Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldan sem missti allt vegna myglusvepps

Kæru vinir

Þar sem þessi kæra fjölskylda sem lenti í því að missa húsið sitt og megnið af innbúi sínu eru mér mjög kær og hafa reynst mér vel, þá ákvað ég að hafa samband við Bylgju og Ívar til að fá samþykki fyrir því að hefja söfnun fyrir þau.

Þau voru með allar tryggingar á hreinu, en tryggingar bæta samt ekki skaðsemi myglusvepps.  Bylgja er búin að vera heilsulaus síðustu ár vegna myglusveppsins og því búin að þurfa að hætta í vinnu og skóla.  

Eftir standa þau uppi með 10 milljóna skuld en engar eignir og húsnæðislaus. 

Þetta var erfið ákvörðun fyrir þau, en ákváðu barnanna vegna að samþykkja að gefa upp reikningsnúmerið.  Heimasætan fær þá kannski fyrr að eignast sitt eigið rúm og jafnvel heimili til frambúðar.  Eldri börnin og barnabarn og bráðum barnabörn fá kannski tækifæri til að heimsækja móðir þeirra á heimili hennar og Ívars.

Ég vona svo innilega að við getum lagst á eitt og hjálpað þeim í þessari baráttu, margt smátt gerir eitt stórt og vona ég að flestir sjái sér fært til að leggja inn, þó svo að það sé ekki nema verðmæti einnar pizzu eða sígarettupakka.

Reikningsnúmerið er 1102-15-9217 Kt. 2410645149

Tökum höndum saman og styðjum þessa fjölskyldu til að koma upp heimili á ný, eftir þennan mikla missi.  Ég veit að þau rifu ekki niður húsið sitt og hentu eignum á hauganna að ástæðulausu, þau neyddust til þess að gera þetta.

Með kærri vinsemd

Elísabet Sóley Stefánsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð Súpermamma og takk fyrir hjálpina, ég vissi að það væri hægt að finna reikningsnúmer og setja inn smá pening hjá þeim. Við smáfuglarnir getum nefnilega ýmislegt ef við fljúgum um í flokkum. Ég ætla að leyfa mér að taka reikningsnúmerið þeirra og setja á mitt blogg og skora á alla aðra sem það lesa að gera slíkt hið sama. Samtaka stöndum vér en sundraðir föllum vér. Bestu kveðjur frá Arndísi Ástu Gestsdóttur í Borgarfirði.

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Sæl

Þetta var sjálfsagt þó svo að það hafi tekið smá tíma til að sannfæra Bylgju og Ívar :-)  en það tókst og vona ég að allir geri hið sama, setjið þetta á ykkar blogg elskurnar mínar

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 27.3.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Er að vinna í því að koma þessu á bloggið mitt :)

Kjartan Pálmarsson, 27.3.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband