13.12.2008 | 13:11
jóla hvað!
Jæja bara svona að láta áfram vita af mér hehe
Hér er allt gott að frétta, ég er bara í rólegheitum, eiginlega of róleg yfir þessum jólum og ætla sko að gera ALLT fyrir jól, held að ég hafi allan tímann í heiminum því ég er ekki í neinum prófum haha en svona er þetta bara :-)
Annars gengur allt vel hjá Rebekku, lyfin eru að gera sitt og heldur skvísan áfram að brillera :-) Hún er reyndar farin að sína meiri mótþróa í leikskólanum svo Þórdís fær aðeins að finna fyrir því.
Ég fór til spákonu í gær haha og já það eru sko stórfréttir TVÍBURAR væntanlegir híhí ég var nú í sjokki í gær en núna hlæ ég bara af þessu. Það eru engin plön hér, svo það eru ansi litlar líkur að eitthvað líf sé að kveikna hér á bæ :-) svona fyrir utan allt lífið sem er hér alla daga, börnin glöð,kát og yndisleg.
Gelgjurnar eru alltaf að verða meiri og meiri gelgjur, sú yngri farin að svara mér með gelgjutónum sem ég samþykki ekki hér svo það eru endalaus agaprógrömm :-)
Læt þetta duga í bili, er að spá í að skríða uppí rúm og leggja mig í eins og einn tíma, svaf eitthvað lítið í nótt og er að leka hér niður úr þreytu!
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 00:13
Er á lífi :-)
Bara nóg að gera :-) er ný komin heim úr geggjaðri ferð í Skálholt síðustu helgi, alveg endurnærð þó ekki útkvíld :-) En full af orku samt hehehe
Vildi bara láta aðeins vita af mér, er hér á fullu að undirbúa jólaföndur Seljaskóla, svo ætla Liðsmenn Jerico að vera í Smáralindinni fimmudag og föstudag frá kl 16.00 að selja jólakort og kynna samtökin, endilega látið sjá ykkur þar :-)
Rosalega falleg jólakort til sölu, 10 saman í pakka á 1000kr svo endilega hafið samband ef þið hafið áhuga að styrkja Liðsmenn Jerico.
Læt þetta duga í bili
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 10:01
Ég á 12 ára afmælisprinsessu
Já ótrúlegt en satt þá er bara skvísan mín orðin 12 ára!!! guð.... hvað tíminn líður hratt, ég man svo eftir því þegar ég lá á bekknum hjá sjúkraþjálfaranum klukkan 16.30 og fékk fyrsta "skítaverkinn" ég var svo sem búin að vera með einhverja fyrirvaraverki og fór aðeins af stað 3 vikum fyrr en svo allt stopp...... Klukkan 18.30 fór ég uppá spítala og var ég komin með mitt fyrsta barn í hendurnar einum og hálfum tíma síðar :-) yndisleg, falleg og heilbrigð stúlka :-) Sem flýtti sér í heiminn og tók út sína orku fyrstu árin, hún er nú ekki mikið að flýta sér í dag þessi elska sem betur fer :-)
Annars er ég LÖT!! er að reyna að koma mér í gang hérna, þarf að gera svo margt en æææiii bara nenni því ekki...... Er að reyna að afreka eitthvað áður en foreldrarnir mínir koma suður og bara jámm nenni því ekki!! svona er lífið stundum er ég löt :-)
kveðja ELísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 22:23
Dagbókin týnd!!
ohhh hvað maður verður eitthvað vængbrotinn og áttarviltur þegar aðal skipulagið glatast :-( Hef ekki hugmynd um það hvað ég gerði við dagbókina mína á föstudaginn, en á góðan stað setti ég hana :-)
Fékk sem betur fer sms frá Ólafi Thor áðan til að minna mig á að Rebekka á að mæta til hans á morgun, annars hefði ég sko gleymt þeim tíma...
Annars allt ágætt að frétta, frumburðurinn minn afmæli á morgun og múttan mín 60 ára á miðvikudaginn... Nóg að gera hér í afmælisstandi.
Ég er ástfangin af "ættleiddu systrunum" þær eru sko bara draumur :-)
Ætla að koma mér í háttinn NÚNA!! Vakna fersk í fyrramálið og reyna að afreka eitthvað hérna heima, ekki veitir af!
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 14:17
Súperhúsmóðir
híhí já já þykist vera einhver súperhúsmóðir þessa daganna :-) Meðan systurnar ættleiddu ryksuga og skúra gólfin hjá mér þá stend ég í stórræðum við gerbakstur :-) Þetta er bara voða gaman, ég var bara búin að gleyma því :-( já hef ekki verið svona dugleg í MÖRG ÁR!!!
Finnst hálf fáránlegt að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að núna er ég komin á fertugsaldurinn og ég nenni ekki að hafa fyrir matnum á heimilinu, en þegar ég var 20 ára með 2 ung börn stóð ég í eldhúsinu og var að húsmóðast :-) Bjó til sultur, hlaup. Bjó til slátur, kæfu, rúllupylsu. Hakkaði allt kjöt sjálf og vigtaði í poka, steikti hakkbollur í frystinn, hakkaði fiskinn og bjó til fiskibollur og fiskibuff. Þegar ég var að búa til einhverja rétti, þá bjó ég oft til tvöfalt og setti annan réttinn í frysti. Ég bakaði mjög mikið, var dugleg að nýta mat, henti eiginlega aldrei mat!!!!! Get talið svona upp endalaust. Allt af þessu ofantöldu hef ég ekki gert í nokkur ár...... en kreppan hefur líka sína jákvæðu kosti, ég er farin að gera þetta aftur og það sem meira er að mér finnst það bara gaman :-)
Stóru stelpurnar eru í systkinasmiðjunni núna og lýst okkur bara svaka vel á allt þar, fór í búðina að vesla það sem vantaði í áframhaldandi bakstur en þegar ég kom heim varð ég LÖT, ææiii ég bara nennti ekki að byrja svo ég sit bara hérna í tövlunni meðan önnur ættleiddu skúrar stofuna hóhóhóhó, jájá þið meigið sko alveg öfunda mig :-)
Kveðja Elísabet súperhúsmóðir :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2008 | 20:32
Allt til sölu :-)
Jæja skvísurnar farnar á fullt í fjáraflanirnar svo núna eru í boði 1kg af glæ nýjum appollo blönduðum lakkrís á 1000kr, WC pakkning á 2500kr og eldhúspappír pakkning einnig á 2500kr. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga, á þetta hérna á lager....
Svo er ég að fara í jólakortaframleiðsluna, ætla að selja jólakortin ódýrt í ár :-) Er líka með tækifæriskort - er farin að taka niður panntanir fyrir jólakortin og mun afhenda þau um mánaðarmótin :-)
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 20:01
2 ár í dag
jámm 2 ár í dag síðan ég hitt elskuna mína í fyrsta skipti :-) þó svo að við höfum nú spjallað eitthvað þar að undan þá er þetta okkar dagur
En karlinn fór í vinnuna í gær þannig að ég hef ekkert séð hann í dag, en hann kemur seinnipartinn á morgun!!
Annars er dagurinn bara búinn að vera eins og hver annar dagur, reyndar höfum við verið með hugann norður á Siglufjörð og kvaddi elskulegi langafi stelpnanna í dag, sendi innilegar samúðarkveðjur til alls hans fólks. Stelpurnar rifjuðu upp góðar minningar hér í kvöld og var það gott, þær eru svo minnugar þessar elskur að langafi þeirra á Sigló verður alltaf í þeirra hjarta, með þeim góðum minningum sem þær eiga um langafa sinn.
Er búin að vera löt í dag, svo hér bíður húsverk dagsins sem ég er bara ekki að nenna að byrja á en þetta hleyour víst ekkert frá manni, því nú ver og miður :-(
Ætla að skella mér á Irobot systurnar á morgun, í kreppunni sjálfri ég veit!! en jámm ég er búin að sannfæra mig um það að ÉG eigi þær systur sko skilið svo þær verða ættleiddar til æfiloka :-)
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2008 | 02:48
Andvökunætur
Ohhh ég er orðin svo þreytt á þessu, stundum er ég sofnuð eða svona rétt við það að sofna þegar ég bara glað vakna og jájá engin þreyta og því engin svefn :-(
Hvað er málið eiginlega? Er kannski búin að sofa frá 30mín-2 tíma og jájá bara vakna og velti mér svo til og frá í rúminu með mikin fögnuð karlsins eða hitt þó og heldur, enda svo á því að fara fram og jámm enginn svefn :-(
Annars allt gott að frétta hérna, er á kafi í smáhlutaboxum að flokka og skipuleggja, ef þetta er ekki klikkun þá veit ég ekki hvað! Jájá ég er t.d. að flokka svona sirka 500 tölur í öllum stærðum og gerðum eftir litum, svona 3000 kósur/eylet eftir litum og gerðum og svona 5000 splitti einnig eftir litum´haha svona get ég talið áfram og allt er þetta flokkað í pínulítil hólf svo hver og einn litur fær sín hólf :-)
Annars er voða skemmtileg skrappleikur í gangi á skrapplistanum og eru Harpa Katrín og Sólveig Birna alveg að slá í gegn í þeim leik, eru náttúrulega lang yngstar og rúlla þessum verkefnum upp með glæsibrag, hvað annað :-)
Annars ætla ég að reyna að gera enn eina tilraunina að skríða uppí rúm svo ég segi bara góða nótt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 22:36
afmæli, skírn, myndir og fleira
Hér er allt gott að frétta, við fengum að leika okkur með Jasmín Rós skvís til klukkan fjögur í dag, alveg yndislegt, hún er svo góð og yndislegust :-)
Rebekka kom skríðandi uppí til mín í morgun og sagði "elsku mamma ég vil svona lítið systkyni" ég sagði henni að hún ætti lítinn bróðir hjá pabba sínum og þá kom "en mamma ég vil eiga litla systir hér hjá þér!" jájá bara krútt - en þeim systrum verður nú ekki að ósk sinni, alla veganna ekki í bráð :-) Er alveg blessunar laus við allt klink :-)
Skarphéðinn litli bróðir minn á afmæli í dag - til hamingju með 29 árin elsku brósi - ég heimta partý eftir ár :-)
Á morgun er það svo skírnarveisla, mikil spenna og tilhlökkun að fá að vita hvað prinsinn á að heita :-) Stelpurnar eiga að lesa í kirkjunni svo þetta verður bara gaman :-)
Þuríður gamla barnapían mín og eiginlega pössunarbarnið mitt þegar ég var yngri er bara á FSA núna að eiga sinn frumburð - ohhh hlakka til að fá að knúsa litla frændsystkyni mitt þar, vona að ég fari bara að fá símtal fljótlega :-)
Annars tóku stelpurnar mynd af gellunni í dag hahaha svo ég skellti hér í fitubollualbúmið myndum en fyrri myndin er tekin núna í dag 15kílóum léttari og hin í janúar 2008
Blessaður skuggi að trufla mig þarna en jæja ég er þá komin með myndir
kveðja Elísabet
Bloggar | Breytt 26.10.2008 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.10.2008 | 17:45
15 kílóum léttari :-)
og af því tilefni fór ég uppí skáp og náði í fullann kassa af FÖTUM :-) jámm fötum sem ég átti fyrir 2 árum síðan þegar ég var jafn þung og ég er í dag híhí nánast ónotuð eða lítið notuð föt svo ég ´týmdi ekki að setja þau í rauða krossinn ef ég skyldi nú ná að létta mig aftur. Það var því voða gaman að fara í gegnum þetta, sumt vil ég bíða aðeins með að nota, kannski nota ég það aldrei :-) en annað er ég t.d. í núna híhí
Annars allt gott að frétta hérna, er eitthvað að reyna að floKKa og svortera skrappdótið mitt, er búin að skrá mig í "Ertu klár skrappari" s.s. leikur þar sem við skröppum 7 síður á 7 dögum, fáum fyrirmæli hvernig síðan á að vera fyrir hvern dag fyrir sig, svo það er bara hægt að skrappa eitt verkefni á dag - bara gaman og kannski kem ég mér í gang aftur. Stefnan er að föndra eitthvað af jólagjöfunum sko!
Annars er ég að fara að passa Jasmín Rós "ömmuskvísuna" mína, okkur hlakkar voða mikið til og eru allir voða spenntir. Mér þykir voðalega vænt um mömmu hennar og auðvitað Jasmín skvís líka. Bara gott og gaman að geta aðstoðað þau og haft gott og gaman að því :-)
Annars er ég búin að smita Emmu Lovísu af skrappbakteríunni híhí hún er búin að koma hérna í nokkur skipti og skrappa voða gaman og er hún bara þvílíkt að brillera í þessu - rosa flottar síður hjá henni og er ég bara voða lítið að aðstoða hana :-)
Rebekka greyið litla fór bara að hágráta hér í gærkveldi þegar hún átti að fara að sofa, hún vildi fá Halldór pabba sinn og sagðist sakna hans svo rosalega mikið :-( Greyið litla hefur náttúrulega ekki séð hann núna í mánuð og skiljanlega er hún farin að sakna hans. "ég sakna svo Halldórs pabba, Rósu og litla bróðir" ég átti bara bákt með mig, fann svo til með henni en reyndi eins og ég gat að útskýra fyrir henni að núna væri pabbi hennar á sjónum og hún gæti ekki farið til hans. Ég leifði henni svo að hringja í pabba sinn og róaðist hún aðeins eftir það, en fór svo aftur að hágráta þegar hún var komin uppí rúm "mamma ég elska þig svo mikið, viltu lúlla hjá mér" þessi dúlla mín er bara draumur. Það tók mig smá tíma að útskýra fyrir henni að ég gæti ekki sagt hvenær hún færi til pabba, hann vissi það ekki sjálfur, en hann þyrfti fyrst að veiða fiskinn og svo gæti hún hitt hann. En þetta tókst að lokum og hefur hún nú ekkert minnst á hann í dag.
Stóru skvísurnar eru allar í vetrafríi svo að það er bara dekur og dúllerí hér, þær eru svo allar í bíó núna með Elvari
Jæja bara knús og kram til ykkar allra :-)
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.10.2008 | 08:03
Ljós í myrkri
Rosalega vel skrifað hjá Ingibjörgu Helgu Baldursdóttir, birti þetta hér með von um að sem flestir lesi og hugleiði líðan sína - það er alltaf til ljós
Ljós í myrkri.
Um þessar mundir eiga margir um sárt að binda og sjá jafnvel ekkert nema tilgangsleysið og svartnættið fram undan.
Við ykkur vil ég segja; Það birtir alltaf upp um síðir. Við eigum alltaf eitthvað að þakka fyrir. Það er kannski ekki auðvelt að trúa því í dag en þú verður að trúa því, þín vegna. Mín leið til að umvefja ykkur sem þurfið á því að halda með ást og kærleik, skilningi og umburðarlyndi. Nær kemst ég ekki en ég verð að snerta við ykkur.
Það er ekkert sem skiptir meira máli í lífinu en þú - þitt líf.
Þú átt bara eitt líf og þess skaltu gæta. Þegar okkur líður hvað verst og við sjáum engan tilgang með lífinu er gott að minna sig á það að þú átt fjölskyldu og vini sem elska þig og vilja ekki að neitt slæmt hendi þig. Alveg sama hversu illa þér líður núna og þér finnist allt lítils virði eða jafnvel ekki skipta neinu máli, það skiptir máli. Þín fjölskylda, þínir vinir, hafa áhyggjur af þér, hafa áhyggjur af því hvernig þér líður - þú skiptir fólk máli.
Jafnvel þó að allar leiðir virðist lokaðar, að maður geti talið sér trú um að búið sé að brjóta allar brýr að baki, engum þyki vænt um mann, að þú sért bara til ama og það létti bara á fólki að losna við þig, þá er alltaf ljós einhver staðar fram undan, það þarf bara að koma auga það.
Það er alveg sama hvað á gengur í lífinu við lærum af því öllu og styrkjumst, verðum skilningsríkari og reyndari auk þess að hafa meira að gefa öðrum, það er tilgangurinn.
Það er einhver tilgangur með öllu sem gerist í lífinu. Við sjáum það kannski ekki í dag en ef til vill á morgun eða hinn. Við lærum til að hjálpa öðrum. Til þess að þú getir hjálpað öðrum verður þú að lifa af núna. Ég bið þig um að þiggja alla þá hjálp sem þér býðst, ekki gefast upp. Ef þú ert í eða við svartnættisholið, komdu þér þá í burtu frá strax, fáðu hjálp, lifðu.
Það er alveg sama hversu erfið okkar reynsla er, þín bíður eitthvað stórkostlegt.
Það kemur alltaf góður tími á móti slæmum tíma. Þessu verður þú að trúa.
Ég þekki það á eigin skinni að missa allt. Ég kynntist því fyrir 15 árum síðan. Fór í gegnum efnislegt og tilfinningalegt gjaldþrot. Skilnað, missti nánast allt sem ég átti nema syni mína tvo, fjölskylduna mína og skuldirnar.
Ég stóð uppi peningalaus, atvinnulaus, húsnæðislaus og bíllaus. Andlegt flak. Þá komst ég að því að það er erfiðara að fyrirgefa sjálfum sér fyrir sín mistök en fyrir aðra, sem mistök mín bitnuðu á að fyrirgefa mér.
Með mannorðið í hættu, þunglyndi, kvíða og óvissu í farteskinu tók við nýr kafli í lífi mínu og það birti upp. Það birtir alltaf upp.
Eftir á að hyggja þá sé ég hvað lífsviljinn skiptir miklu máli. Við megum ekki glata honum eða sjálfvirðingunni. Við þurfum að halda áfram. Það eru aðrir sem mega ekki við því að við gefumst upp.
Ef við gefumst upp skiljum við eftir okkur ólýsanlegan sársauka, sársauka sem er svo sár, sársauka sem verður sárari og sárari. Ótal ósvaraðra spurninga, sjálfsásökun, sektarkennd og óendanlega mikilli sorg og söknuður.
Þau okkar sem hafa orðið fyrir efnislegu og/eða tilfinningalegu gjaldþroti og skakkaföllum á lífsleiðinni skiptast í tvo flokka; það eru þeir sem reyna að gera það besta úr því sem komið er, sættast og aðlagast breytingunni, byrja upp á nýtt.
Eða þeir sem festast í sárum biturleika og reiði út í allt og alla. Komast ekki út úr því liðna sem ekkert getur breytt nema við sjálf með því að halda áfram, taka okkur taki. Til þess þiggjum við öll þá hjálp sem býðst. Við verðum, af því að lífið heldur áfram með öllum sínum kostum og göllum.
Við þurfum að horfa á kostina, það sem hefur gefið lífinu gildi.
Í dag þakka ég fyrir að eiga son, maka og fjölskyldu sem ég elska út af lífinu og vini sem er mér ómetanlegt. Ég er á lífi og ég þakka fyrir það. Það hefði verið svo auðvelt fyrir mig þegar eldri sonur minn tók líf sitt að leggjast í kör og sjálfsvorkunn. Svo mikill er sársaukinn við að missa þann sem maður elskar. En ég ætla að berjast, ég berst fyrir auknum skilningi á þeim skelfilega sjúkdómi sem þunglyndi er og afleiðingum þess.
Ég bið til guðs af öllu mínu hjarta og allri minni sál að ljós lífsins nái að skína sem skærast inn í hjörtu allra og að umhyggja og kærleikur umvefji hverja þá sál sem kvelst einmana í einangrun sinni.
Það er til hjálp, taktu við henni, þiggðu hana og láttu ljós þitt skína. Berstu með mér fyrir betra lífi og hjálpaðu öðrum sem eiga bágt.
Ég veit að þú getur það. Það eru bjartari tímar framundan hjá okkur öllum, við verðum bara að vera þolinmóð og finna út með sjálfum okkar hvert okkar starf er með reynslunni sem við höfum öðlast og öllu því sem við höfum upplifað.
Við ykkur sem eruð í sömu sorglegu sporum og ég og mín fjölskylda. Ég finn svo til með ykkur og veit hversu erfitt þið eigið. Ekki tapa trúnni á lífið. Það koma aftur góðir tímar hjá okkur. Allar góðar minningar og hugsanir er ekki hægt að taka frá okkur, njótum þeirra.
Kveikjum á kertum á hverjum degi og minnumst látinna ástvina í bæn um að nú líði þeim betur, að þeir séu lausir við það sem þá þjakaði og hrjáði og um leið skulum við þakka fyrir þá og það sem við eigum. Það hjálpar okkur að lifa af.
Þið eruð öll í mínum bænum, þið skiptið mig máli.
Liðsmaður Jerico
Ingibjörg Helga BaldursdóttirBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2008 | 21:30
Prinsessan mín orðin 11 ára
Já skvísan mín hún Sólveig Birna varð 11 ára í gær :-) Hér voru haldin 2 afmæli fyrra frá kl 14.30-17.00 með 12 gelgjum og það seinna frá kl 17.30-20.00 með 16 gelgjum og omg þetta var sko stuð!!
Annars allt gott að frétta hér, karlinn situr með gítarinn og semur og semur hér út í eitt. Spurning hvað hann gerir svo við allt þetta lagasafn??? hehe
Ég er búin að vera eitthvað drusluleg hér í dag, einhver flensuskítur í mér sem ég er ekki að fýla né að hafa tíma til :-( Afrekaði samt að taka búrskápinn í gegn og 2 aðra skápa einnig :-) gat ekki gert meira, alveg búin á því svo núna ligg ég bara uppí sófa og er að vorkenna sjálfri mér.
Spurning hvað ég afreka á morgun úfff púfff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 03:09
þessir dagar
rjúka áfram og maður nær ekki að fylgjast með!
Allt gott að frétta hérna megin, frumburður minn búin að vera að undirbúa sig undir samræmdu prófin, mamman búin að sitja yfir henni og setja henni verkefni á hverjum degi en frumburðurinn ekkert par ánægð með hana, vinnur samt verkefnin samviskusamlega.
Sólveig Birna blómstrar í skólanum, er mjög ánægð en jafnframt í svolitlri togstreitu, skiljanlega en þetta kemur allt saman bara einn dagur í einu! - 11 ára afmælisveisla hér á föstudaginn, í ár verða tvær veislur sú fyrri fyrir gamla bekkinn og sú seinni fyrir nýja. Þær eru svo margar þessar skvísur að ég gat ekki sett þetta í eina veislu eins og ég ætlaði mér svo það verða bara stelpupartý hér allan föstudag og fram á kvöld.
Dagný skvís er bara að brillera í lestrinum, les hér bók á dag og gengur mjög vel, er mjög ánægð í skólanum og líður vel.
Rebekka blómstrar eins og fyrr. Henni tókst að meiða mömmu sína svo á sá á föstudaginn og passar sig mikið núna að vera extra góð við elsku mömmu sína, en auðvitað stjórnar skvísan þessu ekki sjálf og gat ekkert gert af þessu greyið litla, en váá þetta var VONT :-(
Ég er búin að vera í þokkalegu standi, skrokkurinn alltaf svipaður en ég kemst í gegnum daginn og það er fyrir mestu :-) Er með smá verkefni á borðinu núna og háir mér ritstífla, vona að hún fari að bresta þarf að skila þessu af mér sem fyrst.
Annars knús og kram
Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2008 | 16:50
Góðar fréttir leynast inná milli
Já þetta er sko sigur, sigur fyrir alla.
Því miður er það nú svo að flest okkar hafa reynslu af einelti,
- við höfum lent í einelti sjálf,
- við höfum tekið þátt í að leggja í einelti,
- við höfum orðið vitni af einelti,
- við þekkjum einhvern sem hefur orðið fyrir einelt,
- við þekkjum einhvern sem hefur lagt í einelti,
- við þekkjum einhvern sem hefur bugast á lífinu vegna eineltis!!.
Ég held að ég geti næstum því fullyrt að lang flest okkar getum JÁað einhverjar þessar upptalningar, en samt vilja svo margir minnst um málið vita! Forðast að taka á vandanum og alltaf er þessi blessaða skömm, þagga niður málið því það má ekki tala um það, það má ekki fréttast hver varð fyrir einelti, hver lagði í einelti og hvað þá að það megi fréttast í hvaða skóla/stofnun eineltið átti sér stað! Af hverju er þessi skömm?
Núna er kominn tími til að uppræta þessa skömm og stíga fram, hvort sem við erum þolendur, gerendur, áhorfendur, foreldrar, kennarar, skólastjórnendur eða vinnuveitendur. Tökum OKKUR SAMAN OG leggjum málefninu lið með
ÞJÓÐARÁTAKI GEGN EINELTI!!
Samtök foreldra og uppkominna eineltisbarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 21:49
Enn á lífi
Þrátt fyrir allt og allt!!!
Nú ég hef bara ekki haft orku né löngun til að blogga. Síðustu vikur hafa verið frekar óvenjulegar og ansi mikið um að vera, ekki það að það sé eitthvað nýtt hér á bæ :-)
Margt jákvætt og líka neikvætt, en er með mikilli vinnu að komast í rétt horf, ég vona það allaveganna. Sólveig Birna er alsæl í nýja bekknum sínum þó svo að hún sakni bekkjarsystra sinna :-(
Ég er komin í varastjórn Landsamtaka eineltisbarna og uppkominna þolenda sem var stofnað formlega á þeim merka degi 6. október - frekar óþægilegur dagur í mínu lífi en vona að hann verði ánægjulegur hér eftir :-)
Ætla að reyna að gera mitt allra besta og reyna að nota mína reynslu, þekkingu og orku til að leggja þessu mikilvæga málefni lið, ég vona að minn kraftur verði til þess að aðstoða foreldra/börn og ekki sýðst að vinna gegn einelti í öllum þeim myndum sem það birtist.
Rebekka er upp og ofan, á sína góðu daga en er komin á lyf og mér sýnist á skráningunni okkar að köstin eru mun styttri eða einungis 10-15 mín voru yfirleitt 30-60mín. Eigum svo eftir að fara í gegnum tíðnina og sjá hvernig mynstrið er þar. Mígrenisköstin hafa einnig fækkað, svo þetta er mun betra :-)
knús og kram Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2008 | 01:21
Þjóðarátak gegn einelti!!!
Ég er ein af þessum sem standa að stofnun Landssamtakanna, það er von mín að reynsla mín í öllum myndum verði til þess að aðstoða Ingu í þessu þarfa málefni. Þegar ég heyri um mismunun, einelti, útilokun og höfnun verð ég æf!!! það er eitt af því fáa sem sporaði mig jákvætt að ganga í gegnum helvítið á jörðu á mínum uppvaxtarárum er að ég er með mjög svo ríka réttlætiskennd. Ég hef alið börnin mín upp við þá reglu "ef þú getur leikið við eina stelpu þá getur þú leikið við allar þær sem spyrja eftir þér" Þetta er regla hér sem hefur alltaf verið og mun alltaf vera.
Ég verð að viðurkenna að ég varð smeik þegar ég mætti á foreldrafund 6 ára barna í Seljaskóla. bekkurinn er með um 60 börnum og eru þau sem ein heild!! en bekknum er jafnframt skipt upp í þrennt og hafa sinn umsjónakennara, en þeim er einnig skipt öðruvísi upp og þá umsjónahóparnir blandaðir saman. Það sem ég var smeik við með þetta fyrirkomulag er að þessi bekkjarheild er ekki lengur við líði, nema jú 60 börn. Því getur skólinn ekki séð sig fært að skipta sér af afmælisboðum og vilja þau út fyrir skólann GOTT OG GILT MEÐ ÞAÐ!!! kennararnir sögðu að börnin ættu bara að bjóða vinum sínum og þetta væri í valdi foreldra...... ég fékk sting fyrir hjartað!! Hvernig verður þetta jú!! það verður alltaf einhver börn í bekknum sem fá ekki að fara í afmælin, kannski boðið í 1-2 afmæli hjá besta vininum eða frænda/frænku. Svo verða önnur börn sem verða boðið í flest öll afmælin. Ég hélt afmæli fyrir dóttir mína, hún bauð öllum stelpunum í sínum umsjónarhóp (líkt og fyrrum bekkjarfyrirkomulagið) Þær eru í heildina 9 talsins, hún bauð svo 2 öðrum stelpum í hinum umsjónahópunum sem hún hefur leikið svolítið við og þekkir úr leikskóla.
Þó svo að afmælisboðin séu komin út fyrir skólann þá tala börnin um afmælisboðin/veislurnar og ég vona svo innilega að eitthvað gott fyrirkomulag finnist og foreldarar sjái mikilvægi þess að skilja ekki börn útundan og bjóða bara útvöldum. ÞETTA ER MÍN SKOÐUN, ÞVÍ ÉG VEIT HVAÐ ÞAÐ ER AÐ VERA HÖFNUÐ, ÉG VEIT EINNIG HVAÐ ÞAÐ ER AÐ EIGA BARN SEM VERÐUR FYRIR MIKILLI HÖFNUN!!!
Nú ég er komin langt út fyrir efnið, enda er það svo líkt mér þegar ég fer á skrið hehe en ég vil endilega óska eftir aðstoð, þið sem þekkið til fyrirtækja eða fjársterka aðila endilega sendið þeim linkinn á bloggið hennar Ingu og reikningsnúmerið 0305-13-303030
Kennitala 150462-7549 Að stofna svona þörf samtök kostar sitt og án fjármagns er lítið hægt að gera. En það er einlægur vilji okkar allra sem stöndum að þessu með Ingu er að gera þetta af virkum samtökum, veita fræðslu/upplýsingar/ráðgjöf og ekki sýðst þrýstingu á þjóðfélagið í heild að breyta viðhorfi til eineltis í öllum þeim myndum sem það birtist.
Ef þið viljið frekari upplýsingar eða viljið hafa samband þá tek ég glöð við fyrirspurnum elistef@simnet.is
Með von um stuðning og styrk
Elísabet Sóley
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2008 | 23:56
Brjálað að gera
og algjör bloggleti....
Hélt þrjár afmælisveislur fyrir Dagný skvís um helgina og gengu þær bara mjög vel, að ég held hehe jújú held að allir hafi verið mjög sáttir....
Annars brjálað að gera hér hjá mér við að gera ekki neitt... s.s. samasem bara leti og andleysi :-) En þetta potast samt þó svo að það taki mun meiri tíma en hjá þessum eðlilegu!!
Fór til bæklunarlæknis í síðustu viku og það var því staðfest að ég er bækluð, fædd með fæðingargalla i hnjám og stend því alveg undir öllum þeim fullyrðingum mínum sem ég hafði um hnén mín þegar ég var á gelgjunni... önnur eins forljót hné hef ég bara sjaldan séð!! Ég er nu ekki mikið að spá í fegurðinni við þau núna það eru þessir endalausi sársauki sem er að drepa mann og annan hér.....
Annars er kvíði og tilhlökkun fyrir morgundeginum. Er að fara með Rebekku til heila- og taugasérfræðingsins og verð að vona allt það besta með það... svo er ég líka að fara með Sólveigu til meltingarsérfræðings og þá er einnig að krossa putta þar.
Um kvöldið á ég svo von á nokkrum "módel 77" skvísum og hlakkar mér voða mikið að hitta þær....
Svo maður ætti kannski að fara að skella sér í háttinn og biðja um ofurskutlukrafta :-) og ofurorku með.... er bara búin að vera löt í dag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 00:21
Fyrsti grunurinn
Var að svara einni inná Óskasteinagrúbbunni og ákvað að leifa ykkur að lesa :-) Þetta er s.s. fyrsta ferlið sem Rebekka fór í gegnum og fyrsti grunurinn og þau frávik sem ég sem móðir sá.
Fyrsti grunurinn vaknaði í 6 vikna skoðuninni, ég var reyndar búin að bíða eftir fyrsta brosinu sem var ekki komið þarna og sagði ég þeim það, ég sagði þeim einnig að mér fyndist augun á henni renna svo til og hún væri svo rangeygð. Þau gerðu þetta reglulega tékk og sáu að hún var ekki farin að fylgja eftir hlutum og vildu því láta barnalækni skoða hana. 2 dögum seinna fór hún til barnalæknis og þar sá barnalæknirinn að viðbrögð auganna voru ekki eins og venjulega, sjáaldurinn drógst ekki eðlilega saman og sundur miðað við birtu og hún fylgdi ekki hlutum, ljósi eða neinu. Því vorum við strax sendar suður beint til Brynhildar augnlæknis, sem skoðaði hana vel og sá að augnbotninn var eðlilegur en hún var ekki að svara skynboðum rétt. Hún sá einnig að hún var ekki að svara hljóði, ef bjalla var sett við eyrað á henni leitaði hún ekki eftir hljóðinu eða spenntist upp við það. Brynhildur sendi hana því til Ólafs Thors heila- og taugasérfræðings og var hún þá tæplega 7 vikna, hann er svo búinn að vera með hana með hléum síðan.
Einkennin sem ég sá svo síðar var að brjóstagjöfin var slagsmál frá upphafi til enda, hún var alltaf óvær þegar við héldum á henni, eini sénsinn að halda á henni var að láta hana snúa fram, og því hafði hún útsýnið en ekki að horfa framan í okkur. Hún svaraði ekki kalli, horfði ekki á okkur, fylgdi ekki hlutum, fékk störur, vildi helst vera bara ein uppí rúmi eða í rólunni sinni. Svaf mjög lítið, kallaði ekki eftir mat/athygli. Ég þurfti alltaf að stinga puttanum uppí hana og svo geirvörtunni til þess að hún fattaði að um mat væri að ræða. Hún varð ekkert óvær við að fá ekki að drekka, ég þurfti að hugsa með tímaramma hvenær ég gaf henni síðast og hvort það væri kominn tími á aðra gjöf. Hún fékk miklar störur, horfði meira á vissa liti/rauðann. Þetta er nú það sem ég man eftir í fljótheitum. En það er ekki að sjá á minni dömu að hún hafi verið svona, hún elskar að kúra, horfir í augun, þarf að fá reglulega að borða annars verður hún pirruð, sefur vel og blómstrar :-)
Ég man að þegar ég uppgötvaði að hún þoldi illa snertingu þá strauk ég henni alltaf þegar hún var sofnuð, hún kipptist stundum til, en ég gafst ekki upp. Ég þjálfaði hana að vera í fanginu okkar, hún fékk fyrst að sitja á hnjánum mínum svo færði ég hana alltaf nær og nær og að lokum snéri ég henni að mér. Þetta snýst allt um þjálfun og í dag uppskerum við það, ég fæ að halda á henni, fæ að strjúka henni, fæ að knúsa hana og fæ að kúra hjá henni. Eflaust fengi ég það ekki í dag ef ég hefði ekki þjálfað hana í snertingu og nánd :-)
Gangi þér vel kv Elísabet
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 19:35
Klukk :-)
Nú jæja María klukkaði mig svo hér kemur þetta :-)
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- - Leikskóla
- - Veitingarstaður
- - Dagmamma
- - Stuðlar
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- - Grundarstígur - Sauðárkróki
- - Glaðheimar - Reykjavík
- - Kleifarsel - Reykjavík
- - Flúðasel - Reykjavík
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
hahaha ég bíómyndir??? held að þær nái ekki einu sinni 3 tugum sem ég hef horft á frá byrjun til enda á minni æfi haha, en þær sem ég man eftir eru
- - Titanic
- - Dirty dancing
- - Pretty woman
- - Englar alheimsins
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- - Bold :-)
- - Íslenskir tónlistarþættir
- - Innlit/útlit
- - Oprah
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- - París
- - London
- - Spánn/Alicante
- - Ítalía/Toscana
Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg
- - Scrapbook.is
- - mbl.is
- - visir.is
- - facebook.com
Fernt sem ég held upp á matarkyns
- - pasta
- - Kjúklingur
- - Indverskur matur
- - lambalæri
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft - huhuhummm les eiginlega ALDREI bækur fyrir utan skólabækur sem eru barasta ekkert í lestri núna :-)
- - Dagbókin mín
- - Bókin um einhverfu - aðeins að byrja að lesa hana
- - Stampin Up bækurnar/bæklingar
- - Skrapp blöð
Ég klukka svo... daddaramm....:
- - Jónu Á snilling :-)
- - Kristín - dauðans alvara
- - Guðbjörg - ofurskutla með meiru
- - Steinunn Ósk skvís
Var klukkuð af Maríu.... hún þarf að segja 4 hluti um mig! híhí gott á þig :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 23:21
betri dagar
já átti sko betri dag í dag :-) þó svo að ég viðurkenni það alveg að það sé enn kvíðahræðsluhnútur í mallanum og verkir um allan skrokk :-)
Ennnnnnn hún elsku Rebekka svaf af sér allan hamaganginn sem er hér á morgnanna þegar þrjár elstu eru að græja sig fyrir skólann, þegar þær voru lagðar af stað ætlaði ég mér að vekja prinsessuna en nei hún bara sagði "nei mamma sofa lengur" og snéri sér á hina hliðina :-) Hún kom uppí til mín undir morgun svo ég skreyð uppí og svaf með henni til RÚMLEGA 9 :-) bara lúxus hér sko :-) Ekki oft sem minn orkubolti vill sofa :-)
Hún vildi svo bara fara að leika sér hérna heima og ekki fara í leikskólann en þegar ég sagði henni að Guðbjörg besta vinkona hennar ætti afmæli í dag og hún mætti gefa henni smá gjöf þá var mín sko sátt og fór í leiksólann með Hello Kitty hálsmen og armband handa vinkonu sinni :-)
Hún var svo sótt klukkan 13.30, og fór í málþroskapróf sem gekk svona glimrandi vel :-) Rosalega margt sem hún átti að gera sem hefur verið í atferlisþjálfuninni hjá Þórdísi, bæði beint og óbeint og því átti Rebekka ansi auðvelt með margt og græddi sko heilmikið á því :-) Niðurstöður prófsins voru s.s. þær að hún er rétt fyrir neðan meðaltal jafnaldra sem er sko ALGJÖR SNILLD og er ég búin að brosa síðan :-) Það var samt sumt sem hún gat ekki sem flestir jafnaldrar geta og verður bara unnið með það núna, annað gat hún sem margir gera vitlaust en þá er það líka yfirleitt eitthvað sem búið var að þjálfa/kenna henni :-) Svo ég segi að Þórdís eigi sko sinn fullan þátt í því að skvísan kom svona vel út og segi því húrra fyrir henni hehe og auðvitað Rebekku líka, enda er hún flottust og fínust :-)
Ég fékk svo líka jákvæðan póst hér sem létti heilmikið á mér svo þetta var góður dagur...
Ég var svo bara voða dugleg hérna seinnipartinn og tók alveg fullt í gegn, svona jákvæðir hlutir eru nefnilega vítamínssprautur fyrir mig :-)
Læt þetta duga í bili
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar