Leita í fréttum mbl.is

Eitt ár í frí!!

Já ég tók STÓRA og ERFIÐA ákvörðun, sótti ekki um neitt masternám þetta árið, fannst það erfitt og eiginlega fjarstæðukennt þar sem ég er nú ekki einu sinni útskrifuð :-)

Síðustu 4 ár hafa einkennst af mikilli keyrslu, álagi og ekki síst erfiðleikum.  Ég er farin að þrá ró og frið, að njóta þess að vera með gimsteinunum mínum án þess að vera með samviskubit yfir að vera ekki að læra.

Að sjálfsögðu hafa þær alltaf notið forgang, eins og hægt hefur verið hverju sinni, en þar sem þær eru ekki að njóta forgangs frá hinu foreldrinu þá er ég kannski með meiri kröfur á mig, skiljanlega börn þurfa ást, umhyggju og ekki síðst óskipta athygli :-)

Næsta ár ætla ég sem sagt að njóta þess að eiga börnin mín, rækta sjálfa mig því jú ekki hef ég nú gert það síðustu ár, njóta þess að vera hamingjusöm, þakklát fyrir það sem ég á og njóta þess til fullnustu.  Kannski fer ég í eitthvað nám, einhver námskeið o.s.frv. en ég mun líka fara að vinna eins mikið og heilsan leifir sem verður eflaust ekki mikið :-(

 ææiii ég er farin að hlakka til, kannski einum of því ég er með ritstíflu dauðans og kem engu í verk, dagarnir fljúga áfram eins og eldur í sinu en ritgerðin situr föst eftir :-(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Til hamingju með þessa ákvörðun. Gott að taka sér hvíld eftir mikla keyrslu og koma svo endurnærð aftur til leiks..

Ég hef tekið ákvörðun um að taka mér viku frí til að liggja og gera EKKERT þegar þessari önn líkur áður en ég byrja að vinna....svo lítil hleðsla á batteríinu hjá minni núna.

Knus skvísa

Kristín Snorradóttir, 16.4.2008 kl. 18:32

2 identicon

Hæ hæ,

Alltaf gott að vera búin að taka ákvörðun! Þú verður að trúa að svona eigi þetta að vera og eitthvað gott muni koma út úr því!

knús og ofurskutlukraftur!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:27

3 identicon

Til hamingju með ákvörðunina - held að þú sért að gera rétt. Enda alltaf gott að hafa réttan forgang á hlutunum!

kv Petí 

Petí (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:43

4 identicon

Mér finnst þetta frábæ ákvörðun hjá þér -  maður verður að eiga pínu líf , hugsa um sjálfa sig , fjölskylduna og rækta það sem er nálægt manni.

mér finnst þú bara hetja
Kv Arndís

Arndís (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:09

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Æiii takk elskurnar, ég er ánægð og sátt, farin að hlakka til þess að geta notið lífsins til fulls, FÖNDRAÐ þegar mig langar og leift stelpunum að gera það með mér :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband