Leita í fréttum mbl.is

4 dagar í útskrift

jájá þetta er bara að gerast!!  Ég samt svo róleg eitthvað, held barasta að ég sé engan vegin að trúa þessu híhí..  ætla að vera með veislu á laugardaginn og sko partý um kvöldið.  Elvar situr hér heilu og hálfu daganna að spila og semja svo það verður vonandi stemning Tounge

14 dagar þangað til Sólveig Birna flýgur á vit ævintýranna, eða næstum hálfan hnöttinn til Filipseyjar.  Mikill undirbúningur í gangi og ég viðurkenni það alveg að þar er líka svolítil rölegheit, kannski smá kæruleysi þar sem ég gerði þetta allt í fyrra áður en Harpa Katrín fór til Mississippi. En eftir útskrift höfum við rúmlega viku til stefnu svo það verður púl vinna uppá hvern einasta dag að búa til bæklinginn, versla það sem þarf að versla, merkja fötin, bólusetning, heilsufarsvottorð og jájá allt er sko 100% Ég skrifaði meira að segja undir plagg um að dóttir mín mætti fara í sundlaug Wink

Harpa Katrín ætlar að skella sér á ævintýranámskeið og reiðnámskeið í sumar, þess á milli ætlar hún eða réttara sagt Á HÚN að vera í smá vinnu hjá mömmu sinni. 

Dagný unir sér vel í leikskólanum, styttist í að hún hætti þar og setjist á skólabekk en ég held að við séum bara ekki alveg tilbúin í það híhí eða réttara sagt pabbinn vill halda í litla barnið sitt aðeins lengur haha.  Skvísan þroskast ótrúlega hratt þessa daganna, er búin að kenna henni fullt af stöfum og ætlum við að reyna að klára þá alla fyrir skólabyrjun, áhuginn er allur að koma svo það er um að gera að grípa þá tækifærið.

Rebekka er að fara yfir á stóru deildina, mamman aðeins með kvíðahnút yfir því, en þetta gengur allt yfir við vitum það.  Breytingar fara bara ekki vel í mína og verður því að fara varlega í þessar breytingar allar.

Jæja búin að fá smá munnræpu svo ég ætla að koma mér í eldhúsið og taka það aðeins í gegn, stefnan er tekin á skápa, bakaraofn, örbylgjuofn, ruslaskáp, sökkul og gólf fékk að sofa fram að hádegi í dag svo dagurinn er bara rétt að byrja hér :-)

kv Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyja

Ja hérna hér! Ekki vissi ég að þú værir líka með heimasíðu. Ótrúlega dugleg kona þú! Fallegar myndirnar af ykkur! Gangi þér vel, vertu kát ríka kona,og farðu vel með þig svo þú getir haldið áfram og við öll njótum góðs af Dularfull kveðja frá einni eigingjarnri sem þykir mikið til þín koma!

Freyja, 11.6.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

hehe já og dularfult er það!!!! er að reyna að flétta upp öllum þeim Freyjum sem ég þekki og vantar fleiri upplýsingar takk :-)

Takk kærlega fyrir fallega kveðju

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.6.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband