26.1.2008 | 15:17
Hlaupabólan mætt
með tilheyrandi pirringi og vanlíðan.
Afmælisbarnið mitt er sko ekki að höndla þessar bólur sem hlaupa um allan skrokkinn hennar :-) Hún er marg búin að biðja mig að taka þessar bólur og skilur bara ekkert í mömmu sinni að verða ekki að þeirri ósk
Skvísan vill nefnilega ekki hafa eitthvað "auka" á sér, eitt sinn settu systur hennar "Sosbarna tattú" á hana og hún gjörsamlega umturnaðist, vildi sko ekki hafa þetta á sér, hún hefur ekki heldur viljað plástur, fyrir utan Dóru plásturs æðið sem hefur verið hér, en þeir plástrar fengu ekki að snerta hana lengi
Annars allt við það sama hér, sváfum lítið í nótt og er litla skvísan rosalega lítil í sér, vona bara að þetta taki ekki marga daga!
kveðja Elísabet og hlaupabóluskvísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 11:52
Afmælisbarnið mitt
Elsku besta Rebekka mín
Innilega til hamingju með þriggja ára afmælið þitt.
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og þú barasta orðin "ðiggja" ára, svo dugleg og flott stelpa. Þú kannt svo margt, ert svo dugleg að púsla, lita og perla. Þér finnst líka svakalega gaman að leika þér með dúkkur og það sem þú getur dröslast með dúkkur, vagna og það sem tilheyrir því :-)
Núna ertu i leikskólanum og ætlaðir sko að fá kórónu og fá að sitja í afmælisstólnum, það er sko sérstakur stóll sem maður má bara sitja í þegar maður á afmæli.
Ég sakna þín óendanlega og elska þig svo mikið
þín mamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2008 | 22:12
B.a undirbúningur
úfff ég er orðin svolítið stressuð já og eiginlega kvíðin. Finnst ég svakalega óörugg og eiginlega ráðvillt. Veit ekkert hvar ég á að byrja og strax farin að mikla þetta fyrir mér og á ekkert von á því að ná að klára þetta fyrir 15. apríl úfff púffff aftur :-(
Ritgerðarefnið verður sem sagt meðferðarúrræði barna á Íslandi, ætla að reyna að skoða hversskonar úrræði bjóðum við uppá? eftirmeðferðir? árangur? hvað má betur fara og hvað gerum við vel???
Svo er það spurning hvort ég geti nálgast upplýsingar erlendis, t.d. frá Danmörku til að bera saman við okkur..
Svo er það annar hausverkur. Ég er ekkert svo mikið inní þessu, hef náttúrulega ekki þessa reynslu sjálf og er því að skoða hvað er í boði, ég barasta vissi það ekki og eiginlega veit það ekki hehe. Komin með einhverjar upplýsingar en þarf að skoða þetta vel, vil ekki gleyma einhverjum úrræðum sko :-)
Ég hlakka samt til að skoða þetta og vona að ég geti gert þetta vel og þetta verði gögn sem nýtast til góðs :-)
Svo ef þið kæru blogggestir lumið á upplýsingum sem ég gæti nýtt mér í þessi skrif þá endilega sendið mér tölvupóst á elisstef@khi.is
stresskveðja
Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 12:54
úfff púffff sorglegt
Þetta finnst mér skelfilegt, sorglegt og allt það. Ég þakka samt guði fyrir að einginn slasaðist. Ég votta Jóni og fjölskyldu samúð mína og vona svo innilega að þau fái stuðning og kraft til að byggja Kaffi Krók upp aftur. Það var yndislegt að koma á Kaffi Krók og er sárt að vita af þessu sögufræðilegu húsi ónýtu Þið getið séð myndir af slökkvistarfinu inná http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=511&cid=9271
Kveðjur norður til ykkar allra
Elísabet Stefánsdóttir
Stórbruni á Sauðárkróki í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 00:29
jæja!!
Lítið um blogg skrif þess daganna!!!
Það er bara búið að vera svo mikið um að vera hérna að ég hef bara ekki haft eirð í mér né tíma til að skrifa eitthvað.
Skólinn byrjaði á mánudaginn með B.a verkefna fyrirlestri. ég hitti einnig leiðsagnakennarann minn og verður ritgerðin mín um meðferðaúrræði barna á íslandi, s.s. upp að 18 ára aldri. Hvernig erum við að standa okkur, hvernig er árangurinn og hvernig stöndum við okkur miðað við aðrar þjóðir?
Þetta er náttúrulega allt bundið við að ég geti nálgast gögn annarsstaðar um úrræði og eins hvort einhverjar tölur séu til hér á Íslandi, þetta er allt í athugun :-)
Búin að skila af mér heilum 26 bls greinagerð til Sýslumans í Reykjavík auk rúmlega 30 bls af auka efni, svo öll orka síðustu viku hefur farið í þetta :-)
Nú jæja skólinn byrjaði svo með áfanganum kynning á fötlunum. fjögur verkefni þar, verður samt mjög áhugavert og skemmtilegt eflaust, en ég er svo sem slatta inní þessum málum.
Svo lagðist ég í flensu og er búin að vera ónýt síðan, ógó fúlt það, gat ekki mætt í skólann í gær og ekki í valáfanganna svo ég veit ekkert hvernig ég stend þar :-(
kveðja í bili
Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2008 | 14:13
heilaritið gekk ekki
Jæja heilaritið gekk ekki, Kannski ekki frekar en ég átti von á. Okkur tókst að halda henni og reyna að tjónka við hana meðan klínkurinn var settur um allt hár, En þegar átti að tengja "pólanna" var mín orðin ansi reið og vildi LOSNA við þetta ógeð í hárinu á sér. Hún sættir sig nú ekki sinu sinni við smá blett í buxunum sínum hvað þá að vera öll út klínd í hálfgerðu smjörlíki :-)
Við vorum því send heim með útklínt hár og munum mæta á Barnaspítalann og fá róandi fyrir þetta. Vonandi að það muni ganga vel, en þegar búið er að gefa róandi þá verða niðurstöðurnar ekki eins áreiðanlegar.
kveðja Elísabet og Rebekka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 23:32
Heilarit
já litla örverpið mitt er að fara í heilarit á morgun, er með nettan hnút í maganum og kvíði þess að þurfa að takast á við "óvargadýrið mitt" hehe já hún er sko yndisleg þessi dúlla. En hún veit hvað hún vill og hún forðast eins og heitann eldinn að láta fólk fikta í hárinu á sér. Það er ein sem má greða henni og er það Tanja Rut 12 ára heimalingur hér. Verst að hún kann ekki að setja upp alla þessa "póla" en skvísan verður tengt að mig minnir 18 snúrum í höfuðið
Vona að þetta fari allt vel, en jájá búin að vera svakalega kvíðin í dag,
Kveiki á kerti fyrir Þórdísi Tinnu hetju sem ætlar að ná sér í orku fyrir helgina á morgun :-) Sendið henni nú alla ykkar auka orku, ég ætla að gera það.
knús og kram Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 17:53
söfnun og samúðarkveðjur
Votta fjölskyldunni í Tunguseli samúð mína, hræðilegt slys og vil endilega koma þessu á framfæri.
Tekið af mbl.is
Hafin er söfnun fyrir tvo drengi sem misstu stjúpföður sinn í brunanum í Tunguseli í Reykjavík í morgun. Drengirnir eru 7 og 12 ára og að sögn fjölskylduvinar misstu þeir allar sínar eigur í brunanum og sárvantar skó og annan fatnað.
Róbert Guðmundsson er vinur fjölskyldunnar og hefur hann stofnað bankareikning í nafni annars drengjanna og segir hann að allar gjafir séu vel þegnar. Þeir sem eru hugsanlega aflögufærir með föt eða leikföng geta sömuleiðis haft samband við Róbert í síma 867 5569.
Reikningur: 0113-05-066351 Kennitala: 190796-3029
Kveðja Elísabet
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 02:24
vinnuherbergið
AÐ VERÐA KLÁRT, jájá ég get þetta alveg þegar ég tek mig til hehe en þetta er búið að taka ÞRJÁ sólarhringa úfff pppúúffff. Það er búið að fara í gegnum allar hillur, skúffur og smáhluti. Er ekki alveg búin, en ætla að klára þetta á morgun.
Svo er það RÆKTIN á morgun, jájá mín ætlar að reyna að koma sér í tækin, má eitthvað lítið gera og er náttúrulega að fatta það að ég mátti ekki fara fyrir en ég væri búin að tala við sjúkra, hann ætlaði nefnilega að setja upp prógrammið og vill fylgjast með mér.
Jæja kannski að ég hringi í hann á morgun og reyni að ná sambandi við hann
kv Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2008 | 14:18
Í gær og í DAG
Í gær ætlaði ég að taka föndrið mitt í gegn og já allt skóladótið líka....... En þar sem þetta er minn allra versti galli, er að ég byrja á einhverju og næ ekki að klára það :-( held ekki einbeitingu og missi alla orku Ég afrekaði reyndar fyrir jólin að taka eldhúsið í gegn á EINUM DEGI jájá þið hlæjið kannski og hneikslist smá en svona er þetta bara og eitthvað sem við sem erum með ADHD þurfum að glíma við :-)
Annars fékk ég að vaka fram eftir og halda áfram að svortera allt. Það er nefnilga líka þannig að þegar ég tek mig til í svona, þá geri ég það svakalega vel og svortera allt og fer í gegnum ALLT.
Er því að vakna núna, karlinn farinn með stelpurnar í sund og ég ætla að gera aðra tilraun í að klára herbergið, jájá ég vona að ég nái að klára þetta í dag. úúfff en ég á bara svo mikið og ég náttúrulega tími ekki að henda neinu sem heitir "föndur" haha Er reyndar búin að setja 3 kassa inn til stelpnanna svo þær græddu aðeins.
eigið góðan dag elskurnar
Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2008 | 01:02
árið og foreldrar barna á einhverfurófinu
Sæl verið þið
Langar að óska ykkur gleðilegs árs og takk kærlega fyrir árið sem er að líða
http://groups.msn.com/oskasteinar er grúbba sem var stofnuð fyrir foreldra barna á einhverfurófinu og/eða með aðrar hegðunarraskanir. Þarna getum við spjallað saman um allt sem við viljum, pústað þegar við þurfum á því að halda og einnig spurt þegar vakna upp spurningar. Okkur langar að reyna að virkja þessa grúbbu aftur en hún hefur ekki verið mikið virk, en koma alltaf póstar samt af og til. Ég vil því benda foreldrum sem ráfa hingað inná mitt blogg að endilega sækja um aðgang og sjá hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir ykkur..
Annars allt gott að frétta hérna, Rebekka skvís fór í leikskólann í dag og hitti Þórdísi sína, ´hún er sem sagt komin með 7 tíma stuðning og erum við náttúrulega æfinlega þakklát fyrir það.
kveðja í bili Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2007 | 14:34
Jólakveðja - fréttaannáll
Kæru vinir
Nú er árið 2007 senn á enda og erum við búin að eiga viðburðaríkt ár. Fyrri partur ársins einkenndist á ferðum á milli Húsavíkur og Reykjavík hvort sem það var með flugi, bíl eða huganum einum J
Húsmóðirin náði loksins árunum 30 í sumar og viku síðar var hún flúin land og skellti sér í nám til Englands nánar tiltekið í Torquay og tók þar 4 vikna enskunám í virtum skóla þar. Þetta var að mestu góður tími, dvaldi hjá alveg yndislegum hjónum og kynntist fullt af fólki. Elvar og Sólveig komu svo í heimsókn til hennar og hittumst við í London og áttum alveg yndislegan tíma. Sólveig Birna alveg blómstraði við alla þessa athygli og mun eflaust aldrei gleyma þessari ferð.
Harpa Katrín ásamt 3 öðrum íslenskum krökkum fóru sem fulltrúar Íslands í alþjóðalegar sumarbúðir 11 ára barna (CISV) til Mississippi í USA ásamt frábærum farastjóra honum Arnór Fannari. Mikil vinna hófst strax í mars við undirbúning að ferðinni, við útbúðum ótrúlega flottan bækling um Ísland og krakkanna sjálfa og það kemur náttúrulega fæstum á óvart að móðirin á heimilinu sá um föndurleiðbeiningar. Ferðin hófst svo 22. Júní og stóðu krakkarnir og þar með Harpa Katrín sig alveg frábærlega bæði í ferðalaginu til og frá Íslandi og allan tímann úti. Við erum því ótrúlega stolt af því að eiga svona frábæra fulltrúa frá Íslandi til að kynna land og þjóð. Það voru svo stoltir foreldrar sem biðu spenntir eftir krökkunum okkar í Keflavík 21. Júlí og krakkarnir sem komu til baka voru mun þroskaðri og reynslumeiri eftir þessa dvöl úti. Það verður nú að koma fram hér að það fyrsta sem Harpa Katrín sagði við Sólveigu Birnu systur sína við komuna í Keflavík var þú verður að fara út næst, þetta er sko enga stund að líða og geggjað gaman, ég fékk enga heimþrá" Núna á Harpa Katrín yfir 40 vini frá 10 löndum víða úr heiminum sem hún heldur reglulega samband við. Að sjálfsögðu mun Sólveig Birna fá tækifæri til að fara í CISV sumarbúðir 2008.
Í haust hafa þær systur æft skíði og stundað söngnám við söngskóla Maríu Bjarkar, en enginn önnur en Regína Ósk kennir þeim þar með miklum árangri.
Sólveig Birna (10 ára) fór í eina viku í sumarbúðir í Ölver í sumar og átti þar mjög skemmtilega tíma, kynntist þar krökkum og fékk að prófa ýmislegt merkilegt eins og að sofa í hengirúmi. Þar fékk hún líka verðlaun fyrir snyrtilegasta herbergið, en hefur nú ekki alveg flutt þá lægni heim til sín en hún er nú alveg hörkudugleg þegar hún tekur sig til. Þaðan fór hún beint á Húsavík til Elvars og Dagnýjar að eigin ósk. Þau áttu alveg frábæran tíma og var ýmislegt brallað eins og sund, veiða, hjólatúrar og fékk skvísan að keyra bíl alveg sjálf að hennar sögn J Sólveig er mjög barngóð og hefur mjög gaman að því að passa börn.
Elvar leggur mikla vinnu í að vinna að forvarnarstarfi og einn liður af því var að halda úti tónlistarsmiðju á Húsavík fyrir krakka á aldrinum 12-17 ára með mjög góðum árangri. Elvar endaði tónlistasmiðjuna svo með að gefa út geisladiskinn Lífið er leikur" en þar er að finna 10 lög eftir Elvar sjálfan í flutningi ungmenna í tónlistarsmiðjunni og gesta þeirra. Þess má geta að Guðni bróðir hans sá alfarið um upptökur og aðstoðaði einnig með margt annað og er honum þakkað kærlega fyrir alla þá hjálp. Áfram heldur Elvar úti heimasíðunni líf án áfengis en þar er að finna ýmsan fróðleik sem allir geta nýtt sér.
Dagný skvís kvaddi Bestabæ á Húsavík í ágúst þegar fjölskyldurnar tvær ákváðu að tími væri kominn til að sameinast í Reykjavík. Skvísan flutti viku á undan pabba sínum þar sem hann hafði nóg að gera við söng, söngæfingar og tónleika. Dagný var yngsti nemandinn á tómstundabraut við KHI þegar hún sat þar tíma í heila viku, en bið var á því að hún kæmist í leikskólann vegna manneklu. 15. september byrjaði hún á leikskólanum Jöklaborg og á deildinni Heimaseli, þar er hún alveg að brillera, á marga vini og þar af einn kærasta. Dagný varð 5 ára í september og finnst henni rosalega gaman að leika sér með petshop, í dúkkuleik og fara í tölvuna. Það má ekki gleyma Dóru" æðinu sem er hér á bæ, en þær yngri systur elska Dóru og vilja helst eiga allt sem tengist henni. Hún hefur einnig ásamt stóru systrunum verið í söngskólanum og stendur sig vel þar, feimnin er öll að fara og þar bakvið leynist eflaust söngstjarna framtíðarinnar.
Rebekka verður 3 ára í janúar, hún stendur sig ótrúlega vel. Hún á Þórdísi sína í Leikskólanum sem er atferlisþjálfari hennar, Þórdís er alveg einstök kona sem vinnur með Rebekku af einstökum áhuga og fagmennsku. Teymisfundir eru haldnir sirka einu sinni í mánuði en þá hittast allir þeir sérfræðingar og ráðgjafara sem koma að henni í leikskólanum ásamt móður. Þarna er farið yfir stöðuna og rætt hin ýmis mál sem tengjast Rebekku. Við gerum plan fyrir komandi mánuð sem þarf að fara eftir bæði í leikskóla og heima. Rebekka byrjaði í talþjálfun í haust og gengur það mjög vel og fengum við alveg að heyra það hvað Rebekka á góða mömmu, sem hefur lagt mikla vinnu í að gera lífið hennar sem auðveldast. Þjálfunarnámskeið fyrir Rebekku var haldið í október og var báðum foreldrum Rebekku boðið ásamt starfsfólki Heimahlíð. Mamman og Elvar sóttu þetta námskeið sem haldið var á Greiningarstöðinni, en Elvar hefur reynst Rebekku mjög vel og verið tilbúin að setja sig inní allar hennar þarfir. Við erum þakklát fyrir að Reykjavíkurborg samþykkti námskeiðið, enda var það sér miðað af þörfum Rebekku og okkar sem komum að henni. En allt þetta hefur hjálpað Rebekku til aðlagast lífinu á sem auðveldastan hátt. Rebekka er mjög nákvæm og þarf allt að vera í föstum skorðum í kringum hana. Hún veit alveg hvernig hún vill hafa hlutina, stundum skipta millimetrar henni máli Rebekka er púsl sérfræðingur og er hún farin að púsla allt að 70 kubba án aðstoðar og hefur púslað 100 púsl með smá aðstoð. Hún er því langt á undan í þroska á þessu sviði miðað við jafnaldra hennar. Uppáhald hennar þessa daganna er að sitja á gólfinu og brjóta saman flíkur, það gerir hún með einstakri nákvæmni og lægni, horn í horn og allt slétt og fínt Hún elskar líka Dóru" teiknimyndastelpuna sem kennir krökkum ensku, en það er mikið kappsmál hjá henni að vera í einhverju Dóru" hvort sem það eru nærföt, sokkar eða annað.
Nú foreldrarnir hér á bæ hafa nóg að gera, húsbóndinn byrjaði að vinna á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti í ágúst og líkar það mjög vel, hann er einnig að syngja með kirkjukór Seljakirkju og spilar og syngur með lofgjörðabandi.
Húsfreyjan var að klára næst síðustu önn sína í námi sínu í KHÍ og vann vettvangsnám á meðferðarheimilinu Stuðlum sem rekið er af barnaverndarstofu fyrir börn á aldrinum 12-18 ára, í framhaldi af því var hún ráðin í vinnu og vinnur þar sem ráðgjafi í afleysingastöðu. Næsta önn mun einkennast að B.A ritgerðar skrifum og er stefnt að útskrift 21. Júní 2008 og getur hún þá loksins titlað sig sem tómstunda- og félagsmálafræðing. Stefnan er svo tekin á áframhaldandi nám og þá líklega Master í Náms- og starfsráðgjöf, svo ekki er nú skólagangan búin hér á bæ.
Brátt hækkar á lofti himnesk jól,
þá hlýnar í byggðum við Norðurpól,
Megi hátíðin kæra ást og frið ykkur færa ,
fögnuð í hjarta og gleðileg jól
Elvar, Elísabet, Harpa Katrín, Sólveig Birna, Dagný og Rebekka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 02:03
jólin koma
jólin koma brátt!!!
Jájá allt að verða reddý hér, ótrúlegt en satt hehe!!!
Er hér að reyna að koma mér af stað í að gera eitthvað, en langar ósköp mikið að fara að sofa. Elvar búinn að tuða hérna í mér að jólin komi þó svo að ég framkvæmi ekki þetta sem ég á eftir að gera haha jájá jólin koma, jólin koma brátt!
Annars bara gott hér að frétta. Rebekka bara súper glöð með lífið, reyndar mikil þörf fyrir að segja frá einhverjum "atburðum" sem við könnumst nú ekki við hérna á þessu heimili... jájá líklega eru þetta einhverjir draumar sem hún er að segja frá. Svo er það nú páfagaukaeftirhermu þörfin á efsta stigi þessa daganna, sem sumir fjölskyldumeðlimir geta nú orðið ansi þreytt á! en geta svo hlegið af því líka :-)
Sendi ykkur eflaust kveðju á morgun já og ég gleymdi að segja það hérna, núna þurfið þið góðu vinir ekkert að staðfesta í emaili, tók það af. Svo kommentið á alveg að virka haha
Gleðileg jól
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 00:41
jólabros
Jæja núna brosi ég hringinn. Góðar fréttir á hverjum degi svo það er ekkert hægt annað en að brosa yfir því
Rebekka er búin að fá úthlutað 7 tíma í stuðning á dag, sem ég er að sjálfsögðu súper ánægð með. Loksins verður hægt að fara að vinna með hana tvisvar sinnum á dag og Þórdís okkar fær tíma í undirbúning o.s.frv.
Annars bara góðar fréttir hér, Rebekka snappaði aðeins á leiðinni í leikskólann í morgun. Hún var nefnilega ekki alveg sátt við að fá ekki að leiða mína hægri hönd, en Dagný var á undan að ná hægri hendinni og því átti Rebekka bara að leiða mína vinstri. Hún höndlaði það ekki og tók kast yfir því. Ég ákvað að ganga áfram og halda áfram að leiða Dagný hægri megin. Rebekka fékk því ekki að ráða, en það tók mig svo ansi langan tíma að koma henni inní leikskólann og mætti mín því þangað öfugsnúin. Ég áttaði mig svo reyndar á því eftirá að hún leiðir mig alltaf hægri megin, velur alltaf þá hendi og svo ræddi ég við þjálfara hennar og þá gerir hún það sama þar. Svo þetta er nú eitthvað sem við þurfum að brjóta upp og breita, verður verkefni jólanna :-)
Læknirinn okkar á GRR vill að Rebekka fari sem fyrst til Ólafs okkar Thor og láta hann meta störurnar hennar. Við eigum einnig að skrá niður þessar störur og þá aðdragandan hvað hún varir lengi og hvernig hún er eftirá. Það væri líka frábært ef við myndum ná þessu á video. Þetta er bara samt svo erfitt því þetta er svo fljótt að líða, manni finnst þetta reyndar vera í óratíma, en þetta er ekki nema kannski hálf mínúta kannski mesta lagi uppí mínútu. Svo við verðum að hlaða video vélina og vera með hana miðsvæðis og reyna að taka upp þessar störur. En líklega verður hún send í CTið aftur og þá verður vonandi hægt að segja að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af.
Það er bara svo óhugnanlegt að horfa á barnið sitt svona, dettur út og er eins og hún sé í VÍMU, sést nánast bara hvítan og augun rosalega skrítin, svipurinn á henni líka.
Annars talaði hún ekki um annað í dag en litla barnið í maganum á Rósu, svo ætli þetta verði ekki umræðuefnið næstu mánuðina :-) Emma kom líka í heimsókn til okkar með sína bumbu svo það var kannski til þess að ýta undir umræðuna um litla barnið í bumbunni hehe
Annars bara súpergott að frétta hér, hlökkum til jólanna. En ástin mín verður víst lítið heima, syngjandi hér og syngjandi þar haha
kv Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 00:09
Eldhúsið búið
Jájá mín tók bara eldhúsið í gegn, ALLA skápa innan sem utan og ofaná líka :-) Ohhhh hvað ég er fegin að þetta er búið........ Enda sigur hjá mér að klára svona á einum degi!!
Annars gleymdi ég nú alltaf að láta ykkur vita að veskið fannst svo ég fékk mína lykla sem ég óttaðist mest um!
Hér er að koma smá jólastress í kroppinn. ætlaði mér að vera búin með miklu meira, en ég þarf einhvern veginn alltaf að vera á síðustu stundu með allt saman, ótrúlegt!!
Langar að byðja ykkur að senda hlýjar hugsanir til Kristínar og fjölskyldu og ekki gleyma Ragga sem þarf að fá styrk til að stíga upp enn einu sinni. ohhhh skelfilegt að þurfa alltaf að ganga í gegnum það aftur og aftur að missa barnið sitt. Ég finn svakalega mikið til með foreldrum og fjölskyldum fíkla.
Núna er bara að koma sér í háttinn og vakna sprækur á morgun!
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2007 | 20:23
Komin í jólafrí
ohhhh hvað það er góð tilfinning. LOKSINS kom ég öllu frá mér tengt skólanum, ótrúlega ánægð með mig :-)
Annars ansi margt búið að ganga á hér á bæ, svona eins og gerist mjög reglulega. Það mætti halda að karlmenn fara á túr, ég get svo svarið það hahaha
Stelpurnar mínar fóru af stað í morgun í skólann, enda skólinn bara í næstu götu, en jájá mamman fékk nú MÓRAL dauðans, þegar þær hringdu og höfðu bara fokið og endað á TRÉ, en þær komust heilar og húfi heim til vinkonu Sólveigar sem á heima hérna nánast í næsta húsi.
Þær fengu svo að vera veðurteftar þar, því við vildum ekki senda börnin í skólann. Mamma hennar Unnar var svo elskuleg að keyra þeim heim um 11 leytið og við erum bara búnar að vera að dunda okkur hérna í dag. Litlu skvísurnar fóru ekki heldur í skólann svo það voru bara allir heima.
Rebekka skvísan mín er orðin slöpp, komin með einhverja hitavellu og búin að vera frekar lítil í sér í dag. En það sem er svo merkilegt við hana Rebekku að hún verður svo SKÝR og svo DUGLEG þegar hún er með hita. Það er eins og allt fari bara í gang. Ekki það að hún er sko snillingur þessi dama, en þá finnum við mun á henni þegar hún er lasin, er einhvern veginn balleseraðri.
Teymisfundurinn var á miðvikudag og voru störurnar hennar ræddar ásamt öllu öðru. María vill ræða þetta við Ingibjörgu lækni því kannski er þetta flogastörur :-( Við verðum því líklega sendar aftur í CT og vonum að sjálfssögðu að allt komi vel út úr því. En ég neita því ekki að sjálfsögðu var mér brugðið við þetta. En ég veit líka að skvísan er bara snillingur og vona ég að þessar störur hennar verði bara hættar og einhver önnur ástæða fyrir þeim.
Það á líka að athuga með fæturna á henni sem eru óvenjusnúnir alltaf, hún er svo liðug en samt svo klunnaleg í hreyfingum. Sjáum til hvort við verðum sendar í sjúkraþjálfunina sem er búið að bíða aðeins með.
Skvísan er líka farin að púsla púsluspilin sem eru til fyrir elstu krakkanna, Það eru farnar ferðir inná stóru deildina til að ná í púsl fyrir hana því púslin á hennar deild eru bara svo létt
Hún er með púsl hérna heim sem eru 60 stykki og fer hún alveg leikandi með það, en Dagný skvísa sem er nú ekki mikið fyrir púsl finnst það frekar flókið.
Leifði börnunum að baka myndakökur í dag og OMG, það fór allt á HVOLF!!! ég bölva þessu í hvert einasta skipti sem ég leifi stelpunum að baka kökur, ég hugsa alltaf það sama, næst KAUPI ég piparkökur og leifi þeim að skreyta!! Núna er allt út í fitu og ógeði og það á eftir að skreyta kökurnar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2007 | 00:25
Hér var eitt útkall
Klæðningin er að losna, eitt járn farið og annað sem slæst við blokkina og ekkert er hægt að gera. Komu hér 3 björgunarsveitamenn og hristu bara hausinn, því það væri bara stór hættulegt fyrir þau að fara upp, rokið er svo mikið. Svo hér stöndum við bara vaktina og bíðum eftir að járnið gefi sig og losni svo við getum farið að sofa róleg. Hættan er nefnilega heilmikil og verðum við því bara að BÍÐA, en þetta blessaða járn ætlar ekkert að gefa sig, er aðeins byrjað að rifna en það bara gefur sig ekki.
Börnin öll vöknuð og geta ekki farið að sofa úr hræðslu, hávaðinn er svo mikill þegar járnið slæst svona. En jájá bara að leifa ykkur að fylgjast með lífinu í Seljahverfinu hehe
kv Elísabet
Slæmt ástand í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 17:12
Ekkert bólar á töskunni minni :-(
Ég fékk enga hringingu frá húsverðinum í gær svo veskið hefur ekki fundist :-( Í rauninni er mér sama um kortin mín, ég náði að loka þeim og ekkert fór út af þeim. En lyklarnir!!!! er ekki sama að vita af þeim einhversstaðar út í bæ Ég er líka að pirrast yfir því að núna á ég ekki lykla af póstkassanum, skíðaboganum, bílageymslunni og geymslunni. Þetta voru einu lyklarnir sem til voru á þessu heimili. Bílageymslan reyndar reddast. En hitt þarf ég að skipta um skrá og efast nú um að það sé hægt á skíðaboganum og borgaði ég nú 35000 kall fyrir hann :-(
Æiii ég er að vonast að veskið finnist og einhver hafi bara tekið peninganna og skilið veskið eftir einhversstaðar.
Annars prófin búin en ég á eftir tvö verkefni og þá er ég komin í JÓLAFRÍ!!!!!
Er að fara í konfektgerð í Námsflokkum Reykjavíkur á morgun, konfektkassagerð á þriðjudag og á miðvikudag mun ég sjá um dagatalagerð svo þetta verður nú bara stuð!
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 03:08
RÆND!!!
jájá ég var rænd í kvöld Var í KHI að læra í hljóða lessalnum. En hafði svo farið á WC og gleymt veskinu mínu þar í glugganum. Þegar ég svo uppgötvaði þetta þá rauk ég inná WC og auðvitað var veskið mitt FARIÐ, með öllum mínum kortum, bíllyklum, húslyklum, málningadóti og fullt af öðru drasli
Ég stóð því ein í KHI peningalaus, bíllyklalaus og HÚSLYKLALAUS. Karlinn að vinna og enginn heima!!!! Þarna voru öll ráð dýr!! Ég ákvað svo að hringja í elsku bestu Guðbjörgu frænku og auðvitað var Haukur tilbúin að redda mér klukkan að ganga 1 að nóttu!!! Hann sótti mig í KHI og keyrði mér inní Mosfellsdal til að ná í húslykla, svo fórum við heim til að ná í bíllykla og þaðan aftur í KHI til að ná í bílinn!!!
Ég hringdi nefnilega í lögguna og báðu þeir mig vinsamlegast að ná í bílinn og láta hann ekki standa þarna fyrir utan, löggan sem ég talaði við sagði jafnframt að það borgaði sig fyrir mig að skipta um sílender en það var erfiðara með bílinn. Í veskinu mínu er nefnilega skylríki og því auðvelt að flétta mér upp og sjá mitt heimilisfang.
Við vorum nú bara þrjár á lesstofunni, ég veit ekki hvort það hafi verið fleiri í húsinu að læra en ég var ekki vör við það. Svo var reyndar allt starfsfólk KHI í jólateiti í matsalnum, en ég ræddi þar við veislustjóra og einnig við húsvörð og það hafði enginn fengið veskið :-(
Æiii ég vona að veskið finnist alla veganna lyklarnir, svolítið óþægilegt að vita að einhver er með lykla af ÖLLU hjá mér. Annars voru nú reyndar peningar þarna og öll kort. En ég er búin að loka þeim....
Æiii þetta er frekar pirrandi svona daginn fyrir próf pirrrpirrr
bara smá púst og krossið nú putta fyrir mig svo að veskið finnist, þó svo að mér finnist það harla ólíklegt
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2007 | 16:35
Próf og veikindi
Jæja núna er ég búin í einu prófi og gekk það bara ótrúlega vel, miðað við engann lestur!!! Annars veiktist ég í gær og var bara fárveik í gærkveldi og nótt. Er hálf drusluleg í dag en samt hressari. Er svo að fara í erfitt próf á morgun og þá á ég bara eftir 2 VERKEFNI júhhhhúúuúúú JÓLAFRÍ!!!!
Reyndar ekki alveg, því ég er að fara að sjá um verkefni í jólaviku hjá Námsflokkum Reykjavíkur í næstu viku og verður það nú örugglega bara SPENNANDI... og gaman.
Annars sendi ég börnin mín norður í gær, átti að vera pabbahelgi sem klikkaði enn einu sinni og því varð ég að senda börnin norður svo ég gæti tekið prófið á morgun, Elvar að vinna.
læt þetta duga í bili. Minni á alla söfnunarreikninga sem eru í gangi núna fyrir jól. Margt smátt gerir eitt stórt!!
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 73900
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar