Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Andlaus

ææiii já er eitthvað andlaus þessa daganna, enn að reyna að ná upp orku og þreki.  Hef enga orku eftir öll veikindin og er að vonanst til þess að þetta fari nú að koma.

Ég er orðin einu barni "fátækara" reyndar ekki í þeim skilningi en elsta skvísan mín farin norður og fer svo til pabba síns í næstu viku og verður fram að verslunarmannahelgi úffff hvað ég á eftir að sakna hennar.

Er farin að sakna skellibjöllunar minnar líka alveg svakalega mikið, hún er búin að vera úti núna í 17 daga og ég farin að telja niður.  Stelpan að brillera úti og nýtur sín í botn, svo það er bara frábært.  Þetta er svo risa stór tækifæri sem þær fá þarna að ég valdi það frekar að fórna heilmiklu hjá okkur til þess að þær geti farið út.  Við vorum búin að borga inná ferð til Kanada með kórnum sem Elvar var að syngja með en ákváðum að hætta við þá ferð svo Sólveig kæmist út.  Eins ætlaði ég að far út með Hörpu Katrínu eina helgi, líkt og Sólveig fékk í fyrrasumar en fjárhagurinn leifir það bara ekki svo það verður bara að bíða betri tíma.  Svona tækifæri sem þær fá í þessum sumarbúðum er ekki á hverju ári eða mörgum sínum á lífsleiðinni svo jájá börnin í fyrstasæti og það verður alltaf þannig :-) alla veganna hjá mér híhí

Annars er bara allt við það sama hérna megin, leikskólinn kominn í sumarfrí þannig að atferlisþjálfunin er komin á mína ábyrgð :-)  Fékk möppu með gögnum hjá Þórdísi svo við getum haldið áfram þar sem þau enduðu í gær.  Ætla að reyna að setja inn fastan tíma sem Rebekka fer í þjálfun og þá að reyna að arisera því þannig að Elvar færi út með Dagný á meðan.  Þórdís útbjó reyndar snilldar stafaspil sem við getum notað í þjálfun og leift Dagný að vera líka með :-) 

Næstu tvær vikur fara í framkvæmdir hérna heima, ætlum að mála herbergin stelpnanna og reyna að koma okkur betur fyrir. Elvar að komast í sumarfrí  - held að það sé orðið ansi langþráð frí hjá honum og svo ætla ég bara að pískra hann út um leið haha

kv Elísabet


Myndrænt dagsskipulag

Þetta blessaða myndræna dagsskipulag hefur ógnað mér alveg svakalega mikið.... Mér fannst þetta svo rosalega mikil vinna, svo "flókið"  og satt best að segja treysti mér ekki til að halda þessu út.  Sem reyndar kom á daginn það hefur tekið mig og leikskólann ansi marga mánuði eða jafnvel ár að koma þessu á.  Fyrst var gert skipulag í leikskólanum og ég var með visst skipulag hérna.  En ég held að ég geti sagt að við þjálfi Rebekku vorum báðar svolítið "hræddar" við þetta.

Skipulagið hefur því verið í þróun ansi lengi og á síðasta teymisfundi var tekin ákvörðun um að koma þessu á, því það var bara ljóst að þetta þarf hún á að halda og þetta mun auðvelda henni ansi mikið. 

Við tók mikil vinna, finna myndir, hugsa hvernig við ætluðum að hafa þetta og setja í framkvæmd :-)  En ég held að ég sé komin með ágæta lausn á þessu.  Er búin að plasta 2 A4 blöð sem eru með vikuplani eins og það er vanalega.  Svo er ég búin að prenta út fulltfullt af litlum myndum af hinu og þessu og einnig þeim persónum sem hún umgengst mest og búin að plasta þær líka, svo notum við bara kennaratyggju til að líma þær á réttan stað þegar það á við, annars er bara alltaf sama rútínan hérna hjá okkur.  Eitt planið er hérna heima og hitt í leikskólanum, svo kem ég með mitt plan í leikskólann á föstudögum og þá með plan fyrir næstu viku og tek núverandi plan heim og fylli eins inná það.  S.S. planið er viku fram í tímann með nákvæmu dagsskipulagi.  Annað plan er svo bara með eina til tvær myndir fyrir hverjan dag mánuð fram í tímann, en vegna aðstæðna er það ekki alveg komið á hreint og því með hvítum dögum sem verður að koma í ljós.  En stefnan er s.s. að hafa þetta svoleiðis í vetur mánuð fram í tímann á einu skipulagi og á hinu vika nákvæm.

Það gladdi mig þegar þjálfinn hennar Rebekku kom til mín í byrjun síðustu viku og sagði mér að það hefði verið pínu gott á hana að átta sig á því hvað þetta er auðveldara fyrir Rebekku og því auðveldara fyrir hana.  Hún sagði líkt og ég að það var pínu "pirr" en samt ekki pirr í þeim skilningi heldur nákvæmlega það að þetta var þekkingarleysi og kunnáttuleysi við notkun svona skipulags sem ógnaði okkur. 

En þegar svona er í gangi þá skiptir líka máli að fara eftir skipulaginu, ég var á fundi niðrí bæ í dag og allt í einu í miðju kafi þá fattaði ég að á skipulaginu var að ÉG átti að sækja Rebekku og ég sem var bara í rólegheitum niður í bæ og ætlaði að láta Elvar sækja hana.  En það var ekki hægt, skipulagið heima og í leikskólanum sýndi mynd af mér svo ég dreif mig út í bíl og brunaði í leikskólann.  Stelpan tók kát og hress á móti mér Wink reyndar eins og alltaf hehe.

Við hér hefðum aldrei trúað því hvað þetta skipulag á myndrænan hátt auðveldar Rebekku og það sem meira er að þetta auðveldar okkur mjög mikið þó svo að þetta krefjist mikilla vinnu og skipulags fram í tímann.

Rebekka er svo kát þessa daganna, svo yndisleg og samvinnuþýð.  Fáir árekstrar og þó svo að þeir verði þá hefur okkur tekist að vinna úr þeim fyrir "kast" svona að mestu Tounge

Jæja læt þetta duga í bil

kv Elísabet


Matarfíkn

Jæja

Eins og þið flest vitið sem þekkið mig eitthvað þá hef ég verið í megrun síðan ég eignaðist mitt fyrsta barn eða árið 1996.  Ég man ekki eftir mér öðruvísi þennan tíma en að vera í einhverju aðhaldstímabilum sem ég gefst svo upp á eftir nokkra mánuði og byrja að fitna aftur.  Eftir svo einhvern X tíma þá kem ég mér af stað og gengur vel í nokkrar vikur/mánuði og þá er gamanið búið aftur.  En þegar ég er í fitn tímabili þá er ég samt alltaf með þetta á heilanum og hugsa ekki um annað Crying

Ég hef því verið smá saman að gera mér grein fyrir alvarleika málsins og með hjálp snillings þá er ég loksins að opna augun fyrir því að ég er og mun alltaf vera matarfíkill!!! Ég hef ekki stjórn á mínum matarvenjum og hef ekki heldur stjórn á því hvenær ég borða og hvenær ég borða ekki.  Stundum borða ég ekkert!!!! og get gert það í marga daga og jafnvel vikur að borða fyrstu máltíðina kannski um kvöldmat og ekkert meira.  Svo aðra daga þá missi ég alla stjórn og get borðað endalaust!!!  ohhh þetta er barátta sem ég veit að er ekkert að hætta. 

Ég er búin að vera að taka sjálfa mig í gegn síðan 1. febrúar á þessu ári.  Það sem ég hef reynt að gera er að borða ekkert eftir kvöldmat og forðast nammi og kolvetni í mat eins og heitan eldinn :-)  eða svona næstum því.  Það hefur samt ekki verið neitt prógramm né aðhald annað en að ég skráði mig í 10kg áskorunar hóp á skrapplistanum.  Við vorum ansi margar sem byrjuðum og erum enn að en markmiðið var sem sagt að losna við 10kg fyrir 15. júlí!! og mér tókst það og ætla sko að halda áfram.

En núna er ég líka búin að taka ákvörðun um að mæta í GSA - ég er búin að sjá svo snilldar árangur hjá einum engli sem tengist okkur Rebekku og er eiginlega alveg sannfærð um að þessi leið hennti mér og já hana nú ég ÆTLA að mæta í næstu viku!!! er einhver memm?

Hér koma svo smá MONT myndir fyrir og eftir :-)  passið ykkur ekki að missa ekki andann þegar þið sjáið fyrri myndina OMG var ég orðin svona hræðilega SKELFILEG!!! úffffff

Fyrir

Eftir


Rebekka skvís

Bara að sýna ykkur myndir af nýjustu áráttunni :-)  mér finnst hún bara pínu krúttleg sko!!  En þannig er það nú að hún byrjaði á þessu um daginn, við fundum nokkrar snuddur í skúffu inní herberginu hennar Sólveigar, hún er sko alltaf að reyna að vera mamman hérna og taka snudduna af systir sinni :-)  Nema hvað þetta varð voða sport að sofa með snuddubox hjá sér fullt af snuddum og í framhaldi af því byrjaði hún að raða snuddunum á koddan sinn.  Ekkert merkilegt þannig og var ég ekkert farin að spá í þessu, nema á mánudaginn átti ég að vera mætt í vinnu klukkan 08.00 og því enginn tími til að dunda sér hér heima fyrir leikskóla.  Ég klæddi stelpurnar í föt og við fórum fram, Rebekka byrjaði með sinn mótþróa.  Hún vildi ekki þessar buxur heldur þessar, hún vildi sokkana hennar Dagnýjar og ekki þessa skó heldur stígvél o.s.frv. Bara eins og sumir dagar :-)

En ég gerði mér ekki grein fyrir því af hverju hún var með þennan mótþróa, reyndi að gera henni til geðs en ef ég gerði það þá bara breytti mín um skoðun svo það gagnaðist ekkert.  Allt í einu heyrði ég í miðjum grátkórnum hennar "laga duddu"  Ég svaraði henni að snuddurnar væru í rúminu þar sem þær eiga að vera og húnendurtók laga duddu svo ég fór með henni inní herbergi og þá fattaði ég hvað var að ergjahana.  Hún átti nefnilega eftir að raða snuddunum eða "laga duddu" eins og hún sagði.   Þegar hún var búin að raða snuddunum þá var hún fyrst tilbúin að fara með okkur á leikskólann :-) 

Þetta er sem sagt ferlið hennar á hverjum morgni hér heima núna, fyrst raða snuddunum áður en hægt er að fara að gera eitthvað annað eins og að tannbursta tennur, klæða sig í föt og greiða hár :-)

snuddu system 

Svo í kvöld þá fann hún aðra snuddu í skúffunni frammi svo það fór ósköp vel í hana að þurfa ekki að riðla röðinni á snuddunum og fór því bara að sofa með hana og leifði hinum að vera eins og hún skildi við þær fyrir klukkarn 08.00 í morgun

svefnengillinn minn

Já Rebekka veit sko hvað hún vill Wink

kv Elísabet


10 kg múrinn unninn :-)

og nýr tugur einnig :-)   jájá ég veit eiginlega ekki hvað er að gerast með mig ég er bara að léttast og léttast en hef ósköp lítið fyrir þessu.  Allir að spyrja mig hvernig ég fari eiginlega að þessu og ég hummm á ekki mörg svör!!!

Jújú ég er orðin mun meðvitaðri um þá staðreynd að ég er matarfíkill!!!  Brynjar nuddarinn minn hamrar þessu í mig í hvert einasta skipti sem ég fer til hans - orðið svolítið þreytt ég veit það en samt svo nauðsynlegt að fá skammirnar :-)  Því hann kemur mér alltaf af stað aftur.

Það sem ég hef messt passað mig á er að borða EKKERT eftir kvöldmat, ég reyni að sleppa alveg öllu narti á kvöldin og ef mig langar í eitthvað á milli mála þá er það ávextir eða grænmeti.  Ég er að reyna allt til þess að sleppa namminu alveg, það hefur gengið ágætlega en ég fær mér samt alltaf eitthvað smá inná milli.   Ég er svo einnig að reyna að forðast/borða minna af kolvetnum eins og brauði, hrísgrjón, pasta og allt það...

Núna er ég mikið að spá í að láta verða að því að fara á GSA fund, ég lofaði Brynjari að vera búin að mæta einnig á Alanon fund og byrjuð að skoða sporin þar svo ég verð bara í þessu enda þarf ég á því að halda hehe

Sólveig Birna hefur það mjög gott úti, ég er búin að vera að skrifa fréttir á heimasíðuna hennar og mun setja inn myndir um leið og þær koma á netið.

Annars allt þokkalegt að frétta hér, er búin að vera reyndar alveg fárveik síðan á mánkvöld og varla komist fram úr rúminu úffff og það sem meira er að ég er með svo mikla hálsbólgu að ég get ekki borðað neitt né drukkið að ráði og er því líkaminn kominn í svelt og það er ekki það sem ég vil.  Bað Elvar að kaupa fyrir mig skyrdrykki og eitthvað fljótandi en svo hef ég bara enga lyst.  Hér var pönntuð pizza og brauðstangir og ég smakkaði það ekki einu sinni.  Enda sýndi vigtin rúm 2 kíló minna en á mánudaginn - sem kemur alveg pottþétt á mig aftur reyndar, ef ekki þá er ég orðin 12 kíló léttari :-)

Knús og kram

Elísabet


« Fyrri síða

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband