Leita í fréttum mbl.is

Íslensku krakkarnir komnir á leiðarenda

Sæl verið þið

Jæja núna er elsku skvísan mín komin á leiðarenda og allt gekk svo rosalega vel. Íslenski hópurinn lenti í Filipseyjum í fyrrinótt og komu niður til Bacalod í gærmorgun. Þar tók við þeim Filipeysk fjölskylda sem var að mér skilst mjög rík og með þjónustufólk í öllum hlutverkum hehe. Skemmtileg upplifun fyrir krakkanna að sja þjóna að störfum inná "venjulegu" heimili. En það fór sem sagt mjög vel um þau þar og krakkarnir mættu kát og hress í Sumarbúðirnar í dag. Halldóra sendi mér sms og sagði mér að Sólveig væri öll að koma til og öll útbrot að dofna svo mömmunni líður nú betur að vita það :-)

Er að vinna í að uppfæra heimasíðu Sólveigar, líka að gera nýjan bakgrunn haha þar sem skvísan er nú búin að suða um það í ansi langan tíma en ég hef ekki komist í það.

Kveðja frá mér og Heimsflakkaranum :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brussan

Frábær ævintýraferð......kv Silla

Brussan, 2.7.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband