Leita í fréttum mbl.is

Óskilamunir

Jæja

Börnin mín er partur af þeim börnum sem skilja fötin sín eftir allsstaðar, ég get svo svarið það að stundum held ég að þær fari alls berar heim til sín, því ég finn ótúlegustu föt á ótrúlegustu stöðum.   Nú jæja tilgangur þessa bloggs er að pirrast smá, ég merki fötin barna minna yfirleitt mjög vel með nafni, símanúmeri og stundum heimilisfangi.  En þær flíkur sem týnast finnast sjaldnast :( 

Í dag hringdi yndisleg kona í mig sem var stödd í Laugardagshöllinni og var að leita af fötum af syni sínum, hún sér þar úlpu í óskilamunum 66° úlpa sem var vel merkt með nafni og síma.  Þessi kona tekur upp símann sinn og hringir í mig og segir mér að hún sé með úlpu þarna sem henni finnist alveg skelfilegt að vita af í óskilamunum, svona vegleg og nýleg flík.  Ég náttúrulega þakkaði konunni mjög vel fyrir og bað hana að setja úlpuna í afgreiðsluna því hún yrði sótt sem fyrst.

Eftir þetta símtal fór ég að velta því fyrir mér, starfsfólk íþróttabygginga og starfsfólk á opinberum stöðum, skoða þau ekki flíkurnar sem verða eftir?  Ég sjálf myndi pottþétt gera það og hringja í viðkomandi og segja þeim frá því hvar flíkina er að finna.  Ég er í framhaldi af þessu að velta fyrir mér hvort þetta sé allsstaðar svona, því úlpan er búin að vera týnd í rúman mánuð.

Held að það væri ósköp einfalt að skoða þær flíkur sem eftir verða dag hvern og þær flíkur sem eru merktar með nafni og síma að hringja og láta vita. 

ææiii ég er náttúrulega æfinlega þakklát þessari ókunnugu konu, en jafnframt pínu pirruð að starfsmenn svona bygginga skulu ekki hringja út.  Það getur ekki tekið langann tíma að láta foreldra vita af flíkum barna þeirra. 

En jæja pirr dagsins farið og kannski kemur bara meira pirr blogg í dag, hver veit :-)

kveðja súpermamma sem er endalaust að leita af flíkum barna minna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband