Leita í fréttum mbl.is

Matarfíkn

Jæja

Eins og þið flest vitið sem þekkið mig eitthvað þá hef ég verið í megrun síðan ég eignaðist mitt fyrsta barn eða árið 1996.  Ég man ekki eftir mér öðruvísi þennan tíma en að vera í einhverju aðhaldstímabilum sem ég gefst svo upp á eftir nokkra mánuði og byrja að fitna aftur.  Eftir svo einhvern X tíma þá kem ég mér af stað og gengur vel í nokkrar vikur/mánuði og þá er gamanið búið aftur.  En þegar ég er í fitn tímabili þá er ég samt alltaf með þetta á heilanum og hugsa ekki um annað Crying

Ég hef því verið smá saman að gera mér grein fyrir alvarleika málsins og með hjálp snillings þá er ég loksins að opna augun fyrir því að ég er og mun alltaf vera matarfíkill!!! Ég hef ekki stjórn á mínum matarvenjum og hef ekki heldur stjórn á því hvenær ég borða og hvenær ég borða ekki.  Stundum borða ég ekkert!!!! og get gert það í marga daga og jafnvel vikur að borða fyrstu máltíðina kannski um kvöldmat og ekkert meira.  Svo aðra daga þá missi ég alla stjórn og get borðað endalaust!!!  ohhh þetta er barátta sem ég veit að er ekkert að hætta. 

Ég er búin að vera að taka sjálfa mig í gegn síðan 1. febrúar á þessu ári.  Það sem ég hef reynt að gera er að borða ekkert eftir kvöldmat og forðast nammi og kolvetni í mat eins og heitan eldinn :-)  eða svona næstum því.  Það hefur samt ekki verið neitt prógramm né aðhald annað en að ég skráði mig í 10kg áskorunar hóp á skrapplistanum.  Við vorum ansi margar sem byrjuðum og erum enn að en markmiðið var sem sagt að losna við 10kg fyrir 15. júlí!! og mér tókst það og ætla sko að halda áfram.

En núna er ég líka búin að taka ákvörðun um að mæta í GSA - ég er búin að sjá svo snilldar árangur hjá einum engli sem tengist okkur Rebekku og er eiginlega alveg sannfærð um að þessi leið hennti mér og já hana nú ég ÆTLA að mæta í næstu viku!!! er einhver memm?

Hér koma svo smá MONT myndir fyrir og eftir :-)  passið ykkur ekki að missa ekki andann þegar þið sjáið fyrri myndina OMG var ég orðin svona hræðilega SKELFILEG!!! úffffff

Fyrir

Eftir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Bara flottust

Kristín Snorradóttir, 6.7.2008 kl. 10:08

2 identicon

Hæ hæ

Þetta er frábært hjá þér ;O)

Knús

Guðbjörg (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Brussan

þú ert super, hlakka til að sjá þig á fundi :)

Brussan, 6.7.2008 kl. 13:48

4 identicon

Vá rosalegur munur á þér - frábært bara - keep up the good work babe

knús

Hulda Karen (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:23

5 identicon

Frábært hjá þér :)

Þú getur þetta kona,

kveðja og ofurskutlukraftur úha........

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

ég skal koma með á GSA fund :) Er búin að vera að mana mig upp í það rosalega lengi að mæta á fund :S

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 7.7.2008 kl. 10:50

7 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Frábært - við mætum :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 7.7.2008 kl. 17:47

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábært að sjá svona árangur.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband