Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hlaupabólan mætt

með tilheyrandi pirringi og vanlíðan.

Afmælisbarnið mitt er sko ekki að höndla þessar bólur sem hlaupa um allan skrokkinn hennar :-)  Hún er marg búin að biðja mig að taka þessar bólur og skilur bara ekkert í mömmu sinni að verða ekki að þeirri ósk Wink

Skvísan vill nefnilega ekki hafa eitthvað "auka" á sér, eitt sinn settu systur hennar "Sosbarna tattú" á hana og hún gjörsamlega umturnaðist, vildi sko ekki hafa þetta á sér, hún hefur ekki heldur viljað plástur, fyrir utan Dóru plásturs æðið sem hefur verið hér, en þeir plástrar fengu ekki að snerta hana lengi Smile

Annars allt við það sama hér, sváfum lítið í nótt og er litla skvísan rosalega lítil í sér, vona bara að þetta taki ekki marga daga!

kveðja Elísabet og hlaupabóluskvísan


Afmælisbarnið mitt

Elsku besta Rebekka mín

Innilega til hamingju með þriggja ára afmælið þitt.

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og þú barasta orðin "ðiggja" ára, svo dugleg og flott stelpa.  Þú kannt svo margt, ert svo dugleg að púsla, lita og perla.   Þér finnst líka svakalega gaman að leika þér með dúkkur og það sem þú getur dröslast með dúkkur, vagna og það sem tilheyrir því :-)

Núna ertu i leikskólanum og ætlaðir sko að fá kórónu og fá að sitja í afmælisstólnum, það er sko sérstakur stóll sem maður má bara sitja í þegar maður á afmæli.

Ég sakna þín óendanlega og elska þig svo mikið

þín mamma


B.a undirbúningur

úfff ég er orðin svolítið stressuð já og eiginlega kvíðin.   Finnst ég svakalega óörugg og eiginlega ráðvillt.  Veit ekkert hvar ég á að byrja og strax farin að mikla þetta fyrir mér og á ekkert von á því að ná að klára þetta fyrir 15. apríl úfff púffff aftur :-(

Ritgerðarefnið verður sem sagt meðferðarúrræði barna á Íslandi, ætla að reyna að skoða hversskonar úrræði bjóðum við uppá?  eftirmeðferðir? árangur? hvað má betur fara og hvað gerum við vel??? 

Svo er það spurning hvort ég geti nálgast upplýsingar erlendis, t.d. frá Danmörku til að bera saman við okkur..

Svo er það annar hausverkur.   Ég er ekkert svo mikið inní þessu, hef náttúrulega ekki þessa reynslu sjálf og er því að skoða hvað er í boði, ég barasta vissi það ekki og eiginlega veit það ekki hehe.  Komin með einhverjar upplýsingar en þarf að skoða þetta vel, vil ekki gleyma einhverjum úrræðum sko :-)

Ég hlakka samt til að skoða þetta og vona að ég geti gert þetta vel og þetta verði gögn sem nýtast til góðs :-)

Svo ef þið kæru blogggestir lumið á upplýsingum sem ég gæti nýtt mér í þessi skrif þá endilega sendið mér tölvupóst á elisstef@khi.is

stresskveðja

Elísabet


úfff púffff sorglegt

Gamla húsið fyrir lagfæringu

Þetta finnst mér skelfilegt, sorglegt og allt það.   Ég þakka samt guði fyrir að einginn slasaðist.  Ég votta Jóni og fjölskyldu samúð mína og vona svo innilega að þau fái stuðning og kraft til að byggja Kaffi Krók upp aftur.   Það var yndislegt að koma á Kaffi Krók og er sárt að vita af þessu sögufræðilegu húsi  ónýtu Frown  Þið getið séð myndir af slökkvistarfinu inná http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=511&cid=9271 

Kveðjur norður til ykkar allra

Elísabet Stefánsdóttir


mbl.is Stórbruni á Sauðárkróki í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jæja!!

Lítið um blogg skrif þess daganna!!!

Það er bara búið að vera svo mikið um að vera hérna að ég hef bara ekki haft eirð í mér né tíma til að skrifa eitthvað.

Skólinn byrjaði á mánudaginn með B.a verkefna fyrirlestri. ég hitti einnig leiðsagnakennarann minn og verður ritgerðin mín um meðferðaúrræði barna á íslandi,  s.s. upp að 18 ára aldri. Hvernig erum við að standa okkur, hvernig er árangurinn og hvernig stöndum við okkur miðað við aðrar þjóðir?

Þetta er náttúrulega allt bundið við að ég geti nálgast gögn annarsstaðar um úrræði og eins hvort einhverjar tölur séu til hér á Íslandi, þetta er allt í athugun :-)

Búin að skila af mér heilum 26 bls greinagerð til Sýslumans í Reykjavík auk rúmlega 30 bls af auka efni, svo öll orka síðustu viku hefur farið í þetta :-)

Nú jæja skólinn byrjaði svo með áfanganum kynning á fötlunum.  fjögur verkefni þar, verður samt mjög áhugavert og skemmtilegt eflaust, en ég er svo sem slatta inní þessum málum.

 Svo lagðist ég í flensu og er búin að vera ónýt síðan, ógó fúlt það, gat ekki mætt í skólann í gær og ekki í valáfanganna svo ég veit ekkert hvernig ég stend þar :-(

kveðja í bili

Elísabet


heilaritið gekk ekki

Jæja heilaritið gekk ekki,   Kannski ekki frekar en ég átti von á.   Okkur tókst að halda henni og reyna að tjónka við hana meðan klínkurinn var settur um allt hár,  En þegar átti að tengja "pólanna"  var mín orðin ansi reið og vildi LOSNA við þetta ógeð í hárinu á sér.   Hún sættir sig nú ekki sinu sinni við smá blett í buxunum sínum hvað þá að vera öll út klínd í hálfgerðu smjörlíki :-)

Við vorum því send heim með útklínt hár og munum mæta á Barnaspítalann og fá róandi fyrir þetta.  Vonandi að það muni ganga vel, en þegar búið er að gefa róandi þá verða niðurstöðurnar ekki eins áreiðanlegar.

kveðja Elísabet og Rebekka


Heilarit

já litla örverpið mitt er að fara í heilarit á morgun, er með nettan hnút í maganum og kvíði þess að þurfa að takast á við "óvargadýrið mitt" hehe já hún er sko yndisleg þessi dúlla.  En hún veit hvað hún vill og hún forðast eins og heitann eldinn að láta fólk fikta í hárinu á sér.   Það er ein sem má greða henni og er það Tanja Rut 12 ára heimalingur hér.   Verst að hún kann ekki að setja upp alla þessa "póla" en skvísan verður tengt að mig minnir 18 snúrum í höfuðið Frown 

Vona að þetta fari allt vel, en jájá búin að vera svakalega kvíðin í dag, 

Kveiki á kerti fyrir Þórdísi Tinnu hetju sem ætlar að ná sér í orku fyrir helgina á morgun :-)  Sendið henni nú alla ykkar auka orku, ég ætla að gera það.

knús og kram Elísabet


söfnun og samúðarkveðjur

Votta fjölskyldunni í Tunguseli samúð mína, hræðilegt slys og vil endilega koma þessu á framfæri. 

Tekið af mbl.is

Hafin er söfnun fyrir tvo drengi sem misstu stjúpföður sinn í brunanum í Tunguseli í Reykjavík í morgun. Drengirnir eru 7 og 12 ára og að sögn fjölskylduvinar misstu þeir allar sínar eigur í brunanum og sárvantar skó og annan fatnað.

Róbert Guðmundsson er vinur fjölskyldunnar og hefur hann stofnað bankareikning í nafni annars drengjanna og segir hann að allar gjafir séu vel þegnar. Þeir sem eru hugsanlega aflögufærir með föt eða leikföng geta sömuleiðis haft samband við Róbert í síma 867 5569.

Reikningur: 0113-05-066351 Kennitala: 190796-3029

Kveðja Elísabet


vinnuherbergið

AÐ VERÐA KLÁRT, jájá ég get þetta alveg þegar ég tek mig til hehe en þetta er búið að taka ÞRJÁ sólarhringa úfff pppúúffff.  Það er búið að fara í gegnum allar hillur, skúffur og smáhluti.  Er ekki alveg búin, en ætla að klára þetta á morgun.

Svo er það RÆKTIN á morgun, jájá mín ætlar að reyna að koma sér í tækin, má eitthvað lítið gera og er náttúrulega að fatta það að ég mátti ekki fara fyrir en ég væri búin að tala við sjúkra, hann ætlaði nefnilega að setja upp prógrammið og vill fylgjast með mér.

Jæja kannski að ég hringi í hann á morgun og reyni að ná sambandi við hann

kv Elísabet


Í gær og í DAG

Í gær ætlaði ég að taka föndrið mitt í gegn og já allt skóladótið líka.......   En þar sem þetta er minn allra versti galli, er að ég byrja á einhverju og næ ekki að klára það :-( held ekki einbeitingu og missi alla orku Frown  Ég afrekaði reyndar fyrir jólin að taka eldhúsið í gegn á EINUM DEGI jájá þið hlæjið kannski og hneikslist smá en svona er þetta bara og eitthvað sem við sem erum með ADHD þurfum að glíma við :-)

Annars fékk ég að vaka fram eftir og halda áfram að svortera allt.   Það er nefnilga líka þannig að þegar ég tek mig til í svona, þá geri ég það svakalega vel og svortera allt og fer í gegnum ALLT.

Er því að vakna núna, karlinn farinn með stelpurnar í sund og ég ætla að gera aðra tilraun í að klára herbergið, jájá ég vona að ég nái að klára þetta í dag.  úúfff en ég á bara svo mikið og ég náttúrulega tími ekki að henda neinu sem heitir "föndur" haha  Er reyndar búin að setja 3 kassa inn til stelpnanna svo þær græddu aðeins.

eigið góðan dag elskurnar

Elísabet


Næsta síða »

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband