp og sjá mitt heimilisfang. 

Við vorum nú bara þrjár á lesstofunni, ég veit ekki hvort það hafi verið fleiri í húsinu að læra en ég var ekki vör við það.   Svo var reyndar allt starfsfólk KHI í jólateiti í matsalnum, en ég ræddi þar við veislustjóra og einnig við húsvörð og það hafði enginn fengið veskið :-(

Æiii ég vona að veskið finnist alla veganna lyklarnir, svolítið óþægilegt að vita að einhver er með lykla af ÖLLU hjá mér.  Annars voru nú reyndar peningar þarna og öll kort.  En ég er búin að loka þeim....

Æiii þetta er frekar pirrandi svona daginn fyrir próf pirrrpirrr

bara smá púst og krossið nú putta fyrir mig svo að veskið finnist, þó svo að mér finnist það harla ólíklegt

kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

hahahahah, ég er að fatta núna hver þú ert!!! *hristihaus*

Huldabeib, 8.12.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Ragnheiður

Rosalegt að lenda í þessu ! Manni líður eins og allt sé opið, húsið og allt. Vonandi finnst þetta, ég myndi kíkja í nálægar ruslatunnur og gáma

Ragnheiður , 8.12.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband