Leita í fréttum mbl.is

heilarit

20080212182904_38Jæja núna var loksins komið að þessu, ég átti alltaf von á símtali í morgun eins og síðast, en nei ekkert símtal og því græjuðum við okkur til að fara í rannsóknirnar. 

Ég var búin að fara aftur í gegnum ferlið "félagsfærnisöguna um heilarit"  sem ég samdi af minni snilld :-)   Rebekka var klár, þrátt fyrir að hafa gert tilraun til að mótmæla en sættist svo á að leifa okkur að laga sig eins og hún orðaði það svo snilldarlega.    En ég ræddi aldrei við hana um að það ætti að fara að laga eitthvað, heldu bara að skoða hausinn og hárið :-)

Nú þegar við keyrum að spítalanum þá byrjar Rebekka að mótmæla "NEI MAMMA"  hún mundi sko alveg eftir þessum stað og sú reynsla var ekki góð eftir "slagsmálin" við að reyna að taka heilaritið með hana alls gáðri.  Ég reyndi að segja henni aftur að hún myndi ekki finna neitt til og allar konurnar væru góðar og ég líka :-)

Hún sættist á að fara inn og þegar við komum uppá skurðdeild barna þá tók á móti okkur kona í hvítum slopp, mín rauk til og við tók eltingarleikur um spítalann.  Hún ætlaði sko EKKI ÞARNA INN....  Á endanum fékk hún ekki val og mamman tók hana í fangið og inná deild og þar inní herbergi, við tók mikil sáttarmeðferð þar sem gull og grænir skógar voru boðnir en ekki þáðir.  Mammsan reyndi margt og mikið en fékk skýrt svar NEI...  Við hittum svaka sætan strák sem heitir Brynjar Logi og mamma notaði hann óspart til að tala mig til, en nei á móti skyldi hún vera.   Mamma setti innlagnar armbandið á mig eins og Brynjar var með og festi það, en ég tók það af mér, þrátt fyrir að mamma hafi sett það frekar þröngt :-) Jájá Rebekka ræður hehe

Nú mín róaðist aðeins og ég bauð henni að hringja í símanum mínum, bauð henni að hringja í Elvar pabba en nei, hringja í Halldór pabba en nei vildi það ekki heldur.  En hún sagði þá "ég vil Stebba afa"  Svo litla daman fékk að hringja sjálf í Stebba afa og svo talaði mín alveg heillengi í símann og ég hélt náttúrulega að pabbi væri á hinni línunni hehe nei nei skvísan var bara að tala inná símsvarann hjá afa sínum :-)  Svo hún fékk þá að hringja í Ollý ömmu sem spjallaði við hana í smá stund.

Skvísan fékk svo svo kæruleysistöflu og var fljótlega orðin svolítið sljó.  En svo fékk hún róandi í vökvaformi i rassinn og varð skvísan alveg brjál, talaði um "vondu konuna sem meiddi rassinn" lengi á eftir, þetta fór frekar öfugt í hana því hún gat sko ekki verið kjur, var mjög "lyfjuð" en róaðist ekki, var öll á iði en gat það samt ekki því jafnvægisskynið var ekki í lagi, ég þurfti því að halda alveg við hana og reyna að róa hana, hjúkkurnar ákváðu svo að við myndum reyna að svæfa hana og lagðist ég uppí hjá henni og var dregið fyrir í herberginu, en nei það er sko ekki nótt klukkan rúmlega 11 að morgni og hún ætlaði sko ekki að fara að sofa, var ný VÖKNUÐ.... Þetta tók rúmlega hálftíma sem ég þurfti að reyna að tjónka við barnið og reyna að ná henni niður, ég var alveg að gefast upp aðallega vegna verkja í bakinu við þetta þegar allt í einu, í einu garginu slökknaði á minni og sofnaði hún í mjög svo skemmtilegri stellingu.

Það var frekar furðulegt ástand á móðirinni, því það sem vall uppúr elsku prinsessunni minni áður en hún sofnaði var bara SNILLDIN EIN, ég gat ekki annað en brosað og stundum bara hló ég.   Húmoristin sem hún er, hún er bara frábær.  En ég var líka þreytt, rosalega erfitt að vera í þessu ein og jafnframt kannski svolítið pirringur yfir því líka, en ég hef nú bara ekkert val með það.

En um leið og skvísan sofnaði var brunað með rúmmið og náttúrulega skvísuna líka niður á taugarannsóknadeild og hún tengt öllum snúrum og kveikt á græjunni, hún var meira að segja kvikmyndastjarna í leiðinni, því þetta var allt tekið líka uppá videó :-)

20080212182921_40

Mamman spjallaði bara við hjúkkurnar á meðan og voru þær nú aðallega að forvitnast um kraftaverkabarnið sem Rebekka er :-)  Og ég leifði þeim líka alveg að vita það að hún er sko flottust..  Þær voru svo hissa að Rebekka væri bara 3 ára því þær héldu að hún væri 4 og jafnvel 5 ára því hún er svo stór og fullorðinsleg, ekki slæmt það eða sko á þessum aldri, mammsan væri sko ekki sátt ef þær myndu segja að hún væri fullorðinsleg :-)

Nú eftir þessar rannsóknir þá var brunað aftur uppá 5 hæð og þar svaf skvísan í rúmlega 2 tíma til viðbótar. 

Þegar Rebekka vaknaði var hún svo rugluð en samt svo yndisleg.  Hún var alveg með það á hreinu hvað hún var að gera og já hverjir voru þar, hún talaði strax um konuna með brúnu AUGUN, mamman bara gafti því ekki erum við farin að tala um lit á augum og því var þetta alveg nýtt sem kom frá henni, hún talaði svo mikið um brúnu augun og konuna að þegar ein hjúkkan kom inn sem við höfðum hitt fyrr um morgunin spurði ég hana hvort hún væri með brún augu, og svarið var já hehe svo ég vildi nú segja henni það sem skvísan sagði en þessi kona með brúnu augun sem hún talaði um var sko með barn í maganum og það var STRÁKUR hehe hjúkkan hló og sagðist vera með brún augu en ekkert barn í maganum :-)

Rebekka talaði svo líka um strákinn sem var með snúrurnar í hausnum og svo talaði hún um brúnu stelpuna :-)

Hjúkkurnar vildu ekki senda hana strax heim því hún var svo máttlaus, en rúmlega 3 í dag bað ég eiginlega um að fá að fara með hana heim, var orðin hungruð og vildi bara komast heim með skvísuna.  Þær samþykktu það en bentu mér að hafa samband ef eitthvað væri. Rebekka var ekki farin að stíga í fæturnar svo ég tók veskið mitt, töskuna, dúkkuna hennar Rebekku og Rebekku sjálfa í fangið og hélt á þessu út í bíl, úfff bakið og skrokkurinn :-(  En þetta hafðist allt saman.

Rebekka var svo "lyfjuð" ennþá, það er skrítin tilfinning að horfa á barnið sitt svona en maður getur samt brosað út í annað inná milli, hún var svo krúttleg og það sem vall uppúr henni er bara tær snilld :-)  Hún elskar mig svo mikið og var sko alveg svaka dugleg að minna mig á það í dag "mamma ég ELSKA þig" hehe

Skvísan kom svo heim og borðaði 3 íspinna í einum rikk og var bara róleg, fór fljótlega aðeins að ganga en var mjög völt svo ég var hlaupandi hérna um íbúðina til að styðja hana og passa að hún detti ekki illa.  En það var svo bara "runnið af henni" að mestu um kvöldmatarleytið og fór skvísan í bað til að þrífa alla "drulluklessurnar" úr hárinu og þaðan í rúmið um níu leytið, klukkutíma seinna en vanalega en hún svaf náttúrulega svo mikið í dag.  Sofnaði vel og sefur enn.  Vona bara að hún sofi í nótt því ég þarf að vinna í fyrramálið.  Mér var nefnilega sagt að líklega myndi hún ekki sofa mikið í nótt, en vonum það besta.

Ég sýndi henni svo myndirnar sem eru komnar inná barnaland og þá var hún svo hissa og spurði hvar konan með brúnu augun og bumbuna væri, hvar strákurinn væri og hvar brúna stelpan væri.   ég reyndi að útskýra fyrir henni að hún hafi haft þau hjá sér í draumnum meðan hún svaf, en já þetta var pínu flókið en krúttlegt

20080212182931_41

Niðurstöður koma svo innan viku, en mér var sagt að það væru ekki miklar líkur að það komi eitthvað út úr þessu vegna þess að það þurfti að gefa henni lyfin, en auðvitað vonum við bara það besta

með kveðju Elísabet og Rebekka skvís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg hún Rebekka:O)

Vona að það hafi allt gengið eftir og þið fáið mjög svo góðar fréttir eftir viku:O)

Helgaj (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:51

2 identicon

flott stelling sem hún hefur sofnað í he he... gott að þetta gekk fyrir rest :)

     kv Anna Kristín.
 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Stór og mikill dagur að baki og vonandi bara góðar niðurstöður eftir

Kristín Snorradóttir, 13.2.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Huldabeib

Vona að niðurstöðurnar verði góðar.. hún er svo dugleg þessi dúlla sem þú átt.

Huldabeib, 14.2.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband