Leita í fréttum mbl.is

Tíminn líður HRATT

Smilejá já ég var í skólanum í allan dag og þegar ein af þessu fáu yndislegu samnemendum mínum sem eftir eru sagði "hva bara ein önn eftir og þá erum við búin!" og ég bara jamm ótrúlegt!!!

Svo ég tók upp símann hérna áðan og bókaði sal haha jájá hlæjið bara....... Ég var búin að telja sjálfri mér trú um að ég færi ALDREI í Háskóla og ef ég myndi læra eitthvað þá myndi ég læra eitthvað iðnámstengt, því ég gæti aldrei tekið Háskóla. 

Svo þegar ég sótti um námið vorið 2004, átti ég aldrei von á því að komast inní skólann, það eru svo margir sem ekki komast að í fyrstu tilraun sem uppfylla ekki inntökuskilyrði.  En ég kláraði aldrei stúdentinn þó svo að ég hafi farið langt í það samt.

En ég komst í gegn í fyrstu tilraun, einhver einstök lukka þar í gangi.  Ég hafði samt enga trú á mér og reiknaði aldrei með því að ég myndi klára þetta nám.  Núna er ég komin á lokaárið og næstum því búin með næst síðustu önnina. 

Ég sagði við sjálfa mig að ef ég myndi klára námið einhvern tímann myndi ég sko halda upp á það hahaha svo ég verð nú að standa við það.  Svo takið frá 21. júní 2008 Smile

knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábært...þú hefur líklega miklu meiri trú á þér nú heldur en í upphafi. Hvaða námi ertu í ?

Ragnheiður , 26.11.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þú rúllar þessu upp og bíður svo upp á snittur

Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 00:41

3 identicon

Loksins loksins er hægt að fylgjast með þér aftur skvís!

Kristín (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband