23.3.2008 | 04:25
Gleðilega páska
Jæja ég vaki og ligg hér yfir bókum, greinum og vefsíðum um Motivational Interviewing eða hvatningarviðtölum. Mjög spennandi allt saman og takið eftir eitthvað komið á blað!! vonandi á skiljanlegri ÍSLENSKU, annars verð ég bara að fá einhvern íslenskufræðing til að hjálpa mér að orða þetta öðruvísi
Markmið mitt núna er að klára þennan kafla að mestu! eða svona það sem ég kemst yfir fyrir svefn. Er ótrúlega óörugg eitthvað með þetta, hvar á ég að setja tilvitnanirnar, hvernig á ég að orða þetta? hvort á ég að segja þetta svona eða svona? Greinaskil hér eða eftir næstu setningu? og svona mætti lengi telja hahaha jájá ég er að skrifa b.a. ritgerð og líður eins og 5 ára krakka sem þarf að skila mastersritgerð í latínu þarf að loka á þessa minnimáttarkennd og koma mér í þá hugsun að ég get þetta og hana nú!!!
Ég meina af hverju get ég þetta ekki eins og Systa eða allir hinir? Elsku Systa ofurskutlan mín í náminu gerði sér lítið fyrir og kláraði ritgerðina fyrir páska, samhliða því að undirbúa fermingaveislu sonar síns. Ég meina hún er bara snillingur sko!!! Þau eru það nú öll sömul sem hafa ennst námið þessi fjögur ár, hehe já ótrúlegt alveg við byrjuðum að ég held 28 og erum eftir 8 og þar af erum við 5 sem stefnum á útskrift!!!
Jæja ætla að halda áfram að lesa um Wiliam R. Miller og Stephen Rollnick og alla þá snilldar speki sem þeir lögðu fram
Eigið góðan páskadag, líklega sef ég hann að mestu af mér en passið að borða ekki yfir ykkur af súkkulaði hehe - geymið það frekar handa mér
knús og kram Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís.
Auðvitað kemur þú BA-ritgerðinni frá þér með sóma. Ég hef fulla trú á þér og þú átt eftir að útskrifast með sóma, ekki spurning. Efniviðurinn í ritgerðinni er heldur ekki af verri endanum. Mummi í Götusmiðjunni er flottur kall.
En gangi þér vel skvísa. Þú mátt ekki sofa af þér allan daginn ef þú ætlar að komast langt með ritgerðina þína.
Sendi þér skriftar- og súkkulaði andann.
Kveðja Linda Birna.
Linda Birna. (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:15
Sælar,
þetta eru nú bara eðlilegar efasemdir um eigið ágæti og fá þig bara til að gera betur! Notaður nú bara eitthvað af viskunni frá Miller og Rollnick til að hvetja þig áfram, eða þannig!
Sendi þér hér með ofurskutl og er þess fulviss að það dugir í amk. nokkrar blaðsíður!
kveðja
Ofurskutlan
ps.páskaegg og gott kaffi!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:02
Takk fyrir kveðjurnar skvísur. Ég fór að sofa 9.30 og var vöknuð aftur fyrir 13 hehe harka sex núna :-)
Skal borða nóg af páskaeggi en kaffið læt ég nú eiga sig
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.